Domino's fjármagnar umhverfissjóð með bréfpokum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 16:09 Domino's vonast til að framtakið hafi keðjuverkandi áhrif. Fbl/EYÞÓR Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's. Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's.
Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira