Lífið samstarf

Ekki missa af trylltustu gamanmynd sumarsins

Sena kynnir
Hinn hægláti Stu dregst inn í snarbrjálaða lögregluaðgerð með harðhausnum Vic.
Hinn hægláti Stu dregst inn í snarbrjálaða lögregluaðgerð með harðhausnum Vic.
Löggan er á hælunum á blóðþyrstum hryðjuverkamönnum sem haldnir eru kvalalosta. En hvað gerir rannsóknarlögreglumaður sem er nýkominn úr laseraðgerð á augum og getur ekki keyrt? Jú, hann fær Uber leigubílstjóra til að aka með sig og við tekur ævintýraleg nótt. Grín-hasarmyndin Stuber verður frumsýnd á morgun, fimmtudag.

Stu, sem leikinn er af Kumail Nanjiani, er sérlega kurteis, hæglátur og vandvirkur maður sem er afar umhugað um að halda í fimm stjörnu-einkunnina sem hann hefur aflað sér sem Uber-leigubílstjóri. Hann vinnur í íþróttavöruverslun en ætlar sér að opna heilsuræktarstöð til að ganga í augun á draumadísinni og ekur Uber til að safna peningum.  

Vic Manning, leikinn af Dave Bautista er miðaldra, „old school“ lögga og harðhaus, skilinn við konuna og giftur vinnunni. Hann á listræna dóttur, Nicole, sem hann sinnir ekki nógu vel. Þegar Vic tekur bíl Stu á leigu ógnar hann öllu því sem Stu er kærast og setur líf hans algjörlega úr skorðum.  Vic dregur Stu út í eltingaleik við stórhættulegan morðingja að nafni Teijo en brjálaður morðingi er ekki eitthvað sem Stu þarf endilega að fá inn í líf sitt. Teijo ógnar ekki einungis lífi og limum Stu, heldur einnig vel bónaða bílnum og orðspori hans hjá Uber!

Bjuggu til titilinn fyrst

Tripper Clancy, og Jake Wagner langaði til þess að búa til kvikmynd um Uber-bílstjóra sem héti Stu svo titill myndarinnar yrði Stuber.

„Ég vissi að mynd með þessum titli yrði alltaf grín-hasar,“ segir Clancy. „Við Jake ræddum þessa hugmynd og daginn eftir var myndin nánast klár í hausnum á mér. Ég er sérstaklega hrifinn af „Buddy Cop“ þemanu,“ segir hann.

Framleiðendur myndarinnar lögðu áherslu á að myndin yrði ekki eingöngu grín heldur endurspeglaði líka raunveruleikann, eins langt og það nær þegar söguþráðurinn er snarbrjálaður bílaeltingaleikur um götur Los Angeles þar sem allir eru veifandi byssum! Í það minnsta þyrfti meðal-jóninn að geta tengt við persónurnar.

„Við byrjuðum á lögreglumanninum Vic, sem hefur leitað hefnda árum saman vegna félaga síns sem var drepinn við skyldustörf. Daginn sem tækifærið gefst til að ná þeim sem gerðu það er Vic akkúrat í leaseraðgerð hjá augnlækni. Án þess að hafa fengið grænt ljós frá yfirmönnum sínum pantar hann sér Uber og hasarinn hefst. Það er fátt sem gerir súperhetju jafn mannlega og okkur hin eins og léleg sjón. Laseraðgerðin gerir Vic ekki bara skemmtilega ringlaðan heldur undirstrikar einnig aldur hans og veikleika sem verður fáránlega fyndið í samhengi við stærð hans og líkamlegan styrk.“

Aðalleikarar

Dave Bautista fer með hlutverk Vics. Hann er þekktur fyrir leik sinn sem Drax the Destroyer í Guardians of the Galaxy og Avengers.

Til að leika þennan grófa harðhaus þurfti að finna einhvern sem uppfyllti ekki bara kröfur um kraftakarl heldur gæti líka sýnt mýkri hliðar og Bautista tikkaði í öll box. „Þessi mynd er margslungin en þegar upp er staðið vildum við einfaldlega að fólk grenjaði úr hlátri. Þetta er ótrúlega fyndin mynd,“ segir Bautista.

Kumail Ninjiani, sem fer með hlutverk hins óheppna bílstjóra, er pakistan-amerískur uppistandari, leikari, podkastari og rithöfundur og einna þekktastur fyrir Silicon Valley of The Big Sick.

„Ég hafði ekki leikið í hasarmynd áður. Ég elska hasar og fannst handritið bæði áhugavert og mjög fyndið. Ég er einnig mikill aðdáandi Dave Bautista. Þetta var því sérstaklega spennandi og nýtt fyrir mér,“ segir Ninjiani.

Natalie Morales sem fer með hlutverk Nicole, dóttur Vics er þekkt fyrir Parks and Recreation og Santa Clarita Diet.

„Nicole er sannarlega dóttir föður síns og stöðugir árekstrar einkenna samband feðginanna. Nicole vill að faðir hennar sé til staðar en hann setur vinnuna í fyrsta sætið. Hún er ákveðin týpa og hefur valið sér listina sem lífsviðurværi, sem er eins langt frá lögreglustarfi föður hennar og hugsast getur,“ útskýrir Morales. „Nicole reynir að fá hann til að vera venjulegan, svalan pabba, en hann er ekki alveg í takti við normið og vægast sagt dálítið grófur á köflum.“

Myndin er sýnd í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíó Egilshöll og Borgarbíó Akureyri.

Leikstjóri: Michael Dowse Handrit: Tripper Clancy  

Leikarar: Dave Bautista, Kumail Nanjiani, Natalie Morales, Karen Gillian

Myndin er bönnuð innan 16.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Senu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×