Markmiðið var alltaf að komast af örorkubótum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2019 10:30 Hlynur fæddist með tíu prósent sjón. Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira