Blanda hefðum hjá Tacoson Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 20. júní 2019 07:30 Adam Karl Helgason er einn þriggja eigenda Tacoson. Þeir eru allir gamlir vinir úr Vesturbænum. fréttablaðið/Stefán Þrír gamlir vinir úr Vesturbænum fengu þá flugu í höfuðið að opna taco-vagn í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar er vagninn kominn í gagnið og segir einn eigendanna viðtökurnar langt framar vonum. Fréttablaðið fékk að heyra í Adam Karli Helgasyni og spyrja hvernig það æxlaðist að þeir hófu að reka suðrænan matarvagn á norðurhjara veraldar. „Baldvin Oddsson vinur minn hefur verið búsettur erlendis í rúmlega átta ár, þá mestmegnis í New York. Hann er tónlistarmaður. Hann spilar á trompet og hefur meðal annars spilað á Broadway. Í New York er eins og flestir vita mjög fjölbreytt matarmenning og þá sérstaklega þegar það kemur að matarvögnum,“ svarar hann. Adam segir Baldvin hafa mikið langað að flytja þessa miklu matarvagnamenningu til Íslands. „Það hafa auðvitað margir reynt þetta með misgóðum árangri. En hann langaði að koma með sínar hugmyndir inn á matarvagnamarkaðinn hér og hafði samband í við mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Adam hefur verið í matargeiranum í sjö ár og er lærður í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, og því lá vel við fyrir Baldvin að leita til hans. „Við komumst svo að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það vantaði taco-vagn á landið. Næsta skref hjá okkur var að finna kokk og við hugsuðum báðir til Ólafs Ágústs Pedersen sem er úr Vesturbænum eins og við. Hann er núna á Kol, hefur verið á Grillinu og Burro og er gríðarlega reynslumikill.“ Ólafur hafði áhuga á að vera með í verkefninu og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. „Næst tók við tilraunastarfsemi í eldhúsinu þar sem við prufuðum okkur áfram. Við vorum allir með hugmyndir um hvað okkur langaði að gera. Enn sem komið er höfum við auðvitað ekki náð að framkvæma það allt, en við stefnum á að vera með róteringu á matseðlinum. Bara að hafa alltaf ferskan seðil og að sjá hvað virkar. Ætlum líka að vera óhræddir við að prófa nýja hluti,“ segir Adam. Vagninn var fluttur inn frá Wales upphaflega en strákarnir fundu hann á Bland.is. „Því næst fórum við í að gera vagninn upp eða svo hann hentaði í reksturinn. Það tók nokkra mánuði. Næst fórum við í lógóið sem er víkingur að borða taco. Auðvitað er það svolítið þverstæðukennd hugmynd en Baldvin kom með hana. Nafnið og lógóið kemur út frá því að blanda saman þessum andstæðum, víkingnum með taco. Svo náttúrulega tengja útlendingar svo mikið við nafnahefðina, að við séum flest -son eða -dóttir, og úr varð nafnið Tacoson.“ Hann segir það alveg í myndinni að stækka síðar við sig og opna veitingastað gangi vagninn vel. „Okkar helsta markmið var að stilla verðinu í hóf. Eins og við vitum öll getur verið ótrúlega dýrt að fara út að borða í bænum. Við erum oftast í Mæðragarðinum sem er einmitt á milli á Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans. Okkur langaði til að geta boðið nógu hagstætt verð til að nemarnir gætu kannski komið í hádeginu.“ Hann segir þá því frekar spila inn á einfaldleikann en að hafa matinn endilega svakalega flókinn. „Já, við erum að taka smá svona Ikea-aðferðina,“ segir Adam hlæjandi að lokum. Vagninn verður á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og er alla virka daga frá klukkan 11-21 í Mæðragarðinum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Secret Solstice Veitingastaðir Mest lesið Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Þrír gamlir vinir úr Vesturbænum fengu þá flugu í höfuðið að opna taco-vagn í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar er vagninn kominn í gagnið og segir einn eigendanna viðtökurnar langt framar vonum. Fréttablaðið fékk að heyra í Adam Karli Helgasyni og spyrja hvernig það æxlaðist að þeir hófu að reka suðrænan matarvagn á norðurhjara veraldar. „Baldvin Oddsson vinur minn hefur verið búsettur erlendis í rúmlega átta ár, þá mestmegnis í New York. Hann er tónlistarmaður. Hann spilar á trompet og hefur meðal annars spilað á Broadway. Í New York er eins og flestir vita mjög fjölbreytt matarmenning og þá sérstaklega þegar það kemur að matarvögnum,“ svarar hann. Adam segir Baldvin hafa mikið langað að flytja þessa miklu matarvagnamenningu til Íslands. „Það hafa auðvitað margir reynt þetta með misgóðum árangri. En hann langaði að koma með sínar hugmyndir inn á matarvagnamarkaðinn hér og hafði samband í við mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Adam hefur verið í matargeiranum í sjö ár og er lærður í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, og því lá vel við fyrir Baldvin að leita til hans. „Við komumst svo að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það vantaði taco-vagn á landið. Næsta skref hjá okkur var að finna kokk og við hugsuðum báðir til Ólafs Ágústs Pedersen sem er úr Vesturbænum eins og við. Hann er núna á Kol, hefur verið á Grillinu og Burro og er gríðarlega reynslumikill.“ Ólafur hafði áhuga á að vera með í verkefninu og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. „Næst tók við tilraunastarfsemi í eldhúsinu þar sem við prufuðum okkur áfram. Við vorum allir með hugmyndir um hvað okkur langaði að gera. Enn sem komið er höfum við auðvitað ekki náð að framkvæma það allt, en við stefnum á að vera með róteringu á matseðlinum. Bara að hafa alltaf ferskan seðil og að sjá hvað virkar. Ætlum líka að vera óhræddir við að prófa nýja hluti,“ segir Adam. Vagninn var fluttur inn frá Wales upphaflega en strákarnir fundu hann á Bland.is. „Því næst fórum við í að gera vagninn upp eða svo hann hentaði í reksturinn. Það tók nokkra mánuði. Næst fórum við í lógóið sem er víkingur að borða taco. Auðvitað er það svolítið þverstæðukennd hugmynd en Baldvin kom með hana. Nafnið og lógóið kemur út frá því að blanda saman þessum andstæðum, víkingnum með taco. Svo náttúrulega tengja útlendingar svo mikið við nafnahefðina, að við séum flest -son eða -dóttir, og úr varð nafnið Tacoson.“ Hann segir það alveg í myndinni að stækka síðar við sig og opna veitingastað gangi vagninn vel. „Okkar helsta markmið var að stilla verðinu í hóf. Eins og við vitum öll getur verið ótrúlega dýrt að fara út að borða í bænum. Við erum oftast í Mæðragarðinum sem er einmitt á milli á Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans. Okkur langaði til að geta boðið nógu hagstætt verð til að nemarnir gætu kannski komið í hádeginu.“ Hann segir þá því frekar spila inn á einfaldleikann en að hafa matinn endilega svakalega flókinn. „Já, við erum að taka smá svona Ikea-aðferðina,“ segir Adam hlæjandi að lokum. Vagninn verður á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og er alla virka daga frá klukkan 11-21 í Mæðragarðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Secret Solstice Veitingastaðir Mest lesið Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira