Daði Freyr og Blær gefa út myndband við nýtt lag Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:00 Myndbandið kom út í dag. Youtube Söngvarinn Daði Freyr Pétursson gaf í dag út myndband við nýjasta lag sitt, Endurtaka mig. Myndbandið vann Daði ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur úti í Berlín þar sem þau búa. Lagið samdi hann í samstarfi við rapparann Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. „Við unnum lagið og myndbandið í gegnum netið, Blær fékk Sölku Valsdóttur til að taka upp hennar söng og Guðmund Felixson til að taka upp myndbandspartinn hennar,“ segir Daði í samtali við Vísi. Endurtaka mig er lokalagið á nýjustu plötu söngvarans sem kemur út í maí. „Lagið fjallar um að þurfa ekki að halda áfram að gera það sem maður hefur gert áður, að maður geti alltaf breytt um stefnu þegar manni sýnist og ætti ekki að vera gagnrýndur fyrir það,“ segir Daði. Blær, eins og hún er gjarnan kölluð, tekur í sama streng og segir mikilvægt að festast ekki í sömu rútínunni í listsköpun jafnt sem lífinu. Blær, sem er meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur, segir það hafa verið áskorun fyrir sig að koma fram sem Blær en ekki með Reykjavíkurdætur sér við hlið. „Þegar maður er búinn að vera í tólf manna hljómsveit þar sem öll gagnrýni dreifist á svo margar er stressandi að vera „featured“ með einum öðrum. Þetta var þó skemmtilegt og spennandi verkefni,“ segir Blær. Mikið er á döfinni hjá þeim Daða og Blævi. Daði og Árný eiga von á barni sem gæti allt eins komið í heiminn í dag eða á næstu dögum. Þá frumsýnir Blær leikritið, Kæru Jelenu, í Borgarleikhúsinu um helgina. Leikhús Menning Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30 Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23 Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Söngvarinn Daði Freyr Pétursson gaf í dag út myndband við nýjasta lag sitt, Endurtaka mig. Myndbandið vann Daði ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur úti í Berlín þar sem þau búa. Lagið samdi hann í samstarfi við rapparann Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. „Við unnum lagið og myndbandið í gegnum netið, Blær fékk Sölku Valsdóttur til að taka upp hennar söng og Guðmund Felixson til að taka upp myndbandspartinn hennar,“ segir Daði í samtali við Vísi. Endurtaka mig er lokalagið á nýjustu plötu söngvarans sem kemur út í maí. „Lagið fjallar um að þurfa ekki að halda áfram að gera það sem maður hefur gert áður, að maður geti alltaf breytt um stefnu þegar manni sýnist og ætti ekki að vera gagnrýndur fyrir það,“ segir Daði. Blær, eins og hún er gjarnan kölluð, tekur í sama streng og segir mikilvægt að festast ekki í sömu rútínunni í listsköpun jafnt sem lífinu. Blær, sem er meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur, segir það hafa verið áskorun fyrir sig að koma fram sem Blær en ekki með Reykjavíkurdætur sér við hlið. „Þegar maður er búinn að vera í tólf manna hljómsveit þar sem öll gagnrýni dreifist á svo margar er stressandi að vera „featured“ með einum öðrum. Þetta var þó skemmtilegt og spennandi verkefni,“ segir Blær. Mikið er á döfinni hjá þeim Daða og Blævi. Daði og Árný eiga von á barni sem gæti allt eins komið í heiminn í dag eða á næstu dögum. Þá frumsýnir Blær leikritið, Kæru Jelenu, í Borgarleikhúsinu um helgina.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30 Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23 Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30
Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23
Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30