Lífið

Þórhallur og Berglind slá þvílíkt í gegn á Ítalíu

Andri Eysteinsson skrifar
Vala heimsótti hjónin í borginni Mílanó á Ítalíu.
Vala heimsótti hjónin í borginni Mílanó á Ítalíu. Vísir/Ísland í Dag
Það er alltaf gaman þegar Íslendingar vekja verðskuldaða athygli í útlöndum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag til Milano á Ítalíu og heimsótti þar ungu hjónin Berglindi Óskarsdóttur fatahönnuð og Þórhall Sævarsson kvikmyndaleikstjóra. Berglind og Þórhallur hafa verið þvílíkt að slá í gegn á Ítalíu, hvort á sínu sviði.

Berglind starfar sem hönnuður en hún einbeitir sér að hönnun á fylgihlutum, svokölluðu Accessory Design, hefur hún meðal annars verið til umfjöllunar og fengið frábæra dóma í ítalska Vogue.

Leikstjórinn Þórhallur hefur verið að leikstýra auglýsingum fyrir nokkur af þekktustu fyrirtækjum í heimi eins og Nike, Adidas, Coca Cola, þekktustu bílafyrirtækin og símafyrirtækin.

Vala tók hús á þeim hjónum og við sjáum ævintýralega fallegt heimili þeirra og skoðum þeirra verkefni og svo leiddu þau Völu um nokkra áhugaverða staði í borginni. Þar sem Þórhallur er mikill listamaður og ástríðukokkur sýndi hann okkur hvernig hægt er að gera dásamlega gott pasta á einfaldan hátt.

Fyrri hlutann af þessari ævintýraferð til Ítalíu má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.