Ágætis byrjun orðin tvítug Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júní 2019 09:00 Febrúar 1999. Sigur Rós hitar upp fyrir Gus Gus í flugskýli nr. 4. Kjartan Sveinsson hljómborðsleikari og Jón Þór Birgisson. Fréttablaðið/Hari Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð árið 1994. Þá voru þrír í henni, Ágúst Ævar Gunnarsson, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson. Sveitin var skírð í höfuðið á nýfæddri systur Jónsa. Þetta segir Google. En ég er með Georg, oft nefndan Gogga, á línunni og spyr hvernig allt hafi byrjað. „Við Ágúst vorum nágrannar og æskuvinir hér í Reykjavík en Jónsi er úr Mosfellsbænum. Það er útbreiddur misskilningur að við séum allir úr Mosó. „Fyrsta æfingin okkar, án þess að heita eitthvað sem hljómsveit, var undir verksmiðju við Skútuvoginn. Við Gústi byrjuðum þar og svo bættist Jónsi við.“Febrúar 1995. Upphaflega sveitin. Jón Þór Birgisson (Jónsi), Georg Holm og Ágúst Ævar Gunnarsson.Fréttablaðið/GVASigur Rós er ein þekktasta hljómsveit Íslands á heimsvísu. En fyrsta giggið lofaði ekki góðu, að sögn Gogga. „Við komum fram á skemmtun í Mosfellsbænum, spiluðum tvö eða þrjú lög og gekk alveg hræðilega. Ákváðum samt að þrauka og halda samstarfinu áfram því okkur fannst við betri en þetta.“ Byrjunin var sem sagt ekkert ágæt þó að titill þriðju plötu sveitarinnar gefi það í skyn. Áður en undirbúningur hennar hófst bættist Kjartan Sveinsson í hópinn. Eftir upptökurnar hætti Ágúst og í stað hans kom Orri Páll Dýrason. Platan kom út árið 1999 og í kvöld hefst hlustunarpartí í Gamla bíói klukkan 21 í tilefni tvítugsafmælis hennar. Það er opið almenningi meðan húsrúm leyfir.Maí 2002. Jón Þór Birgisson (Jónsi), Orri Páll Dýrason, Kjartan Sveinsson og Georg Holm.Fréttablaðið/HariGeorg segir þá félaga hafa tekið nokkur ár í að æfa. „Eftir þessa uppákomu í Mosfellsbænum spiluðum við ekkert opinberlega í tvö til þrjú ár. Vorum bæði í vinnu og skóla en nýttum hverja mínútu sem við höfðum lausa í að hittast, æfa og semja. Okkur fannst það gaman og það var tilgangurinn með þessu öllu. En eftir útkomu Ágætis byrjunar byrjaði boltinn að rúlla. Reyndar spiluðum við ekkert um tíma heldur vorum á einhverjum lögfræðibuxum að semja við plötufyrirtæki erlendis og lesa samninga, frekar leiðinlegt,“ rifjar Georg upp. „En svo tók við þriggja ára stanslaust tónleikaferðalag. Við byrjuðum í Bretlandi og fórum víðar um Evrópu. Bandaríkin komu inn seinna – en þau komu og hættu ekkert.“Úr Degi 20. ágúst 2000Georg kveðst ekki 100% klár á því í hversu mörgum eintökum Ágætis byrjun hefur selst. „En ég held það sé pínu slatta yfir milljón, á heimsvísu – ekki bara á Íslandi! Síðast þegar ég vissi var Takk?… söluhæsta platan okkar, ef ég á að skjóta á eitthvað þá er hún í einni og hálfri milljón. Held að flestar séu í kringum það en ekki allar.“ Þeir fylgdu sem sagt vel eftir þessari ágætis byrjun. „Það var eiginlega ekki um neitt annað að ræða. Við höfðum strax sterka tilfinningu fyrir plötunni þegar við vorum að vinna hana og fólk sýndi henni líka mikinn áhuga. Þegar við byrjuðum að túra með hana voru liðin tvö ár frá því hún kom út á Íslandi, hún kom út árið 2000 í Bretlandi og 2001 í Bandaríkjunum. Þá vorum við dálítið farnir að spila önnur lög sem enduðu svo á næstu plötu. Fólki fannst það kannski svolítið skrítið en við vorum þá eiginlega komnir með leiða á sumum lögunum á Ágætis byrjun.“ Birtist í Fréttablaðinu Sigur Rós Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð árið 1994. Þá voru þrír í henni, Ágúst Ævar Gunnarsson, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson. Sveitin var skírð í höfuðið á nýfæddri systur Jónsa. Þetta segir Google. En ég er með Georg, oft nefndan Gogga, á línunni og spyr hvernig allt hafi byrjað. „Við Ágúst vorum nágrannar og æskuvinir hér í Reykjavík en Jónsi er úr Mosfellsbænum. Það er útbreiddur misskilningur að við séum allir úr Mosó. „Fyrsta æfingin okkar, án þess að heita eitthvað sem hljómsveit, var undir verksmiðju við Skútuvoginn. Við Gústi byrjuðum þar og svo bættist Jónsi við.“Febrúar 1995. Upphaflega sveitin. Jón Þór Birgisson (Jónsi), Georg Holm og Ágúst Ævar Gunnarsson.Fréttablaðið/GVASigur Rós er ein þekktasta hljómsveit Íslands á heimsvísu. En fyrsta giggið lofaði ekki góðu, að sögn Gogga. „Við komum fram á skemmtun í Mosfellsbænum, spiluðum tvö eða þrjú lög og gekk alveg hræðilega. Ákváðum samt að þrauka og halda samstarfinu áfram því okkur fannst við betri en þetta.“ Byrjunin var sem sagt ekkert ágæt þó að titill þriðju plötu sveitarinnar gefi það í skyn. Áður en undirbúningur hennar hófst bættist Kjartan Sveinsson í hópinn. Eftir upptökurnar hætti Ágúst og í stað hans kom Orri Páll Dýrason. Platan kom út árið 1999 og í kvöld hefst hlustunarpartí í Gamla bíói klukkan 21 í tilefni tvítugsafmælis hennar. Það er opið almenningi meðan húsrúm leyfir.Maí 2002. Jón Þór Birgisson (Jónsi), Orri Páll Dýrason, Kjartan Sveinsson og Georg Holm.Fréttablaðið/HariGeorg segir þá félaga hafa tekið nokkur ár í að æfa. „Eftir þessa uppákomu í Mosfellsbænum spiluðum við ekkert opinberlega í tvö til þrjú ár. Vorum bæði í vinnu og skóla en nýttum hverja mínútu sem við höfðum lausa í að hittast, æfa og semja. Okkur fannst það gaman og það var tilgangurinn með þessu öllu. En eftir útkomu Ágætis byrjunar byrjaði boltinn að rúlla. Reyndar spiluðum við ekkert um tíma heldur vorum á einhverjum lögfræðibuxum að semja við plötufyrirtæki erlendis og lesa samninga, frekar leiðinlegt,“ rifjar Georg upp. „En svo tók við þriggja ára stanslaust tónleikaferðalag. Við byrjuðum í Bretlandi og fórum víðar um Evrópu. Bandaríkin komu inn seinna – en þau komu og hættu ekkert.“Úr Degi 20. ágúst 2000Georg kveðst ekki 100% klár á því í hversu mörgum eintökum Ágætis byrjun hefur selst. „En ég held það sé pínu slatta yfir milljón, á heimsvísu – ekki bara á Íslandi! Síðast þegar ég vissi var Takk?… söluhæsta platan okkar, ef ég á að skjóta á eitthvað þá er hún í einni og hálfri milljón. Held að flestar séu í kringum það en ekki allar.“ Þeir fylgdu sem sagt vel eftir þessari ágætis byrjun. „Það var eiginlega ekki um neitt annað að ræða. Við höfðum strax sterka tilfinningu fyrir plötunni þegar við vorum að vinna hana og fólk sýndi henni líka mikinn áhuga. Þegar við byrjuðum að túra með hana voru liðin tvö ár frá því hún kom út á Íslandi, hún kom út árið 2000 í Bretlandi og 2001 í Bandaríkjunum. Þá vorum við dálítið farnir að spila önnur lög sem enduðu svo á næstu plötu. Fólki fannst það kannski svolítið skrítið en við vorum þá eiginlega komnir með leiða á sumum lögunum á Ágætis byrjun.“
Birtist í Fréttablaðinu Sigur Rós Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira