Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 17:12 Íslenski hópurinn bíður eftir stigagjöfinni í Eurovision-höllinni í gærkvöldi. Þarna höfðu fánar Palestínu ekki litið dagsins ljós. Getty/Guy Prives Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. Undirskriftasöfnuninni var hleypt af stokkunum í gær og safnast undirskriftirnar afar hratt. Gera má ráð fyrir að markmiðið, 10 þúsund undirskriftir, náist áður en dagurinn er úti - og gott betur - en þegar þetta er ritað eru þær orðnar 8489. Á síðu söfnunarinnar eru liðsmenn Hatara harðlega gagnrýndir fyrir gjörning sinn í gærkvöldi. „Eftir dásamlegt kvöld sem snerist um að grafa stríðsöxina og sameinast í tónlist, sýndu fulltrúar Ísland af sér gríðarlegt virðingarleysi í garð andrúmsloftsins og gestgjafanna með því að halda uppi fána Palestínu í beinni útsendingu. Eftir svo hryllilega yfirlýsingu fyrirlitningar gagnvart Ísrael krefjumst við undirrituð þess að Íslandi verði meinað að keppa í Eurovision á næsta ári.“ Gjörningur Hatara hefur vakið mikla athygli, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þá er stuðningsyfirlýsing sveitarinnar við Palestínu jafnframt umdeild en henni hefur ýmist verið fagnað eða hún fordæmd, og þá úr herbúðum beggja deiluaðila. Talið er ljóst að einhver viðurlög verði við gjörningnum. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gera þó ekki ráð fyrir að Íslandi verði vikið úr keppni. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. Undirskriftasöfnuninni var hleypt af stokkunum í gær og safnast undirskriftirnar afar hratt. Gera má ráð fyrir að markmiðið, 10 þúsund undirskriftir, náist áður en dagurinn er úti - og gott betur - en þegar þetta er ritað eru þær orðnar 8489. Á síðu söfnunarinnar eru liðsmenn Hatara harðlega gagnrýndir fyrir gjörning sinn í gærkvöldi. „Eftir dásamlegt kvöld sem snerist um að grafa stríðsöxina og sameinast í tónlist, sýndu fulltrúar Ísland af sér gríðarlegt virðingarleysi í garð andrúmsloftsins og gestgjafanna með því að halda uppi fána Palestínu í beinni útsendingu. Eftir svo hryllilega yfirlýsingu fyrirlitningar gagnvart Ísrael krefjumst við undirrituð þess að Íslandi verði meinað að keppa í Eurovision á næsta ári.“ Gjörningur Hatara hefur vakið mikla athygli, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þá er stuðningsyfirlýsing sveitarinnar við Palestínu jafnframt umdeild en henni hefur ýmist verið fagnað eða hún fordæmd, og þá úr herbúðum beggja deiluaðila. Talið er ljóst að einhver viðurlög verði við gjörningnum. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gera þó ekki ráð fyrir að Íslandi verði vikið úr keppni.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42