Lífið

Tom Hanks og Rita Wilson hvetja fólk til þess að sleppa kjöti á mánudögum

Sylvía Hall skrifar
Hjónin hafa verið gift í 31 ár.
Hjónin hafa verið gift í 31 ár. Vísir/Getty
Átak Bítilsins Paul McCartney sem gengur út á að hvetja fólk til þess að sleppa kjöti á mánudögum fagnar nú tíu ára afmæli. Átakið hefur á síðustu árum fengið byr undir báða vængi með aukinni umræðu um skaðleg áhrif kjötneyslu á umhverfið og nú hafa leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson slegist í hópinn.

„Að vera án kjöts er gott fyrir plánetuna og dýrin sem við deilum henni með,“ segir Hanks í myndbandi sem eiginkona hans birti á Twitter. Hún bætir þá við að það sé einnig gott fyrir heilsuna.





Í myndbandinu óska þau átakinu til hamingju með tíu ára afmælið og þakka Paul McCartney, eiginkonu hans Nancy og dóttur þeirra Stellu fyrir framlag sitt til átaksins.

Í tilefni tíu ára afmælisins hefur átakið blásið til nýrrar vitundarvakningar á heimsvísu undir myllumerkinu #MFMCountMeIn sem hvetur frægt fólk, fyrirtæki, góðgerðasamtök, menntastofnanir og einstaklinga út um allan heim til þess að slást með í för og sleppa kjöti á mánudögum.

„Ekkert kjöt á mánudögum, það er reyndar mjög auðveldur og einfaldur hlutur til þess að framkvæma,“ segir Hanks að lokum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.