Umboðsmaður Íslands Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2019 11:30 Árni Björn hefur yfir hundrað einstaklinga á skrá. „Að semja fyrir sjálfan sig hefur verið menningin hér því allir eru svo góðir vinir hér á Íslandi og við getum alveg gert þetta. Ein af ástæðunum fyrir því að ég er að gera þetta er einmitt svo þú sért ekki í einhverju karpi við þá um laun,“ segir Árni Björn Helgason sem starfar sem umboðsmaður fyrir íslenska leikara en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þið eruð kannski að fara vinna næstu fjórar til sex vikurnar saman og samstarfið byrjaði á smá núningi.“ Hann segir að oft sé verið að nálgast leikara með þeim forsendum að framleiðandinn eigi lítinn pening og hvort það sé ekki upplagt að reyna vinna verkefnið saman og hafa svolítið gaman af. „Þetta er ennþá í leiklistarbransanum en þetta er nánast horfið úr tónlistarbransanum. Það þorir enginn lengur að segja: Ert þú til í að koma að spila hérna á Græna hattinum því þetta er svo gott tækifæri fyrir þig. Það er búið í tónlistinni en er enn í leiklistarbransanum,“ segir Árni sem er einn umsvifamesti umboðsmaður Íslands og eigandi umboðsskrifstofunnar Creative Artists Iceland.Hefur myndað góð sambönd „Við erum fjögur sem erum að vinna við þetta hjá fyrirtækinu og erum með leikara, áhrifavalda, uppistandara, veislustjóra og erum að fara svolítið yfir í íþróttamennina núna,“ segir Árni og bætir við að leikarar eins og Ólafur Darri hafi heldur betur opnað dyr fyrir marga aðra leikara hér á landi. Árni segir að það hafi hjálpað honum mikið upp á tengslanetið að hafa unnið fyrir Saga Film. „Ég var framleiðandi fyrir Interstellar og tók þátt í Star Wars og Star Trek og fleiri myndum og þekki þennan heim. Ég er búinn að fara mikið út og kynnast fólki og mynda þessi tengsl. Í síðustu viku var verið að biðja um fimm Íslendinga í söngvakeppnismynd,“ segir Árni sem gat ekki staðfest hvort um væri að ræða Eurovision-mynd Will Ferrell. Hjá Creative Artist Iceland eru fjölmargir leikarar á skrá og má meðal annars nefna: Ágústa Eva, Arnar Dan Kristjánsson, Arna Ýr, Aron Már Ólafsson, Atli Óskar Fjalarsson, Baldvin Z, Baltasar Breki, Bragi Valdimar Skúlason, Darri Ingólfsson, Donna Cruz, Eva Laufey, Egill Ploder, Guðrún Veiga, Gói Karlsson, Gunnar Hansson, Hákon Jóhannesson, Dóri DNA, Halldóra Geirharðsdóttir, Hannes Óli, Haraldur Stefánsson, Heiða Rún Sigurðardóttir, Hugleikur Dagsson, Jóhannes Haukur, Jóhann Alfreð Kristinsson, Jörundur Ragnarsson, Júlína Sara Gunnarsdóttir, Lína Birgitta, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, María Thelma, Saga Garðarsdóttir, Sólrún Diego, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og mun fleiri.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
„Að semja fyrir sjálfan sig hefur verið menningin hér því allir eru svo góðir vinir hér á Íslandi og við getum alveg gert þetta. Ein af ástæðunum fyrir því að ég er að gera þetta er einmitt svo þú sért ekki í einhverju karpi við þá um laun,“ segir Árni Björn Helgason sem starfar sem umboðsmaður fyrir íslenska leikara en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þið eruð kannski að fara vinna næstu fjórar til sex vikurnar saman og samstarfið byrjaði á smá núningi.“ Hann segir að oft sé verið að nálgast leikara með þeim forsendum að framleiðandinn eigi lítinn pening og hvort það sé ekki upplagt að reyna vinna verkefnið saman og hafa svolítið gaman af. „Þetta er ennþá í leiklistarbransanum en þetta er nánast horfið úr tónlistarbransanum. Það þorir enginn lengur að segja: Ert þú til í að koma að spila hérna á Græna hattinum því þetta er svo gott tækifæri fyrir þig. Það er búið í tónlistinni en er enn í leiklistarbransanum,“ segir Árni sem er einn umsvifamesti umboðsmaður Íslands og eigandi umboðsskrifstofunnar Creative Artists Iceland.Hefur myndað góð sambönd „Við erum fjögur sem erum að vinna við þetta hjá fyrirtækinu og erum með leikara, áhrifavalda, uppistandara, veislustjóra og erum að fara svolítið yfir í íþróttamennina núna,“ segir Árni og bætir við að leikarar eins og Ólafur Darri hafi heldur betur opnað dyr fyrir marga aðra leikara hér á landi. Árni segir að það hafi hjálpað honum mikið upp á tengslanetið að hafa unnið fyrir Saga Film. „Ég var framleiðandi fyrir Interstellar og tók þátt í Star Wars og Star Trek og fleiri myndum og þekki þennan heim. Ég er búinn að fara mikið út og kynnast fólki og mynda þessi tengsl. Í síðustu viku var verið að biðja um fimm Íslendinga í söngvakeppnismynd,“ segir Árni sem gat ekki staðfest hvort um væri að ræða Eurovision-mynd Will Ferrell. Hjá Creative Artist Iceland eru fjölmargir leikarar á skrá og má meðal annars nefna: Ágústa Eva, Arnar Dan Kristjánsson, Arna Ýr, Aron Már Ólafsson, Atli Óskar Fjalarsson, Baldvin Z, Baltasar Breki, Bragi Valdimar Skúlason, Darri Ingólfsson, Donna Cruz, Eva Laufey, Egill Ploder, Guðrún Veiga, Gói Karlsson, Gunnar Hansson, Hákon Jóhannesson, Dóri DNA, Halldóra Geirharðsdóttir, Hannes Óli, Haraldur Stefánsson, Heiða Rún Sigurðardóttir, Hugleikur Dagsson, Jóhannes Haukur, Jóhann Alfreð Kristinsson, Jörundur Ragnarsson, Júlína Sara Gunnarsdóttir, Lína Birgitta, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, María Thelma, Saga Garðarsdóttir, Sólrún Diego, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og mun fleiri.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira