Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 19:00 Dansarar Madonnu voru með fána aftan á búningum sínum, annar bar ísraelskan fána og hinn palestínskan. Vísir/GEtty Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. Umræddur dansari bar fána Palestínu í atriðinu sem sýnt var í beinni útsendingu í gær. Óljóst er hvernig tekið verður á móti Hatara, fulltrúum Íslands í Eurovision, á flugvellinum en þeir voru með sambærilegan gjörning í útsendingunni í gær.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Mona Berntsen, dansarinn sem hér á í hlut, greinir frá málinu á Instagram-reikningi sínum. Hún þakkar Madonnu fyrir að hafa gert sér kleift að lýsa yfir stuðningu við Palestínu í gærkvöldi og segir „kúgunina á Vesturbakkanum“ raunverulega. „Klukkutímarnir eftir sýninguna í gær hafa verið spennuþrungnir en ég hefði ekki getað gert mér í hugarlund að fylgst skyldi með mér líkt og raunin varð,“ skrifar Berntsen í færslunni, þar sem hún birtir myndir af sér með fánann í atriðinu. Hún lýsir því svo að vegabréf hennar hafi verið grandskoðað af mörgum starfsmönnum við innritun í flugið heim og þá hafi yfirmaður öryggismála á flugvellinum yfirheyrt hana í rúman einn og hálfan klukkutíma. Hún hafi verið látin fara með ævisögu sína, gefa upp ástæður fyrir ferðalögum sínum til Miðausturlanda og lýsa öllu sem hún tók sér fyrir hendur þegar hún heimsótti Jerúsalem fyrir þremur árum. „Á leið minni ÚT úr landinu! Allt, að því er virðist, fyrir að bera fána sem hluta af sýningu, að lýsa yfir afstöðu í deilu, að stuðla að friði, einingu og frelsi.“ Færslu Berntsen má sjá hér að neðan.Gjörningur Madonnu vakti heldur meiri athygli ísraelskra fjölmiðla en sambærilegur gjörningur Hatara, sem einnig sýndu fána Palestínu í beinni útsendingu Eurovision í gærkvöldi. Madonna hafði þann háttinn á að láta tvo dansara bera fána, Berntsen bar fána Palestínu og ónefndur karldansari bar fána Ísraels, sem tákna átti frið milli landanna tveggja. Framkvæmdastjórn Eurovision sagði fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim. Brot úr atriði Madonnu, þar sem fánarnir sjást greinilega, má sjá í spilaranum hér að neðan. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. Umræddur dansari bar fána Palestínu í atriðinu sem sýnt var í beinni útsendingu í gær. Óljóst er hvernig tekið verður á móti Hatara, fulltrúum Íslands í Eurovision, á flugvellinum en þeir voru með sambærilegan gjörning í útsendingunni í gær.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Mona Berntsen, dansarinn sem hér á í hlut, greinir frá málinu á Instagram-reikningi sínum. Hún þakkar Madonnu fyrir að hafa gert sér kleift að lýsa yfir stuðningu við Palestínu í gærkvöldi og segir „kúgunina á Vesturbakkanum“ raunverulega. „Klukkutímarnir eftir sýninguna í gær hafa verið spennuþrungnir en ég hefði ekki getað gert mér í hugarlund að fylgst skyldi með mér líkt og raunin varð,“ skrifar Berntsen í færslunni, þar sem hún birtir myndir af sér með fánann í atriðinu. Hún lýsir því svo að vegabréf hennar hafi verið grandskoðað af mörgum starfsmönnum við innritun í flugið heim og þá hafi yfirmaður öryggismála á flugvellinum yfirheyrt hana í rúman einn og hálfan klukkutíma. Hún hafi verið látin fara með ævisögu sína, gefa upp ástæður fyrir ferðalögum sínum til Miðausturlanda og lýsa öllu sem hún tók sér fyrir hendur þegar hún heimsótti Jerúsalem fyrir þremur árum. „Á leið minni ÚT úr landinu! Allt, að því er virðist, fyrir að bera fána sem hluta af sýningu, að lýsa yfir afstöðu í deilu, að stuðla að friði, einingu og frelsi.“ Færslu Berntsen má sjá hér að neðan.Gjörningur Madonnu vakti heldur meiri athygli ísraelskra fjölmiðla en sambærilegur gjörningur Hatara, sem einnig sýndu fána Palestínu í beinni útsendingu Eurovision í gærkvöldi. Madonna hafði þann háttinn á að láta tvo dansara bera fána, Berntsen bar fána Palestínu og ónefndur karldansari bar fána Ísraels, sem tákna átti frið milli landanna tveggja. Framkvæmdastjórn Eurovision sagði fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim. Brot úr atriði Madonnu, þar sem fánarnir sjást greinilega, má sjá í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45
Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16
Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15