Öðruvísi búð á Hverfisgötu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 22. maí 2019 08:00 Ágústa Hera stendur sjálf vaktina flesta daga í Mynt. Fréttablaðið/Sigrtryggur Ari Lítil en stórskemmtileg búð felur sig í kjallaranum á Hverfisgötu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi búðarinnar er Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður. Búðin heitir Mynt og þar eru seldar nýjar og notaðar vörur ásamt línunni Föðurland, sem er hönnun Ágústu. Endurvinnslustefna og sjálfbærni var henni hugleikin þegar hún hóf að vinna að stofnun búðarinnar. Upphaf Myntar var nokkuð skondið. „Það var nú eiginlega þannig að ég var að taka til í geymslunni minni. Hún var svo stútfull af fötum sem ég hef sankað að mér síðustu 20 ár. Mér fannst algjör synd að fara að fleygja þessum flottu fötum sem flest voru í mjög góðu standi. Ég notaði fötin úr geymslunni til að byrja með í búðina en þegar á leið fékk ég líka föt frá mömmu minni, dóttur, frænku og kærasta. Sum eru notuð og önnur jafnvel glæný,“ segir Ágústa Hera. Hún segir fötin úr ólíkustu áttum og að í búðinni sé að finna föt á unga sem aldna, konur jafnt og karla.Mynt er fyrst og fremst með notuð föt en inni á milli leynast nýjar flíkur.„Ég var búin að vera að svipast um eftir húsnæði í svolítinn tíma og bauðst svo þetta. Hverfisgatan er náttúrulega æðisleg staðsetning. Svo sel ég líka mína eigin hönnun hérna, Föðurlandið.“ Föðurland er lína af bolum, nærbuxum og leggings með íslenska náttúru og landakort áprentuð. Hún hefur reynst einstaklega vinsæl meðal ferðamanna sem og í gjafir til fólks sem býr erlendis.En hvaðan kemur nafnið Mynt? „Hér var myntsafnari í húsnæðinu í mörg ár svo mér fannst það liggja vel við. Það er líka æðislegur garður þarna við og það vill svo til að þar vex ótrúlega góð mynta. Svo vill líka svo skemmtilega til að þegar ég kom hingað fyrst var ég með vini mínum og við erum gjörsamlega forfallnir aðdáendur piparmyntusúkkulaðisins Pipp,“ segir Ágústa Hera hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Lítil en stórskemmtileg búð felur sig í kjallaranum á Hverfisgötu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi búðarinnar er Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður. Búðin heitir Mynt og þar eru seldar nýjar og notaðar vörur ásamt línunni Föðurland, sem er hönnun Ágústu. Endurvinnslustefna og sjálfbærni var henni hugleikin þegar hún hóf að vinna að stofnun búðarinnar. Upphaf Myntar var nokkuð skondið. „Það var nú eiginlega þannig að ég var að taka til í geymslunni minni. Hún var svo stútfull af fötum sem ég hef sankað að mér síðustu 20 ár. Mér fannst algjör synd að fara að fleygja þessum flottu fötum sem flest voru í mjög góðu standi. Ég notaði fötin úr geymslunni til að byrja með í búðina en þegar á leið fékk ég líka föt frá mömmu minni, dóttur, frænku og kærasta. Sum eru notuð og önnur jafnvel glæný,“ segir Ágústa Hera. Hún segir fötin úr ólíkustu áttum og að í búðinni sé að finna föt á unga sem aldna, konur jafnt og karla.Mynt er fyrst og fremst með notuð föt en inni á milli leynast nýjar flíkur.„Ég var búin að vera að svipast um eftir húsnæði í svolítinn tíma og bauðst svo þetta. Hverfisgatan er náttúrulega æðisleg staðsetning. Svo sel ég líka mína eigin hönnun hérna, Föðurlandið.“ Föðurland er lína af bolum, nærbuxum og leggings með íslenska náttúru og landakort áprentuð. Hún hefur reynst einstaklega vinsæl meðal ferðamanna sem og í gjafir til fólks sem býr erlendis.En hvaðan kemur nafnið Mynt? „Hér var myntsafnari í húsnæðinu í mörg ár svo mér fannst það liggja vel við. Það er líka æðislegur garður þarna við og það vill svo til að þar vex ótrúlega góð mynta. Svo vill líka svo skemmtilega til að þegar ég kom hingað fyrst var ég með vini mínum og við erum gjörsamlega forfallnir aðdáendur piparmyntusúkkulaðisins Pipp,“ segir Ágústa Hera hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira