Lýðháskólinn á Flateyri vill ekki líkjast bóknámsskólum 15. júní 2019 08:15 Hressir nemendur við Lýðháskólann á Flateyri. Eyþór Jóvinson Fyrsta námsári Lýðháskólans á Flateyri lauk nú í vor en skólinn var stofnaður sem svar við eftirspurn á fjölbreyttara námi. Anna Sigríður Sigurðardóttir kennslustjóri segir fyrsta starfsár skólans hafa gengið vonum framar. „Við fórum af stað í eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður þannig að það var í senn tilraunakennt og viðburðaríkt.“ Í skólanum er ekki hefðbundin kennsluskrá en val er um tvær námsbrautir, annars vegar Hafið, fjöllin og þú og hins vegar Hugmyndir, heimurinn og þú. Brautirnar hafa það að leiðarljósi að hafa nemendur í forgrunni en í skólanum eru hvorki gefnar einkunnir né lögð fyrir próf. „Okkar skóli gengur út á að gera og kynnast hlutunum með því að framkvæma þá,“ en Anna lýsir skólastarfinu sem upplifunarnámi. Námskeið í skólanum eru kennd í tveggja vikna lotum en það fyrirkomulag skapar aukin tækifæri til að fá fagaðila og reynslubolta til liðs við skólann.Skólinn leggur mikið upp út samtölum og samvinnu nemenda og kennara.Anna taldi mikinn lærdóm vera fólginn í því að vinna með þeim fjölbreytta nemendahópi sem sótti skólann á síðasta námsári. „Það kom mér mest á óvart hvað við fengum frábæra nemendur og hversu opnir og tilbúnir þeir voru í alls konar verkefni.“ Anna lýsir starfshópi lýðháskólans sem fyrsta flokks og segir það hafa verið dýrmætt að fá fólk sem var tilbúið að fara út í óvissuna. „Við vorum með frábæra kennara sem voru mjög jákvæðir og allir meðvitaðir um að þetta yrði tilraunakennt fyrsta ár.“ En hún tekur fram að nánast allir kennaranna ætli að halda áfram í skólanum næsta vetur. Anna segir fyrsta starfsárið hafa sannað að Flateyri, sem er 160 manna sjávarþorp, sé kjörinn staður fyrir lýðháskóla. „Bærinn tók skólanum ótrúlega vel og Flateyringar eru einstaklega jákvæðir í garð skólans og nemenda hans.“ Þá segir hún að heimamenn hafi verið duglegir að sækja viðburði nemenda og þá sérstaklega þegar haldið var bingókvöld sem stjórnað var af bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Anna vill einnig koma því á framfæri að nemendur hafi verið sammála um að mjög gott væri að búa á Flateyri en í könnun sem gerð var af skólanum hafi enginn merkt við frekar gott eða ekki nógu gott. Sú staðreynd sannast enn fremur á því að átta nemendur ætli að vera áfram í bænum yfir sumarið, ýmist að vinna í sjoppu, sundlaug, við póstburð eða annað. Önnu finnst líklegt að það hafi komið nemendunum sjálfum mest á óvart hvað þeim líkaði sveitasælan vel. „Sum þeirra höfðu varla komið út fyrir Reykjavík og lítið ferðast um landið en svo eru þau komin hingað lengst út í rassgat til að vera yfir veturinn og ekkert að gera.“ En Anna tekur undir að þorpsandinn sé yndislegur á Flateyri og að hana langi ekkert heim eftir árs dvöl. Anna hvetur þá sem til eru í ævintýri og fjölbreytt nám að sækja um inngöngu fyrir næsta ár. „Nemendur mega búast við skemmtilegu námi með úrvals kennurum á dásamlegum stað.“ Hún telur lýðháskóla góðan valkost fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu bóknámi. „Við viljum ekki líkjast bóknámsskóla og erum því ekki í neinum samanburði við þá.“ Anna býður þá sem vilja takast á við nýja hluti í bæði námi og lífi velkomna, en umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Fyrsta námsári Lýðháskólans á Flateyri lauk nú í vor en skólinn var stofnaður sem svar við eftirspurn á fjölbreyttara námi. Anna Sigríður Sigurðardóttir kennslustjóri segir fyrsta starfsár skólans hafa gengið vonum framar. „Við fórum af stað í eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður þannig að það var í senn tilraunakennt og viðburðaríkt.“ Í skólanum er ekki hefðbundin kennsluskrá en val er um tvær námsbrautir, annars vegar Hafið, fjöllin og þú og hins vegar Hugmyndir, heimurinn og þú. Brautirnar hafa það að leiðarljósi að hafa nemendur í forgrunni en í skólanum eru hvorki gefnar einkunnir né lögð fyrir próf. „Okkar skóli gengur út á að gera og kynnast hlutunum með því að framkvæma þá,“ en Anna lýsir skólastarfinu sem upplifunarnámi. Námskeið í skólanum eru kennd í tveggja vikna lotum en það fyrirkomulag skapar aukin tækifæri til að fá fagaðila og reynslubolta til liðs við skólann.Skólinn leggur mikið upp út samtölum og samvinnu nemenda og kennara.Anna taldi mikinn lærdóm vera fólginn í því að vinna með þeim fjölbreytta nemendahópi sem sótti skólann á síðasta námsári. „Það kom mér mest á óvart hvað við fengum frábæra nemendur og hversu opnir og tilbúnir þeir voru í alls konar verkefni.“ Anna lýsir starfshópi lýðháskólans sem fyrsta flokks og segir það hafa verið dýrmætt að fá fólk sem var tilbúið að fara út í óvissuna. „Við vorum með frábæra kennara sem voru mjög jákvæðir og allir meðvitaðir um að þetta yrði tilraunakennt fyrsta ár.“ En hún tekur fram að nánast allir kennaranna ætli að halda áfram í skólanum næsta vetur. Anna segir fyrsta starfsárið hafa sannað að Flateyri, sem er 160 manna sjávarþorp, sé kjörinn staður fyrir lýðháskóla. „Bærinn tók skólanum ótrúlega vel og Flateyringar eru einstaklega jákvæðir í garð skólans og nemenda hans.“ Þá segir hún að heimamenn hafi verið duglegir að sækja viðburði nemenda og þá sérstaklega þegar haldið var bingókvöld sem stjórnað var af bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Anna vill einnig koma því á framfæri að nemendur hafi verið sammála um að mjög gott væri að búa á Flateyri en í könnun sem gerð var af skólanum hafi enginn merkt við frekar gott eða ekki nógu gott. Sú staðreynd sannast enn fremur á því að átta nemendur ætli að vera áfram í bænum yfir sumarið, ýmist að vinna í sjoppu, sundlaug, við póstburð eða annað. Önnu finnst líklegt að það hafi komið nemendunum sjálfum mest á óvart hvað þeim líkaði sveitasælan vel. „Sum þeirra höfðu varla komið út fyrir Reykjavík og lítið ferðast um landið en svo eru þau komin hingað lengst út í rassgat til að vera yfir veturinn og ekkert að gera.“ En Anna tekur undir að þorpsandinn sé yndislegur á Flateyri og að hana langi ekkert heim eftir árs dvöl. Anna hvetur þá sem til eru í ævintýri og fjölbreytt nám að sækja um inngöngu fyrir næsta ár. „Nemendur mega búast við skemmtilegu námi með úrvals kennurum á dásamlegum stað.“ Hún telur lýðháskóla góðan valkost fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu bóknámi. „Við viljum ekki líkjast bóknámsskóla og erum því ekki í neinum samanburði við þá.“ Anna býður þá sem vilja takast á við nýja hluti í bæði námi og lífi velkomna, en umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira