Nýja Spiderman-stiklan er löðrandi í spillum Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2019 10:31 Spiderman fer í Evrópureisu í nýjustu myndinni. Í gær var mánudagur, en þó ekki venjulegur mánudagur, því þessi dagur boðaði ekki gott fyrir þá sem eiga eftir að sjá nýjustu Marvel-myndina Avengers: Endgame. Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, höfðu lagt á blátt bann við opinberum umræðum um myndina, það er að segja svokallað bann við „spoiler-um“, en greindu frá því í síðustu viku að það bann myndi taka enda á mánudag, sem var í gær. Það þýðir að allir hafa leyfi til að tala frjálslega um innihald myndarinnar og endalok hennar. Þessi bann Russo-bræðranna endaði einnig á fullkomnum tíma, nánast of fullkomnum, því í gær var frumsýnd önnur stiklan úr næstu Spiderman-mynd: Far from Home. Af hverju ætli það sé? Jú, því í stiklunni koma fram lykilupplýsingar um endalok Endgame, því ættu þeir sem ekki hafa séð þá mynd ekki að horfa á nýju Spiderman-stikluna.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið hér og ekki lesa lengra. Fyrir þá sem ætla að lesa lengra er vert að vita að þessi nýja stikla gefur einnig til kynna í hvaða átt Marvel ætlar með þennan söguheim sinn.Í stiklunni er strax komið inn á dauðdaga Tony Stark og hvernig Peter Parker þarf að halda lífi sínu áfram án læriföður síns. Aðstoðarmaður Stark, Happy Hogan, er enn umsjónarmaður Parkers en ofurnjósnarinn Nick Fury blandar sér fljótlega í líf Kóngulóarmannsins og hefur upp á honum í Evrópureisu. Þar færir Fury piltinum þær fréttir að eftir að hanskanum með öllum óendanleikasteinunum var smellt opnaðist gátt yfir í hliðarveruleika (multiverse) þar sem allt er í rugli. Þarf Parker að hefja samstarf við Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaal, sem er einhverskonar ofursjónhverfingamaður. En þessi nýi veruleiki í Marvel heiminum, að til sé hliðstæður veruleiki, opnar á ansi marga möguleika þegar kemur að því að kynna nýjar persónur til leiks. Kvikmyndaréttur Spiderman er eign kvikmyndavers Sony sem hefur þó gefið Marvel leyfi til að gera myndir um þennan knáa pilt. Þetta er þekkt stef úr myndasögunum, svokallaðir hliðarveruleikar, sem þessar myndir eru byggðar á og þarf ekki leita lengra aftur en til ársins 2018 til að finna myndina Spider-man: Into the Spider-Verse þar sem sögusviði voru hliðstæðir veruleikar sem allir áttu sinn Kóngulóarmann.Það gæti mögulega opnað á að elsta ofurhetjuteymi Marvel-sagnaheimsins, Fantastic Four, bætist í Avengers eða jafnvel allur X-Men bálkurinn. Disney hefur nefnilega eignast Fox-kvikmyndaverið sem átti réttinn á Fantastic Four og X-Men. Eddie Brock, eða Venom sem Tom Hardy lék í fyrra, gæti jafnvel gengið til liðs við Black Panther. Allavega, Spider-Man: Far from Home, kemur út 2. júlí næstkomandi og Marvel-liðar hvergi nærri hættir að dæla út myndum. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í gær var mánudagur, en þó ekki venjulegur mánudagur, því þessi dagur boðaði ekki gott fyrir þá sem eiga eftir að sjá nýjustu Marvel-myndina Avengers: Endgame. Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, höfðu lagt á blátt bann við opinberum umræðum um myndina, það er að segja svokallað bann við „spoiler-um“, en greindu frá því í síðustu viku að það bann myndi taka enda á mánudag, sem var í gær. Það þýðir að allir hafa leyfi til að tala frjálslega um innihald myndarinnar og endalok hennar. Þessi bann Russo-bræðranna endaði einnig á fullkomnum tíma, nánast of fullkomnum, því í gær var frumsýnd önnur stiklan úr næstu Spiderman-mynd: Far from Home. Af hverju ætli það sé? Jú, því í stiklunni koma fram lykilupplýsingar um endalok Endgame, því ættu þeir sem ekki hafa séð þá mynd ekki að horfa á nýju Spiderman-stikluna.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið hér og ekki lesa lengra. Fyrir þá sem ætla að lesa lengra er vert að vita að þessi nýja stikla gefur einnig til kynna í hvaða átt Marvel ætlar með þennan söguheim sinn.Í stiklunni er strax komið inn á dauðdaga Tony Stark og hvernig Peter Parker þarf að halda lífi sínu áfram án læriföður síns. Aðstoðarmaður Stark, Happy Hogan, er enn umsjónarmaður Parkers en ofurnjósnarinn Nick Fury blandar sér fljótlega í líf Kóngulóarmannsins og hefur upp á honum í Evrópureisu. Þar færir Fury piltinum þær fréttir að eftir að hanskanum með öllum óendanleikasteinunum var smellt opnaðist gátt yfir í hliðarveruleika (multiverse) þar sem allt er í rugli. Þarf Parker að hefja samstarf við Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaal, sem er einhverskonar ofursjónhverfingamaður. En þessi nýi veruleiki í Marvel heiminum, að til sé hliðstæður veruleiki, opnar á ansi marga möguleika þegar kemur að því að kynna nýjar persónur til leiks. Kvikmyndaréttur Spiderman er eign kvikmyndavers Sony sem hefur þó gefið Marvel leyfi til að gera myndir um þennan knáa pilt. Þetta er þekkt stef úr myndasögunum, svokallaðir hliðarveruleikar, sem þessar myndir eru byggðar á og þarf ekki leita lengra aftur en til ársins 2018 til að finna myndina Spider-man: Into the Spider-Verse þar sem sögusviði voru hliðstæðir veruleikar sem allir áttu sinn Kóngulóarmann.Það gæti mögulega opnað á að elsta ofurhetjuteymi Marvel-sagnaheimsins, Fantastic Four, bætist í Avengers eða jafnvel allur X-Men bálkurinn. Disney hefur nefnilega eignast Fox-kvikmyndaverið sem átti réttinn á Fantastic Four og X-Men. Eddie Brock, eða Venom sem Tom Hardy lék í fyrra, gæti jafnvel gengið til liðs við Black Panther. Allavega, Spider-Man: Far from Home, kemur út 2. júlí næstkomandi og Marvel-liðar hvergi nærri hættir að dæla út myndum.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira