Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 13:49 Plakatið fræga. Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. Hin gríðarvinsæla kvikmynd sló í gegn þegar hún kom út og á plakatinu fyrir myndina má sjá Costner, sem lék lífvörðinn Frank Farmer, halda á poppstjörnunni Rachel Marron, út af næturklúbbi þar sem hún var að skemmta en óeirðir brutust út. Plakatið þykir ná að festa á mynd kjarna kvikmyndarinnar.Í viðtali við Entertainment Weekly afhjúpaði Costner hins vegar 27 ára gamalt leyndarmál. Hann hélt ekki á Whitney Houston á ljósmyndinni. „Hún var farin heim og þetta var staðgengill hennar. Andlit hennar var falið á bak við mig, sem passaði svo sem alveg,“ sagði Costner. Líklega er um að ræða leikkonuna Joyce Larkin sem lék áhættuatriði fyrir Houston í myndinni. Þá sagðist Costner einnig hafa þurft að berjast fyrir því að þessi mynd væri notuð, en framleiðendur myndarinnar töldu það vera heppilegra ef það sæist í andlit Houston á plakatinu. „Þeir voru ekki hrifnir af myndinni vegna þess að það sást ekki í andlitið á Whitney. Þeir sendu örugglega fimm aðrar útgáfur til mín þar sem búið var að setja andlitið hennar á myndina. Ég sagði, strákar. Við vorum með þetta með fyrstu myndinni.“ Costner og Houston náðu afar vel saman við gerð myndarinnar og var Costner einn af þeim sem ávarpaði jarðarfarargesti við útför Houston árið 2012. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira
Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. Hin gríðarvinsæla kvikmynd sló í gegn þegar hún kom út og á plakatinu fyrir myndina má sjá Costner, sem lék lífvörðinn Frank Farmer, halda á poppstjörnunni Rachel Marron, út af næturklúbbi þar sem hún var að skemmta en óeirðir brutust út. Plakatið þykir ná að festa á mynd kjarna kvikmyndarinnar.Í viðtali við Entertainment Weekly afhjúpaði Costner hins vegar 27 ára gamalt leyndarmál. Hann hélt ekki á Whitney Houston á ljósmyndinni. „Hún var farin heim og þetta var staðgengill hennar. Andlit hennar var falið á bak við mig, sem passaði svo sem alveg,“ sagði Costner. Líklega er um að ræða leikkonuna Joyce Larkin sem lék áhættuatriði fyrir Houston í myndinni. Þá sagðist Costner einnig hafa þurft að berjast fyrir því að þessi mynd væri notuð, en framleiðendur myndarinnar töldu það vera heppilegra ef það sæist í andlit Houston á plakatinu. „Þeir voru ekki hrifnir af myndinni vegna þess að það sást ekki í andlitið á Whitney. Þeir sendu örugglega fimm aðrar útgáfur til mín þar sem búið var að setja andlitið hennar á myndina. Ég sagði, strákar. Við vorum með þetta með fyrstu myndinni.“ Costner og Houston náðu afar vel saman við gerð myndarinnar og var Costner einn af þeim sem ávarpaði jarðarfarargesti við útför Houston árið 2012.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira