Ætlar að auka fagmennskuna í vallarmálum KR-inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 14:12 Magnús Valur Böðvarsson kominn í KR-gallann ásamt Sveinbirni Þorsteinssyni, verkefnastjóra hjá KR. KR Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019 Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira