Íslenski boltinn

Mark á elleftu stundu í framlengingu gerði út um bikarævintýri Úlfanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni er þjálfari Vestra.
Bjarni er þjálfari Vestra. vísir/vilhelm
Bikarævintýri 4. deildarliðsins Úlfanna er lokið eftir að þeir töpuðu gegn Vestra í framlengingu í dag.

Úlfarnir slógu út Inkasso-lið Víking Ólafsvík í síðustu umferð en þeir rúlluðu yfir Ólsara, 6-2. Leikurinn í dag var liður í 32-liða úrslitunum.

Það voru ekki liðnar nema átta mínútur er Úlfarnir komust yfir en Daniel Osafo-Badu skoraði þá sjálfsmark. Heimamenn voru ekki lengi að jafna en það gerðu þeir sjö mínútum síðar með marki Isaac Silva.

1-1 var staðan er liðin gengu til búningsherbergja og á 57. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu til þess að komast yfir en Pétur Bjarnason misnotaði vítaspyrnuna.

Ekki skánaði ástandið fyrir Vestra stundarfjórðungi fyrir leikslok er markvörðurinn Brenton Muhammad fékk að líta rautt spjald. 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja.

Það var svo fjórum mínútum fyrir leikslok að sigurmarkið kom. Það skoraði Pétur Bjarnason og bætti hann því upp fyrir vítaklúðrið.

Hann skaut því Vestra í 16-liða úrslit keppninnar en hetjuleg barátta Úlfanna á enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×