Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 0-1 | Valsmenn mörðu fyrsta sigurinn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 16. maí 2019 22:00 Kristinn Freyr Sigurðsson snéri til baka í lið Vals vísir/daníel þór Fylkismenn tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í kvöld á Würth vellinum í Árbænum í kvöld. Eftir mikinn hamagang í lokin náðu Valsmenn að innbyrða dýrmætan 1-0 sigur. Valsmenn skoruðu snemma leiks í kvöld en þeir fengu hornspyrnu á 4.mínútu. Einar Karl Ingvarsson átti þá góðan bolta inn á miðjan teiginn og eftir mikinn darraðadans þar sem Fylkismenn björguðu meðal annars tvisvar á línu náði miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson að koma boltanum yfir línuna, 1-0 fyrir gestina. Eftir þetta róaðist leikurinn töluvert og Fylkismenn voru ekki að byrja vel þriðja leikinn í röð. Eftir um það bil 20-25 mínútur fóru þeir loksins að pressa almennilega á Valsara og Geoffrey Castillion átti þá fína tilraun á mark Vals en Hannes Þór Halldórsson var vel á verði. Staðan í hálfleik, 1-0 fyrir gestina. Það var ekki mikið um færi til að byrja með í seinni hálfleiknum en á 55.mínútu átti Helgi Sigurðsson tvöfalda skiptingu í von um að kveikja á sínum mönnum. Eftir þetta fóru þeir að þjarma betur að Völsurum án þess að skapa sér hættuleg færi meira bara hálffæri. En á seinustu 10 mínútum leiksins fóru Fylkismenn í gang. Þeir skoruðu meðal annars mark á 85.mínútu en Hákon Ingi Jónsson var flaggaður rangstæður. Líklega réttur dómur. Það var svo alveg í blálokin sem að Ari Leifsson átti frábæran skalla sem stefndi í markið en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson átti þá frábæra markvörslu og bjargaði stigunum 3 fyrir Valsmenn. Lokatölur 1-0 í Árbænum fyrir framan 1290 manns.vísir/daníelAf hverju vann Valur? Valsmenn skoruðu mark snemma og leyfðu sér svo að vera varkárir og þolinmóðir. Þeir voru ekkert að opna sig of mikið eða eyða of miklu púðri í leiknum en sýndu gæði sín nokkrum sinnum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var Orri Sigurður Ómarsson flottur í vörninni en hann skoraði sigurmarkið og liðið hélt hreinu. Hannes varði vel þegar á þurfti og átti að auki frábæra markvörslu í lokin. Hjá heimamönnum var Ólafur Ingi Skúlason þeirra bestur og Valdimar Þór Ingimundarson átti fína innkomu. Hvað gekk illa? Þriðja leikinn í röð byrja Fylkismenn illa og fara í raun ekki í gang fyrr en þeir lenda undir! Það hreinlega má ekki og það er rosalega erfitt að vera elta í hverjum einasta leik. Ragnar Bragi Sveinsson var nánast ósýnilegur í kvöld og átti ekki sinn besta leik. Hvað gerist næst? Íslandsmeistarar Vals fara í annan hörkuleik á mánudaginn þegar þeir fara í heimsókn í Kaplakrika og mæta FH! Fylkismenn fara til Grindavíkur og mæta þar heimamönnum einnig á mánudaginn. vísir/daníelÓli Jó neitaði að ræða Gary Martin í kvöld Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Óli tók það fram fyrir viðtal að hann vildi aðeins spurningar um leikinn í kvöld og vildi engar spurningar út í mál Gary Martin sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. „Ég er ánægður með stigin. Fylkisliðið er gott og það er erfitt að spila á móti þeim og við höfum í gegnum tíðina átt hörkuleiki við þá og ég er ánægður með að þetta datt okkar megin í kvöld.” Valsmenn misstu 2 menn útaf vegna meiðsla í kvöld en Óli gat lítið sagt hversu alvarlegt það væri. „Ég er nú bara að labba útaf vellinum núna þannig ég veit ekki mikið en annar fór á sjúkrahús í hálfleik (Lasse Petry).” Valur á annan erfiðan leik fyrir höndum á mánudaginn þegar þeir koma í Kaplakrika og mæta FH. „Mér líst vel á það verkefni. Mér hefur liðið vel í Hafnarfirði og bý meðal annars. Það er gaman að fara þangað og vonandi náum við góðum úrslitum.” Óli sagði að lokum að þetta væri mjög þýðingarmikill sigur og það væri mjög gott að fá Kristin Frey og Sigurð Egil aftur inn í liðið. „Auðvitað erum við búnir að vera bíða eftir okkar fyrsta sigri og það hefur verið svolítið ströggl á okkur en við vorum duglegir í dag og uppskárum samkvæmt því. Það er frábært að fá Kristin og Sigga inn í liðið, þeir hjálpa okkur mikið,” sagði Óli að lokum. vísir/daníelHelgi Sig: Ef ég gæti útskýrt þetta væri ég búinn að laga þetta Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var hundfúll eftir tap sinna manna gegn Val í kvöld. Tapið var þeirra fyrsta í sumar. „Þetta er bara hundfúlt. Við lágum vel á þeim í seinni hálfleik og strákarnir gáfu allt í þetta, við sýndum mikinn karakter og auðvitað er fúlt að ná ekki inn marki miðað við hvernig þetta þróaðist en enn og aftur erum við ekki að byrja nógu vel og það er ekki gott gegn liði eins og Val.” „Ég er mjög ánægður hvernig menn brugðust við og að við gáfum allt í þetta en því miður náðum við ekki að skora í dag.” Hann var síðan spurður út í byrjun sinna manna en Fylkismenn hafa byrjað seinustu 3 leiki mjög illa og lent undir í þeim öllum. „Nei því miður ef ég gæti útskýrt þetta þá væri ég sennilega búinn að laga þetta en þetta er bara eitthvað sem gerist. Við getum reynt að fókusera á það eða ekki. Við þurfum að halda áfram og sýna áfram þann karakter sem við höfum verið að sýna.” „Valur varðist vel og þetta var hörkuleikur en útaf frá seinni hálfleiknum þá áttum við klárlega að fá eitthvað út úr þessum leik, það er ljóst.” Ólafur Ingi hélt aðeins við lærið á sér eins og hann væri meiddur þegar lítið var eftir, Helgi gerði nú lítið úr því og hafði ekki miklar áhyggjur af fyrirliða sínum. „Neinei, ég held að það sé ekkert svo mikið. Hann er kominn á sín efri ár í boltanum og hann er okkur mikilvægur. Hann var bara orðinn vel stífur og það hefur verið leikið þétt og ef við hefðum átt skiptingu eftir þá hefðum við væntanlega notað hana en hann sýndi karakter og náði næstum að jafna leikinn.” Helgi var sammála því að Valsmenn hafi snemma byrjað að reyna drepa leikinn og tefja. „Jájá, þeir voru alveg gjörsamlega búnir á því og við vorum að herja á þá en við þurfum að sýna aðeins meiri gæði fremst á vellinum til að klára þessa leiki en ég get ekkert kvartað of mikið. Við höfum alltaf komið til baka og núna þurfum við bara að komast yfir í stað þess að lenda undir og þá verður þetta gott,” sagði Helgi að lokum. Pepsi Max-deild karla
Fylkismenn tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í kvöld á Würth vellinum í Árbænum í kvöld. Eftir mikinn hamagang í lokin náðu Valsmenn að innbyrða dýrmætan 1-0 sigur. Valsmenn skoruðu snemma leiks í kvöld en þeir fengu hornspyrnu á 4.mínútu. Einar Karl Ingvarsson átti þá góðan bolta inn á miðjan teiginn og eftir mikinn darraðadans þar sem Fylkismenn björguðu meðal annars tvisvar á línu náði miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson að koma boltanum yfir línuna, 1-0 fyrir gestina. Eftir þetta róaðist leikurinn töluvert og Fylkismenn voru ekki að byrja vel þriðja leikinn í röð. Eftir um það bil 20-25 mínútur fóru þeir loksins að pressa almennilega á Valsara og Geoffrey Castillion átti þá fína tilraun á mark Vals en Hannes Þór Halldórsson var vel á verði. Staðan í hálfleik, 1-0 fyrir gestina. Það var ekki mikið um færi til að byrja með í seinni hálfleiknum en á 55.mínútu átti Helgi Sigurðsson tvöfalda skiptingu í von um að kveikja á sínum mönnum. Eftir þetta fóru þeir að þjarma betur að Völsurum án þess að skapa sér hættuleg færi meira bara hálffæri. En á seinustu 10 mínútum leiksins fóru Fylkismenn í gang. Þeir skoruðu meðal annars mark á 85.mínútu en Hákon Ingi Jónsson var flaggaður rangstæður. Líklega réttur dómur. Það var svo alveg í blálokin sem að Ari Leifsson átti frábæran skalla sem stefndi í markið en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson átti þá frábæra markvörslu og bjargaði stigunum 3 fyrir Valsmenn. Lokatölur 1-0 í Árbænum fyrir framan 1290 manns.vísir/daníelAf hverju vann Valur? Valsmenn skoruðu mark snemma og leyfðu sér svo að vera varkárir og þolinmóðir. Þeir voru ekkert að opna sig of mikið eða eyða of miklu púðri í leiknum en sýndu gæði sín nokkrum sinnum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var Orri Sigurður Ómarsson flottur í vörninni en hann skoraði sigurmarkið og liðið hélt hreinu. Hannes varði vel þegar á þurfti og átti að auki frábæra markvörslu í lokin. Hjá heimamönnum var Ólafur Ingi Skúlason þeirra bestur og Valdimar Þór Ingimundarson átti fína innkomu. Hvað gekk illa? Þriðja leikinn í röð byrja Fylkismenn illa og fara í raun ekki í gang fyrr en þeir lenda undir! Það hreinlega má ekki og það er rosalega erfitt að vera elta í hverjum einasta leik. Ragnar Bragi Sveinsson var nánast ósýnilegur í kvöld og átti ekki sinn besta leik. Hvað gerist næst? Íslandsmeistarar Vals fara í annan hörkuleik á mánudaginn þegar þeir fara í heimsókn í Kaplakrika og mæta FH! Fylkismenn fara til Grindavíkur og mæta þar heimamönnum einnig á mánudaginn. vísir/daníelÓli Jó neitaði að ræða Gary Martin í kvöld Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Óli tók það fram fyrir viðtal að hann vildi aðeins spurningar um leikinn í kvöld og vildi engar spurningar út í mál Gary Martin sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. „Ég er ánægður með stigin. Fylkisliðið er gott og það er erfitt að spila á móti þeim og við höfum í gegnum tíðina átt hörkuleiki við þá og ég er ánægður með að þetta datt okkar megin í kvöld.” Valsmenn misstu 2 menn útaf vegna meiðsla í kvöld en Óli gat lítið sagt hversu alvarlegt það væri. „Ég er nú bara að labba útaf vellinum núna þannig ég veit ekki mikið en annar fór á sjúkrahús í hálfleik (Lasse Petry).” Valur á annan erfiðan leik fyrir höndum á mánudaginn þegar þeir koma í Kaplakrika og mæta FH. „Mér líst vel á það verkefni. Mér hefur liðið vel í Hafnarfirði og bý meðal annars. Það er gaman að fara þangað og vonandi náum við góðum úrslitum.” Óli sagði að lokum að þetta væri mjög þýðingarmikill sigur og það væri mjög gott að fá Kristin Frey og Sigurð Egil aftur inn í liðið. „Auðvitað erum við búnir að vera bíða eftir okkar fyrsta sigri og það hefur verið svolítið ströggl á okkur en við vorum duglegir í dag og uppskárum samkvæmt því. Það er frábært að fá Kristin og Sigga inn í liðið, þeir hjálpa okkur mikið,” sagði Óli að lokum. vísir/daníelHelgi Sig: Ef ég gæti útskýrt þetta væri ég búinn að laga þetta Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var hundfúll eftir tap sinna manna gegn Val í kvöld. Tapið var þeirra fyrsta í sumar. „Þetta er bara hundfúlt. Við lágum vel á þeim í seinni hálfleik og strákarnir gáfu allt í þetta, við sýndum mikinn karakter og auðvitað er fúlt að ná ekki inn marki miðað við hvernig þetta þróaðist en enn og aftur erum við ekki að byrja nógu vel og það er ekki gott gegn liði eins og Val.” „Ég er mjög ánægður hvernig menn brugðust við og að við gáfum allt í þetta en því miður náðum við ekki að skora í dag.” Hann var síðan spurður út í byrjun sinna manna en Fylkismenn hafa byrjað seinustu 3 leiki mjög illa og lent undir í þeim öllum. „Nei því miður ef ég gæti útskýrt þetta þá væri ég sennilega búinn að laga þetta en þetta er bara eitthvað sem gerist. Við getum reynt að fókusera á það eða ekki. Við þurfum að halda áfram og sýna áfram þann karakter sem við höfum verið að sýna.” „Valur varðist vel og þetta var hörkuleikur en útaf frá seinni hálfleiknum þá áttum við klárlega að fá eitthvað út úr þessum leik, það er ljóst.” Ólafur Ingi hélt aðeins við lærið á sér eins og hann væri meiddur þegar lítið var eftir, Helgi gerði nú lítið úr því og hafði ekki miklar áhyggjur af fyrirliða sínum. „Neinei, ég held að það sé ekkert svo mikið. Hann er kominn á sín efri ár í boltanum og hann er okkur mikilvægur. Hann var bara orðinn vel stífur og það hefur verið leikið þétt og ef við hefðum átt skiptingu eftir þá hefðum við væntanlega notað hana en hann sýndi karakter og náði næstum að jafna leikinn.” Helgi var sammála því að Valsmenn hafi snemma byrjað að reyna drepa leikinn og tefja. „Jájá, þeir voru alveg gjörsamlega búnir á því og við vorum að herja á þá en við þurfum að sýna aðeins meiri gæði fremst á vellinum til að klára þessa leiki en ég get ekkert kvartað of mikið. Við höfum alltaf komið til baka og núna þurfum við bara að komast yfir í stað þess að lenda undir og þá verður þetta gott,” sagði Helgi að lokum.