Sport

Super Bowl sigurvegari reykti gras út af verkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Long.
Chris Long. vísir/getty
Sífellt fleiri fyrrum leikmenn NFL-deildarinnar stíga fram og segja frá því hversu mikilvægt það var fyrir þá að reykja maríjúana til þess að glíma við verkina sem fylgja íþróttinni.

Chris Long, fyrrum leikmaður Philadelphia Eagles, lagði skóna á hilluna um síðustu helgi og hefur síðan notað tækifærið til þess að tjá sig um ferilinn.

„Margir leikmanna deildarinnar reykja því það hjálpar þeim að glíma við verkina. Ef þeir gera það ekki eru þeir ekki eins vel í stakk búnir að takast á við átökin. Ég reykti mjög reglulega á mínum ferli og skammaðist mín ekkert fyrir það,“ sagði Long en hann vill ekki að leikmenn fái bönn fyrir að reykja maríjúana.

Yfirmaður læknasviðs deildarinnar segir að deildin sé að skoða alvarlega að leyfa kannabisreykingar.

„Leikmenn vita hvenær þeir fara í lyfjapróf og geta því hætt að nota efnið í tíma. Þá þurfa þeir aftur á móti að nota svefntölfur og sterk verkjalyf. Það eru einnig líkur á því að þeir drekki meira áfengi. Við ættum frekar að leyfa kannabis,“ sagði Long.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×