Nauðsynlegur sigur Kínverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2019 20:45 Li Ying fagnar marki sínu gegn Suður-Afríku. vísir/getty Kína vann 0-1 sigur á Suður-Afríku í París í síðasta leik dagsins á HM kvenna í fótbolta. Eina mark leiksins kom á 39. mínútu. Li Ying skoraði þá eftir fyrirgjöf Zhang Rui. Þetta var 28. mark hennar í 110 landsleikjum. Kínverjar eru með þrjú stig í 3. sæti B-riðils. Kínverska liðið mætir því spænska í Le Havre í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn. Það er úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum en úrslitin í París í vköld þýða að Þjóðverjar, sem eru á toppi riðilsins, eru komnir í 16-liða úrslit. Suður-Afríka, sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, hefur tapað báðum leikjum sínum á HM og á nánast enga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. HM 2019 í Frakklandi
Kína vann 0-1 sigur á Suður-Afríku í París í síðasta leik dagsins á HM kvenna í fótbolta. Eina mark leiksins kom á 39. mínútu. Li Ying skoraði þá eftir fyrirgjöf Zhang Rui. Þetta var 28. mark hennar í 110 landsleikjum. Kínverjar eru með þrjú stig í 3. sæti B-riðils. Kínverska liðið mætir því spænska í Le Havre í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn. Það er úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum en úrslitin í París í vköld þýða að Þjóðverjar, sem eru á toppi riðilsins, eru komnir í 16-liða úrslit. Suður-Afríka, sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, hefur tapað báðum leikjum sínum á HM og á nánast enga möguleika á að komast í 16-liða úrslit.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti