Lífið

Óskarsverðlaunahafinn J.K. Simmons staddur hér á landi

Andri Eysteinsson skrifar
J.K.Simmons hlaut Óskarinn árið 2014.
J.K.Simmons hlaut Óskarinn árið 2014. Getty/Roy Rochlin
Bandaríski stórleikarinn Jonathan Kimble Simmons, sem best er þekktur sem J. K. Simmons, er samkvæmt heimildum Vísis staddur hér á landi.

Óskarsverðlaunahafinn Simmons er þekktastur fyrir túlkun sína á ritstjóranum J. Jonah Jameson í þríleik Sam Raimi um Köngulóarmanninn og tónlistarkennarann Terence Fletcher í verðlaunamyndinni Whiplash sem kom út árið 2014.

Fyrir hlutverk sitt í Whiplash hlaut Simmons Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki, þá hlaut hann sama heiður á Golden Globe og BAFTA verðlaunahátíðunum.

Samkvæmt heimildum Vísis er Simmons nú staddur í Reykjavík ásamt börnum sínum. Ljóst er að lukkan hefur leikið við Simmons og fjölskyldu enda hefur veðrið undanfarna daga verið til fyrirmyndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.