Fuglarnir hans Matthíasar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Ég var að hlýða á flamengó, leikinn af fingrum fram, frammi fyrir dásemdum Alhambra hallarinnar sem blasti þarna við af útsýnispallinum þegar maður af rómanættum kemur til mín og segir: „ef ég væri svona góður á gítar myndi ég græða á tá og fingri. Ég myndi bjóða túrhestunum tvö lög fyrir tuttugu evrur í staðinn fyrir að standa í þessu klink-kroppi. Ég þyrfti að læra á gítar.“ Þá spurði ég hvað hann starfaði en þá kom á hann dularfullur svipur og svo hvíslaði hann að mér: „Ég sel maríjúana.“ „Og er ekki sæmilegt upp úr því að hafa,“ spyr ég. „Júhú.“ „Nú, hvað viltu þá vera að læra á gítar?“ „Nei, það er til að næla í skvísurnar.“ „Já, er fátt um fína drætti fyrir dópsala.“ „Nei, það dettur alltaf ein og ein inn.“ Þegar þarna var komið sögu kom upp í koll mér gamalt viðtal við eitt af mínum uppáhaldsskáldum, Matthías Johannessen. Hann var þar spurður af hverju skáld væru að því að yrkja og hann spurði á móti: Af hverju syngja fuglarnir? Þetta fannst mér skáldlegt uns líffræðingur einn sagði mér að fuglarnir syngju til að fá á broddinn, eða hvað þetta nú er sem þeir fá á þegar svo ber undir. Rétt eins og mangarinn hugðist ætla að gera með gítarinn. En djúpur skáldskapur Matthíasar virtist leita eftir einhverju allt öðru og dýpra. Ég fór því að hallast að því að gjörðir okkar eru ekkert annað en söngur sem hefur þann eina tilgang að tæla til okkar heilladísir, hvort sem þær heita Auður, Ást, Losta Svala eða Virðing. Nú og ef þær láta ekki heillast má alltaf leita huggunar hjá þeim Maríu og Önnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Ég var að hlýða á flamengó, leikinn af fingrum fram, frammi fyrir dásemdum Alhambra hallarinnar sem blasti þarna við af útsýnispallinum þegar maður af rómanættum kemur til mín og segir: „ef ég væri svona góður á gítar myndi ég græða á tá og fingri. Ég myndi bjóða túrhestunum tvö lög fyrir tuttugu evrur í staðinn fyrir að standa í þessu klink-kroppi. Ég þyrfti að læra á gítar.“ Þá spurði ég hvað hann starfaði en þá kom á hann dularfullur svipur og svo hvíslaði hann að mér: „Ég sel maríjúana.“ „Og er ekki sæmilegt upp úr því að hafa,“ spyr ég. „Júhú.“ „Nú, hvað viltu þá vera að læra á gítar?“ „Nei, það er til að næla í skvísurnar.“ „Já, er fátt um fína drætti fyrir dópsala.“ „Nei, það dettur alltaf ein og ein inn.“ Þegar þarna var komið sögu kom upp í koll mér gamalt viðtal við eitt af mínum uppáhaldsskáldum, Matthías Johannessen. Hann var þar spurður af hverju skáld væru að því að yrkja og hann spurði á móti: Af hverju syngja fuglarnir? Þetta fannst mér skáldlegt uns líffræðingur einn sagði mér að fuglarnir syngju til að fá á broddinn, eða hvað þetta nú er sem þeir fá á þegar svo ber undir. Rétt eins og mangarinn hugðist ætla að gera með gítarinn. En djúpur skáldskapur Matthíasar virtist leita eftir einhverju allt öðru og dýpra. Ég fór því að hallast að því að gjörðir okkar eru ekkert annað en söngur sem hefur þann eina tilgang að tæla til okkar heilladísir, hvort sem þær heita Auður, Ást, Losta Svala eða Virðing. Nú og ef þær láta ekki heillast má alltaf leita huggunar hjá þeim Maríu og Önnu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun