Framtíðarsýn heimsmarkmiðanna grundvöllur nýrrar stefnu í þróunarsamvinnu Heimsljós kynnir 16. maí 2019 16:15 Ljósmynd frá Malaví sem er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í þróunarsamvinnu. gunnisal Yfirmarkmið Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu verður að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar, segir í nýsamþykktri þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem gildir fyrir árin 2019 til 2023. „Það hefur verið mér sérstakt kappsmál að eiga samstarf við atvinnulífið og nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem við búum yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Nýjum samstarfssjóði við atvinnulífið er ætlað að styrkja verkefni í fátækum ríkjum og þær áherslur endurspeglast vel í stefnunni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samkvæmt stefnunni verða íslenskir aðilar í atvinnulífi og stofnanir hvött til samfélagslegrar ábyrgðar og til að styðja við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með tekju- og atvinnuskapandi fjárfestingum og verkefnum sem stuðla að aukinni hagsæld og hjálpa fólki að brjótast úr viðjum fátæktar. Unnið verður að því að nýta íslenska virðisaukandi sérþekkingu í verkefnum og innan fjölþjóðastofnana og einnig að horft sé til þess að fjármögnun þróunarverkefna geti leitt til aukinna fjárfestinga annarra ríkja, stofnana eða aðila atvinnulífs. Í stefnunni segir að Ísland styðji framtíðarsýn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra veröld þar sem meðal annars hungri og sárafátækt hefur verið útrýmt. Enn fremur verður leitast við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkis- og þróunarmálum með tilliti til hnattrænna viðfangsefna sem sett eru fram í heimsmarkmiðunum. Áréttað er í stefnunni að alþjóðleg þróunarsamvinna sé áfram ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu og mikilvægur hlekkur í þjóðaröryggisstefnu Íslands.Mannréttindi í öndvegiMannréttindi eru lögð til grundvallar í þessari nýju þróunarsamvinnustefnu „með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnahagslegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum,“ eins og segir orðrétt í þingskjalinu. Jafnrétti kynjanna og réttindi barna eiga að vera í öndvegi og sérstök áhersla er lögð á berskjaldaða hópa. Einnig á að leggja meiri áherslu á að vernda jörðina og koma í veg fyrir hnignun hennar. „Með hliðsjón af því verður settur slagkraftur í loftslags- og umhverfismál í þróunarsamstarfi Íslands,“ segir í stefnunni. Í kafla um framkvæmd segir að íslensk stjórnvöld beini stuðningi sínum til valinna samstarfslanda og svæðaverkefna, fjölþjóðastofnana og félagasamtaka og verkefna á þeirra vegum. Auka á jafnframt áherslu á samlegðaráhrif þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. „Stuðningurinn byggist á fyrirsjáanlegum en jafnframt sveigjanlegum framlögum svo að bregðast megi skjótt við og beina stuðningi þangað sem þörfin er talin mest og framlögin koma helst að gagni. Eignarhald heimamanna verði enn fremur virt þegar hafist er handa við uppbyggingu í þeim löndum sem fá aðstoð og grundvöllur lagður að áframhaldandi framförum,“ segir í stefnunni og þar kemur fram að við val á samstarfsaðilum verði litið til áherslna Íslands í þróunarsamvinnu og miðað við að sem best samsvörun sé á milli þarfa viðtakenda og þess sem Ísland hefur fram að færa. Um framlög til þróunarsamvinnu segir að veruleg hækkun hafi orðið á tímabilinu 2013 til 2017 og að stefnt sé að Ísland auki framlög sín á næstu árum upp í 0,35% af þjóðartekjum árið 2022.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Yfirmarkmið Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu verður að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar, segir í nýsamþykktri þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem gildir fyrir árin 2019 til 2023. „Það hefur verið mér sérstakt kappsmál að eiga samstarf við atvinnulífið og nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem við búum yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Nýjum samstarfssjóði við atvinnulífið er ætlað að styrkja verkefni í fátækum ríkjum og þær áherslur endurspeglast vel í stefnunni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samkvæmt stefnunni verða íslenskir aðilar í atvinnulífi og stofnanir hvött til samfélagslegrar ábyrgðar og til að styðja við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með tekju- og atvinnuskapandi fjárfestingum og verkefnum sem stuðla að aukinni hagsæld og hjálpa fólki að brjótast úr viðjum fátæktar. Unnið verður að því að nýta íslenska virðisaukandi sérþekkingu í verkefnum og innan fjölþjóðastofnana og einnig að horft sé til þess að fjármögnun þróunarverkefna geti leitt til aukinna fjárfestinga annarra ríkja, stofnana eða aðila atvinnulífs. Í stefnunni segir að Ísland styðji framtíðarsýn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra veröld þar sem meðal annars hungri og sárafátækt hefur verið útrýmt. Enn fremur verður leitast við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkis- og þróunarmálum með tilliti til hnattrænna viðfangsefna sem sett eru fram í heimsmarkmiðunum. Áréttað er í stefnunni að alþjóðleg þróunarsamvinna sé áfram ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu og mikilvægur hlekkur í þjóðaröryggisstefnu Íslands.Mannréttindi í öndvegiMannréttindi eru lögð til grundvallar í þessari nýju þróunarsamvinnustefnu „með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnahagslegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum,“ eins og segir orðrétt í þingskjalinu. Jafnrétti kynjanna og réttindi barna eiga að vera í öndvegi og sérstök áhersla er lögð á berskjaldaða hópa. Einnig á að leggja meiri áherslu á að vernda jörðina og koma í veg fyrir hnignun hennar. „Með hliðsjón af því verður settur slagkraftur í loftslags- og umhverfismál í þróunarsamstarfi Íslands,“ segir í stefnunni. Í kafla um framkvæmd segir að íslensk stjórnvöld beini stuðningi sínum til valinna samstarfslanda og svæðaverkefna, fjölþjóðastofnana og félagasamtaka og verkefna á þeirra vegum. Auka á jafnframt áherslu á samlegðaráhrif þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. „Stuðningurinn byggist á fyrirsjáanlegum en jafnframt sveigjanlegum framlögum svo að bregðast megi skjótt við og beina stuðningi þangað sem þörfin er talin mest og framlögin koma helst að gagni. Eignarhald heimamanna verði enn fremur virt þegar hafist er handa við uppbyggingu í þeim löndum sem fá aðstoð og grundvöllur lagður að áframhaldandi framförum,“ segir í stefnunni og þar kemur fram að við val á samstarfsaðilum verði litið til áherslna Íslands í þróunarsamvinnu og miðað við að sem best samsvörun sé á milli þarfa viðtakenda og þess sem Ísland hefur fram að færa. Um framlög til þróunarsamvinnu segir að veruleg hækkun hafi orðið á tímabilinu 2013 til 2017 og að stefnt sé að Ísland auki framlög sín á næstu árum upp í 0,35% af þjóðartekjum árið 2022.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent