Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2019 11:00 Ókafur Hafsteinsson með afar sjaldgæfan 99,5 sm lax. Mynd: Lax-Á FB Það varð ákveðinn viðsnúningur þegar veitt og sleppt varð að skyldu og venju á landinu þá hættu veiðimenn yfirleitt að mæla þyngd á laxi og fóru að mæla lengd. Þetta hafði þó einhver einkennileg áhrif á laxastofninn eða veiðimenn þá kannski heldur en þegar stórlaxar voru drepnir í gegnum tíðina veiddist afar sjaldan eða aldrei 19 punda lax. Þegar lengdarmælingar ruddu sér til rúms hvarf að mestu lax sem mælist 98-99 sm. Málið er að fallegur lax er fallegur lax og þessi "teygja" á lengdar og þyngdartölum breytir engu og það að skrá fiskinn og mæla hann rétt gerir ekki lítið úr atburðinum og þeirra upplifun sem veiðimaðurinn naut þegar hann tókst á við fiskinn. Félagar Mokveiðifélagsins þekkja vel að landa stórum löxum enda félagsskapurinn þekktur fyrir að draga stórlaxa að flugum sínum. Þeir eiga sinn heimavöll á norðurlandi og voru einhverjir félagar hópsins við veiðar í Blöndu þegar þeir settu í afar sjaldgæft eintak af laxi sem mældist 99,5 sm. Eins og sést á meðfylgjandu mynd er engin sorg hjá Ólafi Hafsteinssyni sem veiddi hann þrátt fyrir að 5 mm vatni upp á 100 sm enda er þetta nýgengin, þykkur og fallegur Blöndulax sem hefur áræðanlega gefið honum góðann slag áður en laxinn fékk að synda aftur út í Damminn þar sem hann var tekinn. Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Það varð ákveðinn viðsnúningur þegar veitt og sleppt varð að skyldu og venju á landinu þá hættu veiðimenn yfirleitt að mæla þyngd á laxi og fóru að mæla lengd. Þetta hafði þó einhver einkennileg áhrif á laxastofninn eða veiðimenn þá kannski heldur en þegar stórlaxar voru drepnir í gegnum tíðina veiddist afar sjaldan eða aldrei 19 punda lax. Þegar lengdarmælingar ruddu sér til rúms hvarf að mestu lax sem mælist 98-99 sm. Málið er að fallegur lax er fallegur lax og þessi "teygja" á lengdar og þyngdartölum breytir engu og það að skrá fiskinn og mæla hann rétt gerir ekki lítið úr atburðinum og þeirra upplifun sem veiðimaðurinn naut þegar hann tókst á við fiskinn. Félagar Mokveiðifélagsins þekkja vel að landa stórum löxum enda félagsskapurinn þekktur fyrir að draga stórlaxa að flugum sínum. Þeir eiga sinn heimavöll á norðurlandi og voru einhverjir félagar hópsins við veiðar í Blöndu þegar þeir settu í afar sjaldgæft eintak af laxi sem mældist 99,5 sm. Eins og sést á meðfylgjandu mynd er engin sorg hjá Ólafi Hafsteinssyni sem veiddi hann þrátt fyrir að 5 mm vatni upp á 100 sm enda er þetta nýgengin, þykkur og fallegur Blöndulax sem hefur áræðanlega gefið honum góðann slag áður en laxinn fékk að synda aftur út í Damminn þar sem hann var tekinn.
Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði