Lífið

Sögð leita logandi ljósi að góðum almannatengli í skugga háskólaskandals

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli.
Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli. AP/Steven Senne
Tveir þekktir almannatenglar í Bandaríkjunum, sem kjósa að koma ekki fram undir nafni, segja að bandaríska leikkonan Lori Loughlin, sem er þekktust fyrir frammistöðu sína í þáttunum Fuller House, og eiginmaður hennar og tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli leiti nú logandi ljósi að hinum eina rétta almannatengli sem gæti bætt laskaða ímynd þeirra og náð tökum á samfélagslegri umræðu eftir að í ljós kom að hjónin hefðu borgað rúmar 58 milljónir íslenskra króna til að koma dætrum sínum inn í virtan háskóla í Kaliforníu og logið því að þær væru afreksíþróttakonur í róðri. Hjónin sæta ákæru vegna málsins.

Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskólum á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt mútum og svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu.

Sjá nánar: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti

Almannatenglarnir sem eru þekktir fyrir störf á sviði krísustjórnunar segja í samtali við CNN að hjónin hefðu leitað til þeirra. Loughlin taki illt umtal mjög nærri sér og lesi nánast allt sem skrifað sé um sig í blöðunum.

„Ég trúi því í alvörunni að hún [Lori Loughlin] haldi að hún sé ekki að fara í fangelsi og að hún geti snúið aftur í vinnu“.

Þeir segjast hafa hafnað boði hjónanna og ráðlagt þeim heldur að einbeita sér að dómsmálinu. Þegar því væri lokið væri fyrst hægt að skoða krísustjórnun.


Tengdar fréttir

Felicity Huffman og fleiri játa sekt

Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.