Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2019 07:00 Lögfræðingar Ríkisskattstjóra eru enn að meta úrskurð Persónuverndar. fréttablaðið/Anton Brink Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira