Frægasta fótspor NBA-sögunnar á afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 22:30 Allen Iverson reynir að komast framhjá Tyronn Lue í lokaúrslitunum 2001. Getty/Manny Millan Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019 NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira