Rúmfræði: Fjórar íslenskar konur segja frá fyrsta skiptinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. júní 2019 21:00 Fjórar íslenskar konur segja nafnlaust frá upplifun sinni af fyrsta skiptinu sem þær stunduðu kynlíf. Að sofa hjá í fyrsta skipti getur verið allt í senn vandræðalegt, stressandi og í sumum tilvikum ævintýralega klúðurslegt. Flestir eiga sterka minningu um fyrsta skiptið og eru upplifanirnar eins misjafnar og þær eru margar. Makamál fengu að heyra mismunandi sögur af fyrsta skiptinu frá fjórum konum.Athugið að nöfnum hefur verið breytt. AGNES, 37 ára: Ég var í 10. bekk og var í samræmdu prófunum. Mamma var að vinna næturvakt og pabbi í útlöndum svo að ég var ein heima. Ég var skotin í strák sem átti kærustu. Hann sagði mér að það væri búið, ég trúði því að sjálfsögðu. Hann var 19 ára en ég 15 ára. Hann kom heim til mín seint um kvöld. Þegar hann labbaði inn í bleika herbergið mitt, slökkti hann ljósin. Ó, ég vissi ekki að það ætti að vera slökkt, hugsaði ég. Ég skammaðist mín smá. Í bíómyndunum er alltaf tónlist, ég ákvað að stilla á FM957 í risastóru græjunum mínum. Það var kannski svolítið hátt stillt. Ég var búin að heyra að það kæmi stundum blóð, svo að ég var með handklæði undir rúminu, ávalt viðbúin! Kossarnir byrjuðu, ég beit hann óvart í vörina ég var svo stressuð. Gormarnir í fermingarrúminu stóðust allar burðarþolsprófanir. Það kom ekkert blóð og þetta var ekkert sárt. En vá, þetta tók stuttan tíma, ég náði ekki einu sinni að fara úr brjóstarhaldaranum. Hann var blíður og varkár en þurfti samt strax að fara heim til sín á eftir. Mér leið skringilega. Í útvarpinu hljómaði lagið I Know Him So Well og ég fór að gráta. Ég vissi ekkert afhverju. Þessi ágæti maður er ennþá með sömu konunni í dag og þau eiga þrjú börn, bóndabýli fyrir norðan og ábyggilega fullt af krúttlegum dýrum. HULDA, 35 ára: Fyrsta skiptið mitt var eins íslenskt og óspennandi og hugsast getur. Kannski setti það tóninn fyrir það sem var í vændum. Rómantík er ekkert sérstaklega fyrirferðarmikil í mínum bókum. Sumarið eftir níunda bekk fór ég á landafyllerí í Galtalæk ásamt öðrum óþroskuðum unglingum sem voru farnir að fikta við að reykja Winston og skemma í sér framheilann með ofdrykkju. Ég drakk að sjálfsögðu yfir mig og hitti í því ástandi einhvern strák sem var nokkrum árum eldri en ég.Hann var ljóshærður og sagðist vera frá Hafnarfirði. Það eina sem ég man af þessari úrslitastund er að við fórum inn í tjald og ég var mjög hissa á því hvað hann ætlaði að vera lengi, hélt að þetta ætti að vera bara einu sinni, inn-og-út. Ég man líka eftir ákveðnum létti yfir því að vera búin að afgreiða þetta leiðindamál, að missa meydóminn. Daginn eftir gekk ég framhjá þessum ástmanni mínum aftur án þess að bera kennsl á hann. Vinkonur mínar þekktu hann hinsvegar aftur og hnipptu í mig. Ég sneri mér við en sá bara bakið á honum. Ég er engu nær í dag.VALGERÐUR, 29 ára: Við vorum bæði 15 ára. Sambandið okkar snerist svolítið um að uppgvöta kynlíf, bæði forvitin. Þegar við vorum búin að vera saman í þrjá mánuði þá sváfum við saman. Það voru jól og þetta gerðist heima hjá mér. Ég var ein heima.Mér fannst þetta bilað sárasaukafullt, bæði þetta fyrsta skipti og svo næstu fimm skiptin eftir þetta. Við vissum hvorugt innilega ekkert hvað við vorum að gera. En ég held að hann og hans hugsunarháttur hafi verið svolítið litaður af internet klámi. Ég hætti með honum stuttu seinna. Síðan þetta gerðist hefur hann skipt um kærustu á ca 2 ára fresti.LÁRA, 39 ára: Ég laumaði honum inn í herbergi eftir að hann hafði fylgt mér heim eftir sveitaball. Ég bjó í litlu þorpi út á landi, þar sem allir þekktu alla. Við vorum í 10. bekk, árið var 1996. Hann bjóst ekki við að fá að koma inn en ég fékk skyndi hugdettu! Ég ætlaði bara að henda mér í þetta afmeyjunarverkefni. Mamma og pabbi voru samt heima. Hann var ljúfur og góður og þetta var alls ekki vont. En ég henti ég honum út um nóttina því ég óttaðist að foreldrar mínir myndu vakna. Ég kvaddi hann við hurðina, lokaði á eftir honum og þá BLAMMM! Meyjarhafts-blóðpollur beint á gólfið. En það voru flísar í forstofunni þannig að þetta slapp. Ástin og lífið Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Þegar ég fór með sjálfa mig út í ruslið Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir. 25. júní 2019 19:30 Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is 24. júní 2019 14:00 Viltu gifast Ragnar Hansson? Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda) 24. júní 2019 14:45 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Að sofa hjá í fyrsta skipti getur verið allt í senn vandræðalegt, stressandi og í sumum tilvikum ævintýralega klúðurslegt. Flestir eiga sterka minningu um fyrsta skiptið og eru upplifanirnar eins misjafnar og þær eru margar. Makamál fengu að heyra mismunandi sögur af fyrsta skiptinu frá fjórum konum.Athugið að nöfnum hefur verið breytt. AGNES, 37 ára: Ég var í 10. bekk og var í samræmdu prófunum. Mamma var að vinna næturvakt og pabbi í útlöndum svo að ég var ein heima. Ég var skotin í strák sem átti kærustu. Hann sagði mér að það væri búið, ég trúði því að sjálfsögðu. Hann var 19 ára en ég 15 ára. Hann kom heim til mín seint um kvöld. Þegar hann labbaði inn í bleika herbergið mitt, slökkti hann ljósin. Ó, ég vissi ekki að það ætti að vera slökkt, hugsaði ég. Ég skammaðist mín smá. Í bíómyndunum er alltaf tónlist, ég ákvað að stilla á FM957 í risastóru græjunum mínum. Það var kannski svolítið hátt stillt. Ég var búin að heyra að það kæmi stundum blóð, svo að ég var með handklæði undir rúminu, ávalt viðbúin! Kossarnir byrjuðu, ég beit hann óvart í vörina ég var svo stressuð. Gormarnir í fermingarrúminu stóðust allar burðarþolsprófanir. Það kom ekkert blóð og þetta var ekkert sárt. En vá, þetta tók stuttan tíma, ég náði ekki einu sinni að fara úr brjóstarhaldaranum. Hann var blíður og varkár en þurfti samt strax að fara heim til sín á eftir. Mér leið skringilega. Í útvarpinu hljómaði lagið I Know Him So Well og ég fór að gráta. Ég vissi ekkert afhverju. Þessi ágæti maður er ennþá með sömu konunni í dag og þau eiga þrjú börn, bóndabýli fyrir norðan og ábyggilega fullt af krúttlegum dýrum. HULDA, 35 ára: Fyrsta skiptið mitt var eins íslenskt og óspennandi og hugsast getur. Kannski setti það tóninn fyrir það sem var í vændum. Rómantík er ekkert sérstaklega fyrirferðarmikil í mínum bókum. Sumarið eftir níunda bekk fór ég á landafyllerí í Galtalæk ásamt öðrum óþroskuðum unglingum sem voru farnir að fikta við að reykja Winston og skemma í sér framheilann með ofdrykkju. Ég drakk að sjálfsögðu yfir mig og hitti í því ástandi einhvern strák sem var nokkrum árum eldri en ég.Hann var ljóshærður og sagðist vera frá Hafnarfirði. Það eina sem ég man af þessari úrslitastund er að við fórum inn í tjald og ég var mjög hissa á því hvað hann ætlaði að vera lengi, hélt að þetta ætti að vera bara einu sinni, inn-og-út. Ég man líka eftir ákveðnum létti yfir því að vera búin að afgreiða þetta leiðindamál, að missa meydóminn. Daginn eftir gekk ég framhjá þessum ástmanni mínum aftur án þess að bera kennsl á hann. Vinkonur mínar þekktu hann hinsvegar aftur og hnipptu í mig. Ég sneri mér við en sá bara bakið á honum. Ég er engu nær í dag.VALGERÐUR, 29 ára: Við vorum bæði 15 ára. Sambandið okkar snerist svolítið um að uppgvöta kynlíf, bæði forvitin. Þegar við vorum búin að vera saman í þrjá mánuði þá sváfum við saman. Það voru jól og þetta gerðist heima hjá mér. Ég var ein heima.Mér fannst þetta bilað sárasaukafullt, bæði þetta fyrsta skipti og svo næstu fimm skiptin eftir þetta. Við vissum hvorugt innilega ekkert hvað við vorum að gera. En ég held að hann og hans hugsunarháttur hafi verið svolítið litaður af internet klámi. Ég hætti með honum stuttu seinna. Síðan þetta gerðist hefur hann skipt um kærustu á ca 2 ára fresti.LÁRA, 39 ára: Ég laumaði honum inn í herbergi eftir að hann hafði fylgt mér heim eftir sveitaball. Ég bjó í litlu þorpi út á landi, þar sem allir þekktu alla. Við vorum í 10. bekk, árið var 1996. Hann bjóst ekki við að fá að koma inn en ég fékk skyndi hugdettu! Ég ætlaði bara að henda mér í þetta afmeyjunarverkefni. Mamma og pabbi voru samt heima. Hann var ljúfur og góður og þetta var alls ekki vont. En ég henti ég honum út um nóttina því ég óttaðist að foreldrar mínir myndu vakna. Ég kvaddi hann við hurðina, lokaði á eftir honum og þá BLAMMM! Meyjarhafts-blóðpollur beint á gólfið. En það voru flísar í forstofunni þannig að þetta slapp.
Ástin og lífið Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Þegar ég fór með sjálfa mig út í ruslið Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir. 25. júní 2019 19:30 Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is 24. júní 2019 14:00 Viltu gifast Ragnar Hansson? Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda) 24. júní 2019 14:45 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Þegar ég fór með sjálfa mig út í ruslið Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir. 25. júní 2019 19:30
Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is 24. júní 2019 14:00
Viltu gifast Ragnar Hansson? Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda) 24. júní 2019 14:45