Lífið

Morgunrútínan með Svanhildi Hólm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svanhildur Hólm og Logi Bergmann búa saman í Vesturbænum.
Svanhildur Hólm og Logi Bergmann búa saman í Vesturbænum.
Sindri Sindrason fór í gegnum morgunrútínuna með Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Svanhildur Hólm og Logi Bergmann Eiðsson eru hjón en þegar þau kynntust átti Svanhildur einn dreng og Logi fjórar stelpur. Þau eignuðust síðan saman tvær stelpur og er því fjölskyldan nokkuð stór.

„Ég held ég hafi ekki alveg vitað hvað ég var að fara út í og held ég hafi verið í afneitun því ég var svo rosalega skotin í Loga,“ segir Svanhildur.

„Þetta var ákveðin bilun, að fara úr því að vera með eitt barn í það að vera með fullt af börnum. Svo voru þau þrjú fædd á sitthvoru árinu, 95, 96 og 97 og það var því mikið stuð. En þetta gekk ótrúlega vel, því þetta eru svo fínir krakkar. Svo var líka frábært þegar við fórum að eignast okkar eigin börn saman, þá áttum við mjög góðar barnapíur.“

Dagurinn byrjar alltaf snemma hjá fjölskyldunni í Vesturbænum en hún segir að það leiðinlegasta við pólitíkina sé:

„Þegar fólk bara getur ekki tekið rökum og nennir ekki að hlusta og kynna sér hluti. Það er með fullt af upplýsingum fyrir framan sig sem það notar ekki og er einhvern veginn fast í því að lemja hausnum utan í steininn. Ég get algjörlega fyrirgefið fólki að vera ósammála mér ef það er það á góðum grunni og með einhverjum málefnalegu rökum,“ segir Svanhildur og bætir við að það skemmtilegasta við pólitíkina sé hvað hún er fjölbreytt.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.