Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 13:49 Plakatið fræga. Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. Hin gríðarvinsæla kvikmynd sló í gegn þegar hún kom út og á plakatinu fyrir myndina má sjá Costner, sem lék lífvörðinn Frank Farmer, halda á poppstjörnunni Rachel Marron, út af næturklúbbi þar sem hún var að skemmta en óeirðir brutust út. Plakatið þykir ná að festa á mynd kjarna kvikmyndarinnar.Í viðtali við Entertainment Weekly afhjúpaði Costner hins vegar 27 ára gamalt leyndarmál. Hann hélt ekki á Whitney Houston á ljósmyndinni. „Hún var farin heim og þetta var staðgengill hennar. Andlit hennar var falið á bak við mig, sem passaði svo sem alveg,“ sagði Costner. Líklega er um að ræða leikkonuna Joyce Larkin sem lék áhættuatriði fyrir Houston í myndinni. Þá sagðist Costner einnig hafa þurft að berjast fyrir því að þessi mynd væri notuð, en framleiðendur myndarinnar töldu það vera heppilegra ef það sæist í andlit Houston á plakatinu. „Þeir voru ekki hrifnir af myndinni vegna þess að það sást ekki í andlitið á Whitney. Þeir sendu örugglega fimm aðrar útgáfur til mín þar sem búið var að setja andlitið hennar á myndina. Ég sagði, strákar. Við vorum með þetta með fyrstu myndinni.“ Costner og Houston náðu afar vel saman við gerð myndarinnar og var Costner einn af þeim sem ávarpaði jarðarfarargesti við útför Houston árið 2012. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. Hin gríðarvinsæla kvikmynd sló í gegn þegar hún kom út og á plakatinu fyrir myndina má sjá Costner, sem lék lífvörðinn Frank Farmer, halda á poppstjörnunni Rachel Marron, út af næturklúbbi þar sem hún var að skemmta en óeirðir brutust út. Plakatið þykir ná að festa á mynd kjarna kvikmyndarinnar.Í viðtali við Entertainment Weekly afhjúpaði Costner hins vegar 27 ára gamalt leyndarmál. Hann hélt ekki á Whitney Houston á ljósmyndinni. „Hún var farin heim og þetta var staðgengill hennar. Andlit hennar var falið á bak við mig, sem passaði svo sem alveg,“ sagði Costner. Líklega er um að ræða leikkonuna Joyce Larkin sem lék áhættuatriði fyrir Houston í myndinni. Þá sagðist Costner einnig hafa þurft að berjast fyrir því að þessi mynd væri notuð, en framleiðendur myndarinnar töldu það vera heppilegra ef það sæist í andlit Houston á plakatinu. „Þeir voru ekki hrifnir af myndinni vegna þess að það sást ekki í andlitið á Whitney. Þeir sendu örugglega fimm aðrar útgáfur til mín þar sem búið var að setja andlitið hennar á myndina. Ég sagði, strákar. Við vorum með þetta með fyrstu myndinni.“ Costner og Houston náðu afar vel saman við gerð myndarinnar og var Costner einn af þeim sem ávarpaði jarðarfarargesti við útför Houston árið 2012.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira