Vaknaði upp einn daginn, hafði farið í heljarinnar heilaskurðaðgerð og heppinn að vera á lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2019 10:30 Saga Jóns Mýrdal er mögnuð en æxlið hafið verið að myndast í 10-15 ár. Fyrir fjórum mánuðum vaknaði athafnamaðurinn Jón Mýrdal á spítala en vissi ekki hvers vegna. Læknarnir komu inn og tjáðu honum að hann hefði verið með stærðarinnar heilaæxli en að nú væri allt í lagi. Jón vissi aldrei að það stefndi í óefni en hann sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Daginn áður en ég var skorinn höfðu vinir mínir gripið í taumana og farið með mig upp á spítala því ég var búinn að vera svolítið mikið út á túni í svona tvær til þrjár vikur. Ég var mikið sofandi, talaði mjög lítið sem er óalgengt því ég tala mjög mikið,“ segir Jón en þarna talaði hann einnig mjög óskýrt og gerði einkennilega hluti sem eftir á voru frekar spaugilegir.Einn plús einn voru tuttugu þúsund „Okkur er vísað frá eftir um sex klukkutíma bið og mér skilst að þau mæli með að ég komi aftur morguninn eftir. Morguninn eftir kemst ég að strax og er spurður einhverra spurninga, eins og hvaða dagur væri í dag. Ég svaraði því að það væri 10.mars 2019 og þá var ég kominn einhverja fimm, sex mánuði fram í tímann. Einn plús einn voru tuttugu þúsund og þá var ég myndaður, svona tölvusneiðmynd. Þá kemur þetta æxli í ljós sem var rosalegt.“ Við tóku frekari rannsóknir og ákvað skurðlæknir að koma Jóni strax í aðgerð. „Aðgerðin var framkvæmd á sama degi og mér skilst að það hafi aldrei áður verið gert. Hann sagði við mig eftir á að ég hefði aldrei átt séns og líklega dáið strax. Þetta lág utan á heilahimnunni og var búið að þrýsta á heilann. Þarna var svo mikill þrýstingur að það var kraftaverk að ég hafi ekki fengið flog. Læknirinn sagði við mig að ef ég hefði fengið flog, hefði ég dáið á staðnum.“Svona leit Jón út eftir aðgerð.Jón var mættur á spítalann klukkan átta um morguninn en um fimmtán tímum síðar klukkan átta um kvöldið var hann vaknaður eftir aðgerðina. „Ég vaknaði með svakalegan skurð og vaknaði bara alveg úti á túni. Svona þremur dögum fyrir aðgerð var ég alveg dottinn út. Ég var víst alveg viljalaust verkfæri. Þegar ég fór á spítalann hringi ég víst í konuna mína sem er heima með mánaðar gamalt barn og segi við hana að ég sé með heilaæxli og ég man ekkert eftir þessu símtali,“ segir Jón.Hélt að Jón væri að bulla „Ég var uppi í rúmi með nýfætt barn og var svolítið í mínum eigin heimi eins og konur eru með nýfædd börn. Ég hélt mögulega að hann væri bara eitthvað að bulla, því að hann var svo ringlaður þegar þau fóru með hann á bráðamóttökuna,“ segir Sigrún Guðlaugsdóttir, eiginkona Jóns. Þegar Jón vaknaði fékk hann strax að vita að allt hefði gengið vel. Aðgerð sem hann í raun vissi aldrei að hann þyrfti að fara í. „Læknarnir giska á að ég hafi verið með þetta æxli í tíu til fimmtán ár. Loksins þegar það er orðið nægilega stórt, fer það að hafa svona áhrif. En í rauninni, eftir á að hyggja, var þetta búið að hafa áhrif á mig mjög lengi. Undanfarin eitt og hálft til tvö ár var ég búinn að finna fyrir kulnun í starfi, þreyttur og þoldi rosalega lítið álag. Ég gat ekki álagið í vinnunni og var kominn á geðlyf. Svo tók ég mjög mikið af verkjalyfjum því ég var ekki greindur.“Í dag líður Jóni mun betur og finnur ekki lengur fyrir sömu einkennum.Eins og fyrr segir man Jón ekki mikið eftir þessum tíma. Hann var á einhverri sjálfstýringu og gerði hluti sem hann segir að hann hefði ekki átt að gera.Keypti öll ísblómin í Kjötborg „Ég keyrði bíl og gerði ýmislegt fyndið. Ég fór til bræðranna í Kjötborg og keypti öll ísblómin sem þeir eiga og ég man ekkert eftir því. Ég kom heim og gat ekki opnað hurðina. Þarna stóð ég með fullan poka af ísblómum og annan poka fullan af nammi, rétti henni og labbaði svo inn í herbergi og fór að sofa, og ég man ekki neitt. Ég fór í sturtu fimm sinnum á dag.“ Ingvar Hákon skurðlæknir sagði við fjölskylduna að um góðkynja æxli væri að ræða sem hann réði vel við en sagði samt sem áður að hann gæti orðið lamaður að einhverjum hluta í einhvern tíma. „Það voru mjög miklar líkur á því en þegar ég vaknaði ellefu um kvöldið gat ég hreyft mig.“ Í dag er Jón byrjaður að fara í vinnuna og líður mun betur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Fyrir fjórum mánuðum vaknaði athafnamaðurinn Jón Mýrdal á spítala en vissi ekki hvers vegna. Læknarnir komu inn og tjáðu honum að hann hefði verið með stærðarinnar heilaæxli en að nú væri allt í lagi. Jón vissi aldrei að það stefndi í óefni en hann sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Daginn áður en ég var skorinn höfðu vinir mínir gripið í taumana og farið með mig upp á spítala því ég var búinn að vera svolítið mikið út á túni í svona tvær til þrjár vikur. Ég var mikið sofandi, talaði mjög lítið sem er óalgengt því ég tala mjög mikið,“ segir Jón en þarna talaði hann einnig mjög óskýrt og gerði einkennilega hluti sem eftir á voru frekar spaugilegir.Einn plús einn voru tuttugu þúsund „Okkur er vísað frá eftir um sex klukkutíma bið og mér skilst að þau mæli með að ég komi aftur morguninn eftir. Morguninn eftir kemst ég að strax og er spurður einhverra spurninga, eins og hvaða dagur væri í dag. Ég svaraði því að það væri 10.mars 2019 og þá var ég kominn einhverja fimm, sex mánuði fram í tímann. Einn plús einn voru tuttugu þúsund og þá var ég myndaður, svona tölvusneiðmynd. Þá kemur þetta æxli í ljós sem var rosalegt.“ Við tóku frekari rannsóknir og ákvað skurðlæknir að koma Jóni strax í aðgerð. „Aðgerðin var framkvæmd á sama degi og mér skilst að það hafi aldrei áður verið gert. Hann sagði við mig eftir á að ég hefði aldrei átt séns og líklega dáið strax. Þetta lág utan á heilahimnunni og var búið að þrýsta á heilann. Þarna var svo mikill þrýstingur að það var kraftaverk að ég hafi ekki fengið flog. Læknirinn sagði við mig að ef ég hefði fengið flog, hefði ég dáið á staðnum.“Svona leit Jón út eftir aðgerð.Jón var mættur á spítalann klukkan átta um morguninn en um fimmtán tímum síðar klukkan átta um kvöldið var hann vaknaður eftir aðgerðina. „Ég vaknaði með svakalegan skurð og vaknaði bara alveg úti á túni. Svona þremur dögum fyrir aðgerð var ég alveg dottinn út. Ég var víst alveg viljalaust verkfæri. Þegar ég fór á spítalann hringi ég víst í konuna mína sem er heima með mánaðar gamalt barn og segi við hana að ég sé með heilaæxli og ég man ekkert eftir þessu símtali,“ segir Jón.Hélt að Jón væri að bulla „Ég var uppi í rúmi með nýfætt barn og var svolítið í mínum eigin heimi eins og konur eru með nýfædd börn. Ég hélt mögulega að hann væri bara eitthvað að bulla, því að hann var svo ringlaður þegar þau fóru með hann á bráðamóttökuna,“ segir Sigrún Guðlaugsdóttir, eiginkona Jóns. Þegar Jón vaknaði fékk hann strax að vita að allt hefði gengið vel. Aðgerð sem hann í raun vissi aldrei að hann þyrfti að fara í. „Læknarnir giska á að ég hafi verið með þetta æxli í tíu til fimmtán ár. Loksins þegar það er orðið nægilega stórt, fer það að hafa svona áhrif. En í rauninni, eftir á að hyggja, var þetta búið að hafa áhrif á mig mjög lengi. Undanfarin eitt og hálft til tvö ár var ég búinn að finna fyrir kulnun í starfi, þreyttur og þoldi rosalega lítið álag. Ég gat ekki álagið í vinnunni og var kominn á geðlyf. Svo tók ég mjög mikið af verkjalyfjum því ég var ekki greindur.“Í dag líður Jóni mun betur og finnur ekki lengur fyrir sömu einkennum.Eins og fyrr segir man Jón ekki mikið eftir þessum tíma. Hann var á einhverri sjálfstýringu og gerði hluti sem hann segir að hann hefði ekki átt að gera.Keypti öll ísblómin í Kjötborg „Ég keyrði bíl og gerði ýmislegt fyndið. Ég fór til bræðranna í Kjötborg og keypti öll ísblómin sem þeir eiga og ég man ekkert eftir því. Ég kom heim og gat ekki opnað hurðina. Þarna stóð ég með fullan poka af ísblómum og annan poka fullan af nammi, rétti henni og labbaði svo inn í herbergi og fór að sofa, og ég man ekki neitt. Ég fór í sturtu fimm sinnum á dag.“ Ingvar Hákon skurðlæknir sagði við fjölskylduna að um góðkynja æxli væri að ræða sem hann réði vel við en sagði samt sem áður að hann gæti orðið lamaður að einhverjum hluta í einhvern tíma. „Það voru mjög miklar líkur á því en þegar ég vaknaði ellefu um kvöldið gat ég hreyft mig.“ Í dag er Jón byrjaður að fara í vinnuna og líður mun betur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira