Rihanna stofnar nýtt tískuhús Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 21:01 Rihanna á afmælishátíð Fenty Beauty. Getty/Caroline McCredie Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018. Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018.
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira