Lífið

Íslendingar drógu mest úr klámglápinu yfir Eurovision

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Klámgláp landsmanna minnkaði um fjórðung meðan úrslitakvöld Eurovision stóð yfir.
Klámgláp landsmanna minnkaði um fjórðung meðan úrslitakvöld Eurovision stóð yfir. vísir/anton brink
Engin Evrópuþjóð dró jafn mikið úr klámáhorfi sínu á meðan úrslitakvöld Eurovision stóð yfir en Íslendingar, ef marka má tölur klámsíðunnar Pornhub.

Í úttekt Pornhub, sem netmælingarsíðan Alexa segir vinsælustu klámsíðu í heimi, má merkja greinilegar sveiflur í klámglápi laugardagskvöldið 18. maí á milli klukkan 19 og 22, meðan úrslitakeppnin fór fram.

Úttektin er sundurliðuð eftir þátttökulöndum og má þar sjá að Íslendingar tróna á toppi listans yfir þær þjóðir sem drógu mest úr klámneyslu sinni. Alls dróst notkun Íslendinga á Pornhub um 23,7 prósent á meðan úrslitakvöldinu stóð.

Eistar drógu jafnframt töluvert úr klámglápinu, en samdrátturinn í Eistlandi mældist 16,7 prósent á sama þriggja klukkustunda tímabili. Því næst koma Svíar, sem horfðu 12,2 prósent minna á klám á úrslitakvöldinu.

Þá birtir Pornhub jafnframt ítarlegri greiningu á klámneyslu Hollendinga, sem stóðu uppi sem sigurvegarar Eurovision. Þeir drógu að meðaltali úr klámáhorfi sínu um 3,5 prósent á meðan keppninni stóð en samdráttur þeirra fór mest í 8 prósent meðan úrslitin voru kunngjörð.

Mesta sveiflan í klámglápi Hollendinganna kom þó eftir að keppninni lauk. Þá rauk hún upp og um klukkustund eftir að úrslitin lágu fyrir var klámneyslan um 15 prósent meiri en á hefðbundnum degi.

„Svo virðist vera sem fólk hafi orðið mjög spennt vegna sigursins,“ segir í úttekt Pornhub, sem má nálgast í heild sinni hér.

 

Íslendingar drógu mest úr klámglápinu meðan Eurovision stóð yfir.pornhub

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×