Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2019 14:30 Þrír miklir höfðingjar vinna saman í laginu Sumargleðin. Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin. Menning Bylgjan Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin.
Menning Bylgjan Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira