„Hef örugglega ekki þénað krónu síðastliðin tuttugu ár“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2019 16:12 Björk fer yfir ferilinn og aðdraganda risatónleikanna í The Shed í New York. Vísir/Getty Nú stendur yfir tónleikaröð Bjarkar Guðmundsdóttur í listamiðstöðinni The Shed í New York. Tónleikaröðin hófst í vikunni en Björk mun leika á átta tónleikum komandi mánuð sem markar opnun The Shed. Af því tilefni tók bandaríska fréttablaðið The New York Times risaviðtal við Björk þar sem hún fer yfir aðdraganda þessarar tónleikaraðar, sem nefnist Cornucopia, og ferilinn. Björk hefur sjálf áður lýst þessum tónleikum sem þeim flóknustu sem hún hefur sett á svið en á þeim kemur meðal annars fram Hamrahlíðarkórinn, notast er við sérsmíðaðan endurómunarklefa, dáleiðandi myndbandsverk og fjöldi sérsmíðaðra hljóðfæra. Sjálf kallar Björk þetta stafrænt leikhús eða popptónleika með vísindaskáldskap. Þessir tónleikar eru í raun innlit í hennar hugarheim sem sýnir annars konar framtíð þar sem áherslan er á feminísk gildi, en tónlistin er byggð á síðustu plötu hennar, Utopia.Byggt á bjartsýnisplötu Bjarkar Listrænn stjórnandi The Shed heitir Alex Poots sem hafði vonast eftir því að Björk yrði einn af fyrstu listamönnunum þar. Hann sagði að það hefði valdið sér vonbrigðum hefði Björk ekki fallist á boð þeirra. Hann nálgaðist hana fyrst árið 2011 þegar hún gaf út plötuna Biophilia sem varð að nokkurskonar menntunarverkefni fyrir börn og varð upphafið að viðsnúningi á ferli Bjarkar því hún hefur ekki lagt í hefðbundna tónleikaför síðan. Utopia var platan þar sem Björk fann vonina á ný og varð opin fyrir ástinni. The New York Times bendir á að Björk hafi áður grínast með að Utopia hafi verið „Tinder-platan“ hennar og vísaði þar með í frægt stefnumótaforrit.Á sviðinu í Cornucopia má sjá Hamrahlíðarkórinn, dáleiðandi myndbönd, sjö flautuleikarar og fleira.Santiago FelipeMissti trú á hefðbundnum tónleikaferðum Eftir Biophilia segist Björk hafa hætt þessum hefðbundnu popptónleikaferðalögum sem reyna mikið á tónlistarmenn. „Ég hafði ekki trú á þessu lengur. Að auki var ég með fjölskyldu,“ segir Björk í viðtalinu. Sá lífstíll hentaði Björk einkar vel en hafði þó áhrif á ferilinn. „Ég er heppin því ég er af þeirri kynslóð sem gat keypt mér hús, því ég seldi geisladiska á tíunda áratugnum. Ég á tvö hús og kofa í fjöllunum. Ég hef það fínt. En ég hef örugglega ekki þénað krónu síðastliðin tuttugu ár því allur ágóðinn fer í verkin mín, og mér líkar það.“Leit einu sinni á sig sem stórstjörnu Sú staðreynd að síðustu tvær plötu hennar hafi ekki farið hátt angrar hana ekki. Aðeins einu sinni á ferli sínu hefur henni liðið eins og hún væri ein af helstu stjórnum heimsins. Það var þegar hún bjó í Lundúnum á tíunda áratug síðustu aldar. „Mér var boðið í öll helstu partíin. Og ég gerði það bara, og skemmti mér og fannst það frábært. Svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, ókei, ég er búin. Tónlistin er hræðileg og samræðurnar skelfilegar.“ Hún áttaði sig á því að hún væri ekki sá tónlistarmaður sem gæti verið í sviðsljósinu en skapandi um leið. Hún flutti til Spánar þar sem hún samdi lögin fyrir plötuna Homogenic. „Ég þyrftu að fela mig úti í horni þar sem enginn sá til mín,“ segir Björk. Hún segir tónleika hennar í The Shed snúast um konur sem styðja hvor aðra. Sænski loftslagsaðgerðasinninni Greta Thunberg birtist í myndbandi undir lok tónleikanna sem er vísun Bjarkar í bjartari framtíð. Hún segist afar stolt af ungu kynslóðinni, þar á meðal dóttur hennar, sem hefur tekið þátt í skólaverkföllum í þágu náttúrunnar. Björk segir Cornucopia líklega dýrustu tónleika ferils síns en íslensk stjórnvöld hafa styrkt Hamrahlíðakórinn um fimm milljónir króna til að taka þátt í þeim. Bandaríkin Björk Loftslagsmál Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nú stendur yfir tónleikaröð Bjarkar Guðmundsdóttur í listamiðstöðinni The Shed í New York. Tónleikaröðin hófst í vikunni en Björk mun leika á átta tónleikum komandi mánuð sem markar opnun The Shed. Af því tilefni tók bandaríska fréttablaðið The New York Times risaviðtal við Björk þar sem hún fer yfir aðdraganda þessarar tónleikaraðar, sem nefnist Cornucopia, og ferilinn. Björk hefur sjálf áður lýst þessum tónleikum sem þeim flóknustu sem hún hefur sett á svið en á þeim kemur meðal annars fram Hamrahlíðarkórinn, notast er við sérsmíðaðan endurómunarklefa, dáleiðandi myndbandsverk og fjöldi sérsmíðaðra hljóðfæra. Sjálf kallar Björk þetta stafrænt leikhús eða popptónleika með vísindaskáldskap. Þessir tónleikar eru í raun innlit í hennar hugarheim sem sýnir annars konar framtíð þar sem áherslan er á feminísk gildi, en tónlistin er byggð á síðustu plötu hennar, Utopia.Byggt á bjartsýnisplötu Bjarkar Listrænn stjórnandi The Shed heitir Alex Poots sem hafði vonast eftir því að Björk yrði einn af fyrstu listamönnunum þar. Hann sagði að það hefði valdið sér vonbrigðum hefði Björk ekki fallist á boð þeirra. Hann nálgaðist hana fyrst árið 2011 þegar hún gaf út plötuna Biophilia sem varð að nokkurskonar menntunarverkefni fyrir börn og varð upphafið að viðsnúningi á ferli Bjarkar því hún hefur ekki lagt í hefðbundna tónleikaför síðan. Utopia var platan þar sem Björk fann vonina á ný og varð opin fyrir ástinni. The New York Times bendir á að Björk hafi áður grínast með að Utopia hafi verið „Tinder-platan“ hennar og vísaði þar með í frægt stefnumótaforrit.Á sviðinu í Cornucopia má sjá Hamrahlíðarkórinn, dáleiðandi myndbönd, sjö flautuleikarar og fleira.Santiago FelipeMissti trú á hefðbundnum tónleikaferðum Eftir Biophilia segist Björk hafa hætt þessum hefðbundnu popptónleikaferðalögum sem reyna mikið á tónlistarmenn. „Ég hafði ekki trú á þessu lengur. Að auki var ég með fjölskyldu,“ segir Björk í viðtalinu. Sá lífstíll hentaði Björk einkar vel en hafði þó áhrif á ferilinn. „Ég er heppin því ég er af þeirri kynslóð sem gat keypt mér hús, því ég seldi geisladiska á tíunda áratugnum. Ég á tvö hús og kofa í fjöllunum. Ég hef það fínt. En ég hef örugglega ekki þénað krónu síðastliðin tuttugu ár því allur ágóðinn fer í verkin mín, og mér líkar það.“Leit einu sinni á sig sem stórstjörnu Sú staðreynd að síðustu tvær plötu hennar hafi ekki farið hátt angrar hana ekki. Aðeins einu sinni á ferli sínu hefur henni liðið eins og hún væri ein af helstu stjórnum heimsins. Það var þegar hún bjó í Lundúnum á tíunda áratug síðustu aldar. „Mér var boðið í öll helstu partíin. Og ég gerði það bara, og skemmti mér og fannst það frábært. Svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, ókei, ég er búin. Tónlistin er hræðileg og samræðurnar skelfilegar.“ Hún áttaði sig á því að hún væri ekki sá tónlistarmaður sem gæti verið í sviðsljósinu en skapandi um leið. Hún flutti til Spánar þar sem hún samdi lögin fyrir plötuna Homogenic. „Ég þyrftu að fela mig úti í horni þar sem enginn sá til mín,“ segir Björk. Hún segir tónleika hennar í The Shed snúast um konur sem styðja hvor aðra. Sænski loftslagsaðgerðasinninni Greta Thunberg birtist í myndbandi undir lok tónleikanna sem er vísun Bjarkar í bjartari framtíð. Hún segist afar stolt af ungu kynslóðinni, þar á meðal dóttur hennar, sem hefur tekið þátt í skólaverkföllum í þágu náttúrunnar. Björk segir Cornucopia líklega dýrustu tónleika ferils síns en íslensk stjórnvöld hafa styrkt Hamrahlíðakórinn um fimm milljónir króna til að taka þátt í þeim.
Bandaríkin Björk Loftslagsmál Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira