Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 21:47 Bella Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. Thorne deildi skjáskotum af SMS-samskiptum við hakkarann á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar sést að viðkomandi sendi myndirnar til Thorne og segist jafnframt hafa sambærileg myndbönd af henni í fórum sínum. „Síðasta sólarhringinn hefur mér verið hótað með mínum eigin nektarmyndum,“ skrifaði Thorne í yfirlýsingu sem hún lét fylgja með myndbirtingunni. „Mér líður ógeðslega, mér finnst eins og það sé fylgst með mér, mér finnst eins og einhver hafi tekið frá mér það sem ég hafði aðeins ætlað sérstakri manneskju.“ Þá hafi hakkarinn sent henni nektarmyndir af öðrum Hollywood-stjörnum. Thorne vandar honum ekki kveðjurnar og segir hann ekki geta stjórnað lífi hennar. „Hér eru myndirnar sem hann hefur verið að hóta mér með, með öðrum orðum: hér eru brjóstin á mér,“ skrifar Thorne. Þá hafi málið verið tilkynnt til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Thorne er 21 árs og hóf ung feril sinn í Hollywood. Hún hefur leikið í þáttaröðum á borð við Dirty Sexy Money og Shake it Up en sú síðarnefnda var sýnd á sjónvarpsstöðinni Disney Channel. Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Árið 2014 var persónulegum myndum af iCloud-reikningum fjölmargra Hollywood-stjarna stolið og þær birtar á netinu. Á meðal þeirra sem brotið var á voru leikkonurnar Jennifer Lawrence, Kirsten Dunst og Aubrey Plaza. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. Thorne deildi skjáskotum af SMS-samskiptum við hakkarann á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar sést að viðkomandi sendi myndirnar til Thorne og segist jafnframt hafa sambærileg myndbönd af henni í fórum sínum. „Síðasta sólarhringinn hefur mér verið hótað með mínum eigin nektarmyndum,“ skrifaði Thorne í yfirlýsingu sem hún lét fylgja með myndbirtingunni. „Mér líður ógeðslega, mér finnst eins og það sé fylgst með mér, mér finnst eins og einhver hafi tekið frá mér það sem ég hafði aðeins ætlað sérstakri manneskju.“ Þá hafi hakkarinn sent henni nektarmyndir af öðrum Hollywood-stjörnum. Thorne vandar honum ekki kveðjurnar og segir hann ekki geta stjórnað lífi hennar. „Hér eru myndirnar sem hann hefur verið að hóta mér með, með öðrum orðum: hér eru brjóstin á mér,“ skrifar Thorne. Þá hafi málið verið tilkynnt til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Thorne er 21 árs og hóf ung feril sinn í Hollywood. Hún hefur leikið í þáttaröðum á borð við Dirty Sexy Money og Shake it Up en sú síðarnefnda var sýnd á sjónvarpsstöðinni Disney Channel. Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Árið 2014 var persónulegum myndum af iCloud-reikningum fjölmargra Hollywood-stjarna stolið og þær birtar á netinu. Á meðal þeirra sem brotið var á voru leikkonurnar Jennifer Lawrence, Kirsten Dunst og Aubrey Plaza.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira