Toronto einum sigri frá úrslitunum eftir þriðja sigurinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 07:30 Kawhi Leonard Kawhi Leonard fer framhjá Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt. AP/Frank Gunn Toronto Raptors liðið hefur algjörlega snúið við einvígi sínum á móti Milwaukee Bucks eftir 105-99 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Milwaukee Bucks komst í 2-0 en síðan hefur Toronto liðið unnið þrjá leiki í röð og vantar nú aðeins einn í viðbót til þess að komast í úrslitaeinvígið á móti Golden State Warriors. Næsti leikur er líka á heimavelli Toronto Raptors á laugardaginn. Toronto fékk Kawhi Leonard til að hjálpa sér yfir þröskuldinn en Raptors liðið hefur oft verið líklegt til afreka í úrslitakeppninni síðustu árin án þess að komast alla leið í lokaúrslitin. Kawhi Leonard sýndi af hverju með stórleik í nótt en hann var með 35 stig, 9 stoðsendingar og hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum. Þá tók hann einnig 7 fráköst og stal 2 boltum.@kawhileonard (35 PTS, 9 AST, 7 REB) scores 15 in the 4th, lifting the @Raptors to a 3-2 series lead with the Game 5 road W! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/NxkxSZ73Dv — NBA (@NBA) May 24, 2019„Ég er ekki hræddur á þessu sviði. Þetta er ástæðan fyrir öllum æfingunum yfir sumartímann. Ég er bara að reyna að vinna. Þetta snýst um að ég sé áræðinn og ófeiminn við allt,“ sagði Kawhi Leonard. Raptors liðið lenti fjórtán stigum undir í leiknum en vann sig inn í leikinn. Kawhi Leonard fór síðan á kostum í lokaleikhlutanum og skoraði þá 15 af stigum sínum en Toronto vann fjórða leikhlutann 33-24.@FredVanVleet (21 PTS, 7 3PM) comes up big off the bench once again as the @Raptors (3-2) take Game 5 in Milwaukee! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/U41phKE8xq — NBA (@NBA) May 24, 2019Kawhi Leonard var besti maður vallarins en hetja Toronto liðsins var hins vegar Fred VanVleet. Fred VanVleet er nýbakaður faðir og hann hélt upp á það með því að skila 21 stigi af bekknum. VanVleet hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum og Toronto vann þær mínútur sem hann spilaði með heilum 28 stigum. Kyle Lowry skoraði 17 stig fyrir Toronto en hann varð í nótt stigahæsti leikmaður Toronto Raptors í úrslitakeppninni frá upphafi. var með 14 stig og 13 fráköst.“Protect home court...”@Klow7 (17p/7r/6a) following the @Raptors win to take a 3-2 ECF series lead! #WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/BnIOIUTJiT — NBA (@NBA) May 24, 2019Giannis Antetokounmpo var með 24 stig fyrir Milwaukee Bucks, Eric Bledsoe skoraði 20 stig og Malcolm Brogdon var með 18 stig og 11 fráköst í endurkomu sinni í byrjunarliðið. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Bucks liðið tapar þremur leikjum í röð. „Við ætlum ekki að gefast upp. Ekki láta svona. Besta liðið í deildarkeppninni. Við ætlum að mæta í næsta leik og gefa allt okkar. Við erum að koma aftur til Milwaukee,“ sagði Giannis Antetokounmpo. Til þess að tryggja sér oddaleik á heimavelli þá þarf Bucks liðið að vinna í Kanada. „Þetta snýst um að vera fyrstir í fjóra sigra. Við förum til Toronto og ég held að liðið mitt verði tilbúið fyrir þann leik,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks.Kawhi Leonard is the 6th player in postseason history with at least 7 35-point games prior to the NBA Finals, joining Elgin Baylor (1961), Bernard King (1984), Michael Jordan (1989, 1990, 1992), Hakeem Olajuwon (1995), and LeBron James (2009, 2017, 2018)! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/b0AXNGOVgw — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019Fred VanVleet is the first player in @Raptors franchise history to make seven or more three-pointers off the bench in a #NBAPlayoffs game. The last NBA player to do so was Channing Frye (7 threes) for Cleveland in 2016. @EliasSportspic.twitter.com/Uphdr4I7WT — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019 NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Toronto Raptors liðið hefur algjörlega snúið við einvígi sínum á móti Milwaukee Bucks eftir 105-99 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Milwaukee Bucks komst í 2-0 en síðan hefur Toronto liðið unnið þrjá leiki í röð og vantar nú aðeins einn í viðbót til þess að komast í úrslitaeinvígið á móti Golden State Warriors. Næsti leikur er líka á heimavelli Toronto Raptors á laugardaginn. Toronto fékk Kawhi Leonard til að hjálpa sér yfir þröskuldinn en Raptors liðið hefur oft verið líklegt til afreka í úrslitakeppninni síðustu árin án þess að komast alla leið í lokaúrslitin. Kawhi Leonard sýndi af hverju með stórleik í nótt en hann var með 35 stig, 9 stoðsendingar og hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum. Þá tók hann einnig 7 fráköst og stal 2 boltum.@kawhileonard (35 PTS, 9 AST, 7 REB) scores 15 in the 4th, lifting the @Raptors to a 3-2 series lead with the Game 5 road W! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/NxkxSZ73Dv — NBA (@NBA) May 24, 2019„Ég er ekki hræddur á þessu sviði. Þetta er ástæðan fyrir öllum æfingunum yfir sumartímann. Ég er bara að reyna að vinna. Þetta snýst um að ég sé áræðinn og ófeiminn við allt,“ sagði Kawhi Leonard. Raptors liðið lenti fjórtán stigum undir í leiknum en vann sig inn í leikinn. Kawhi Leonard fór síðan á kostum í lokaleikhlutanum og skoraði þá 15 af stigum sínum en Toronto vann fjórða leikhlutann 33-24.@FredVanVleet (21 PTS, 7 3PM) comes up big off the bench once again as the @Raptors (3-2) take Game 5 in Milwaukee! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/U41phKE8xq — NBA (@NBA) May 24, 2019Kawhi Leonard var besti maður vallarins en hetja Toronto liðsins var hins vegar Fred VanVleet. Fred VanVleet er nýbakaður faðir og hann hélt upp á það með því að skila 21 stigi af bekknum. VanVleet hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum og Toronto vann þær mínútur sem hann spilaði með heilum 28 stigum. Kyle Lowry skoraði 17 stig fyrir Toronto en hann varð í nótt stigahæsti leikmaður Toronto Raptors í úrslitakeppninni frá upphafi. var með 14 stig og 13 fráköst.“Protect home court...”@Klow7 (17p/7r/6a) following the @Raptors win to take a 3-2 ECF series lead! #WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/BnIOIUTJiT — NBA (@NBA) May 24, 2019Giannis Antetokounmpo var með 24 stig fyrir Milwaukee Bucks, Eric Bledsoe skoraði 20 stig og Malcolm Brogdon var með 18 stig og 11 fráköst í endurkomu sinni í byrjunarliðið. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Bucks liðið tapar þremur leikjum í röð. „Við ætlum ekki að gefast upp. Ekki láta svona. Besta liðið í deildarkeppninni. Við ætlum að mæta í næsta leik og gefa allt okkar. Við erum að koma aftur til Milwaukee,“ sagði Giannis Antetokounmpo. Til þess að tryggja sér oddaleik á heimavelli þá þarf Bucks liðið að vinna í Kanada. „Þetta snýst um að vera fyrstir í fjóra sigra. Við förum til Toronto og ég held að liðið mitt verði tilbúið fyrir þann leik,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks.Kawhi Leonard is the 6th player in postseason history with at least 7 35-point games prior to the NBA Finals, joining Elgin Baylor (1961), Bernard King (1984), Michael Jordan (1989, 1990, 1992), Hakeem Olajuwon (1995), and LeBron James (2009, 2017, 2018)! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/b0AXNGOVgw — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019Fred VanVleet is the first player in @Raptors franchise history to make seven or more three-pointers off the bench in a #NBAPlayoffs game. The last NBA player to do so was Channing Frye (7 threes) for Cleveland in 2016. @EliasSportspic.twitter.com/Uphdr4I7WT — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019
NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira