Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 19:07 Meðal annars verður hægt að veðja á afdrif Daenerys. Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál. Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál.
Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira