Lífið

Starfsmenn Ríkisútvarpsins á dansskónum í Austurbæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margt var um manninn á greinilega fjörugri árshátíð.
Margt var um manninn á greinilega fjörugri árshátíð. @gudrun_soley/instagram
Árshátíð Ríkisútvarpsins var haldin með pompi og prakt í Austurbæjarbíói í gærkvöldi. Miklu var til tjaldað og þótti árshátíðin hin glæsilegasta.

Mið-Íslendingurinn Jóhann Alfreð Kristinsson fór með veislustjórn kvöldsins. Þá skemmti uppistandarinn ungi Jakob Birgisson árshátíðargestum með góðu gríni. Hljómsveitin Bandmenn lék loks fyrir dansi eftir að gestir höfðu lokið við kvöldverðinn.

Maturinn sem boðið var upp á var í takt við skemmtidagskrána, og þannig langt frá því að vera af verri endanum. Í forrétt var „rjúkandi súpuskot sem rífur í“ ásamt steinbökuðu brauði. Í aðalrétt bauðst svo val á milli hægeldaðrar nautalundar með rauðvínssósu eða grillaðs eggaldins með brenndri pestófyllingu. Báðum réttum fylgdi eitthvert meðlæti sem ekki verður tíundað hér.

Í eftirrétt var svo boðið upp á hið sígilda kombó, kaffi og konfekt.

Hér að neðan má sjá nokkrar Instagram-myndir árshátíðargesta, merktar með opinberu myllumerki árshátíðarinnar, #ruv19.



 
 
 
View this post on Instagram
Love her #imwithher #sisters #ruv19

A post shared by Alma Ómarsdóttir (@almaomars) on May 4, 2019 at 2:53pm PDT

Fréttasysturnar Alma og Lára Ómarsdætur.



 
 
 
View this post on Instagram
Ég og mitt krú, árshátíð RÚV #ruv19

A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) on May 4, 2019 at 2:56pm PDT

Atli Már Steinarsson, umsjónarmaður Rabbabarans, Bergsteinn Sigurðsson, umsjónarmaður Menningarinnar, Vera Illugadóttir, morgunútvarpskona og hlaðvarpsstjarna, og Guðrún Sóley Gestsdóttir, umsjónarkona Menningarinnar.

 

 
 
 
View this post on Instagram
Kids are alright #ruv19

A post shared by Anna Gyða (@annagyda) on May 4, 2019 at 5:45pm PDT

Eiríkur Guðmundsson og Anna Gyða Sigurgísladóttir, umsjónarmenn Lestarinnar á Rás 1



 
 
 
View this post on Instagram
Í ljósi sögunnar #ruv19

A post shared by thorgerdurs (@thorgerdures) on May 4, 2019 at 2:55pm PDT

Vera Illugadóttir, umkringd ljósi sögunnar?



Fleiri myndir af árshátíðinni má sjá hér að neðan.
 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.