Sport

Ólympíumeistari um meintan dauða sinn: „Fake news“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elaine Thompson fagnar sigri í 100 metra hlaupi á ÓL í Rio de Janeiro 2016.
Elaine Thompson fagnar sigri í 100 metra hlaupi á ÓL í Rio de Janeiro 2016. Getty/Cameron Spencer
Það eru ekki allir sem lenda í þeirri furðulegri lífsreynslu að lesa eða horfa á frétt um dauða sinn. Ólympíumeistari lenti í því um helgina.

Jamaíski spretthlauparinn Elaine Thompson gaf í gær út tilkynningu á Instagram þar sem hún fullvissaði aðdáendur sína og aðra um það að hún væri enn í fullu fjöri.

TV3 sjónvarpsstöðin í Kanada sagði nefnilega frá því um helgina að þessi 26 ára afrekskona hafi druknað í Ontario vatni.

Elaine Thompson birti textamynd á Instagram þar sem stóð stórum stöfum „Fake news“ og undir sagðist hún vera enn í fullu fjöri.

„Fréttin um mig er „Fake news“. Ekki deila, endurtísta eða bera þessa frétt áfram. Ég er á lífi og líður vel. Ég hef líka aldrei komið til Kanada. Eigið yndilegan sunnudag,“ skrifaði Elaine Thompson á Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan.







Elaine Thompson er ríkjandi Ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi kvenna en hún vann báðar greinarnar á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð þar með fyrsta konan frá Jamaíka sem nær að vinna báðar þessar greinar á sömu leikum.

Thompson hefur ekki alveg náð að fylgja eftir þessum árangri undanfarin ár og varð meðal annars fimmta í 100 metra hlaupi á HM í London 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×