Gróttumenn fyrstir til að vinna Keflavík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:10 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki. Inkasso-deildin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki.
Inkasso-deildin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira