Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max- deildar karla í sumar og þar af leiðandi að liðið verði í harðri fallbaráttu en sleppi við fall úr deild þeirra bestu. Eyjamenn áttu sumar framar væntingum á síðustu leiktíð og enduðu í sjötta sæti sem kom flestum á óvart en þjálfarinn sem að skilaði þeim árangri, Kristján Guðmundsson, er farinn. Eyjaliðið hefur verið samfleytt í efstu deild frá árinu 2009 en ekki náð sömu hæðum og árin 2010-2012 þegar að Heimir Hallgrímsson var með það í titilbaráttu. Liðið hélt loksins sama þjálfaranum tvö ár í röð en Kristján Guðmundsson skilaði því sem fyrr segir í sjötta sæti í fyrra og gerði það að bikarmeisturum sumarið 2017. Þjálfari ÍBV er Portúgalinn Pedro Hipolito sem Framarar fluttu inn fyrir sumarið 2017 en hann hætti í Safamýrinni eftir tvö nokkuð döpur sumur en fær tækifæri í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í sumar. Hann er nú þegar búinn að hrista vel upp í leikmannahópnum en Pedro bíður ærið verkefni í sumar.Baksýnisspegillinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði skóna á hilluna síðasta sumar en markahrókurinn magnaði kvaddi með stæl og skoraði þrennu í 5-2 sigri á Grindavík sem á endanum tryggði Eyjamönnum sjötta sætið. Gunnar Heiðar sagðist ætla að kveðja ÍBV með titli en hann var allt í öllu í ferðinni að bikarúrslitunum fyrir tveimur árum en hann skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu tveimur tímabilum og sýndi að það lifði svo sannarlega í gömlum glæðum. Liðið og leikmenngrafvík/gvendurÍBV-liðið kemur töluvert breytt til leiks en það missti fjöldann allan af lykilmönnum í vetur og hafa að mestu leyti fyllt í skarðið með erlendum leikmönnum sem eiga eftir að sanna sig í deildinni. Byrjunarliðið er töluvert veikara á pappír heldur en í fyrra en auðvitað þarf að setja ansi mörg spurningamerki við Eyjaliðið fyrir þessa leiktíð eins og oft áður. Pedro er búinn að vera með allt liðið nánast á Eyjunni í allan vetur og munar um minna og ætti því að vera meið nokkuð heilsteypta hugmynd um liðið þegar kemur inn í fyrsta leik.HryggjarstykkiðHalldór Páll Geirsson (f. 1994): Markvörðurinn stóri og stæðilegi henti El Salvadoranum skemmtilega Derby Carillo úr markinu á síðustu leiktíð og það sama gerði hann sumarið 2017. Aftur er búið að finna erlendan markvörð sem heldur líklega að hann eigi að byrja en Halldór er traustur og Eyjaliðinu gengur einfaldlega betur með heimamanninn í rammanum. Halldór er öflugur á milli stanganna, sterkur í teignum og gerir ekki mikið af mistökum fyrir utan að vera með Eyjahjarta sem hjálpar alltaf til.Matt Garner (f. 1984): Enski Íslendingurinn er búinn að vera hér á landi í fimmtán ár og snýr nú aftur í Pepsi Max-deildina eftir að spila með KFS í 4. Deildinni á síðustu leiktíð. Honum er ætlað að binda saman varnarleikinn og koma með sinn mikla og sterka karakter inn í liðið en hann hefur borið fyrirliðabandið oft í vetur. Garner er hvað þekktastur fyrir að vera öflugur bakvörður en með árunum hefur hann fært sig í miðvörðinn og er gæðaleikmaður á sínum degi.Sindri Snær Magnússon (f. 1992): Breiðhyltingurinn kom til ÍBV fyrir sumarið 2016 og halda margir að hann sé á leiðinni burt af Eyjunni á hverju hausti en alltaf mætir miðjumaðurinn með permanentið til leiks og er lykilmaður. Eftir svona miklar breytingar á leikmannahópnum er enn mikilvægara að Sindri sýni hvað í honum býr jafnt innan sem utan vallar en þessi sterki leikmaður dúkkar líka upp með góð mörk og skoraði því til vitnis fimm í 22 leikjum í fyrra. Markaðurinngrafík/gvendurFarnir-listinn hjá ÍBV er hræðilegur í einu orði sagt. Liðið er búið að missa Instat-stoðsendingakóng deildarinnar í Kaj Leo, sinn mesta markaskorara í Gunnari Heiðari, frábæran miðjumann í Atla Arnarsyni, öflugan miðvörð í David Atkinson og tvo ljómandi fína erlenda leikmenn. Það er gott fyrir ÍBV að fá fyrrverandi U21 árs landsliðsmanninn Felix Örn Friðriksson heim úr láni en svo tekur Pedro sénsinn á Guðmundi Magnússyni í framlínunni. Framarinn raðaði inn fyrir Safamýrarliðið undir stjórn Portúgalans í Inkasso-deildinni í fyrra en hann á enn eftir að sanna sig í deild þeirra bestu. Erlendu leikmennirnir eru óskrifað blað eins og svo oft áður en ÍBV hefur oftast verið ólseigt í því að finna fína útlendinga. Miðað við hvaða sumir þeirra koma hefur Pedro augljóslega fengið að velja þá sjálfur og er því enn meiri ábyrgð á hans höndum að leysa frábæra leikmenn af hólmi með mönnum sem hann einn þekkir og treystir.Markaðseinkunn: C Hvað segir sérfræðingurinn? „Mér finnst ÍBV vera með eitt forvitnilegasta liðið í deildinni í dag. Það eru gríðarlega miklar breytingar á leikmannahópnum og nýjan þjálfara - Pedro, sem hefur verið hjá Fram síðustu tvö ár en gerði enga sérstaka hluti þar. Það er pressa á honum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. „Svo hafa verið miklar breytingar á leikmannahópnum og lykilmenn frá því í fyrra eru farnir. Ég hef áhyggjur af ÍBV og ekki síst vegna þess að maður hefur heyrt að það sé ekki mikil stemning í bænum og lítil umræða um liðið. Þessi fræga Eyjastemning þarf að vera til staðar ef það á að ganga vel.“ Hann segir erfitt að fylla í skarð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem lagði skóna á hilluna í lok síðasta tímabils. „Hann skoraði ekki bara fullt af mörkum heldur fékk hann líka menn upp á tærnar og bætti alla í kringum sig. Ég held að það sé erfitt sumar fram undan í Vestmannaeyjum.“ Í ljósi sögunnargrafík/gvendurEyjamenn hafa þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistarar, fyrst sumarið 1979 og síðast árið 1998 en ÍBV-liðið vann þá annað árið í röð. Eyjamenn unnu síðan bikarkeppnina í fimmta sinn haustið 2017.Ingi Sigurðsson er leikjahæstur Eyjamanna í efstu deild en hann spilaði 206 leiki fyrir ÍBV í efstu deild frá 1986 til 2003. Ingi tók leikjametið af Þórði Hallgrímssyni (189 leikir) um mitt sumar 2002.Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild en hann skoraði á sínum tíma 75 mörk eða þremur mörkum fleira en Steingrímur Jóhannesson. Tryggvi jafnaði metið sumarið 2011 og bætti það síðan sumarið eftir en hann sló um leið markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild. Ingi Sigurðsson hefur gefið langflestar stoðsendingar fyrir ÍBV í efstu deild síðan farið var að tæka þær saman sumarið 1992. Ingi Sigurðsson gaf alls 53 stoðsendingar, 19 fleiri en næsti maður og var stoðsendingakóngur deildarinnar sumarið 1998.Vinsælasta sæti ÍBV í nútímafótbolta (1977-2018) er þriðja sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast sumarið 2012 þegar Eyjamenn tóku þriðja sætið þriðja árið í röð. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Ef Eyjamenn mættu velja einn leikmann til að koma í liðið sama hvað ár og sama í hvaða stöðu það er þá hlýtur svarið alltaf að vera Tryggvi Guðmundsson. Sérstaklega þegar að markamaskína á borð við Gunnar Heiðar Þorvaldsson er farin þá þarf mann sem getur skorað. Væri þá eitthvað betra en að geta nýtt krafta markahæstamanns efstu deildar frá upphafi sem var með svo mikið svægi að hann skoraði tímamótamarkið beint úr aukaspyrnu? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max- deildar karla í sumar og þar af leiðandi að liðið verði í harðri fallbaráttu en sleppi við fall úr deild þeirra bestu. Eyjamenn áttu sumar framar væntingum á síðustu leiktíð og enduðu í sjötta sæti sem kom flestum á óvart en þjálfarinn sem að skilaði þeim árangri, Kristján Guðmundsson, er farinn. Eyjaliðið hefur verið samfleytt í efstu deild frá árinu 2009 en ekki náð sömu hæðum og árin 2010-2012 þegar að Heimir Hallgrímsson var með það í titilbaráttu. Liðið hélt loksins sama þjálfaranum tvö ár í röð en Kristján Guðmundsson skilaði því sem fyrr segir í sjötta sæti í fyrra og gerði það að bikarmeisturum sumarið 2017. Þjálfari ÍBV er Portúgalinn Pedro Hipolito sem Framarar fluttu inn fyrir sumarið 2017 en hann hætti í Safamýrinni eftir tvö nokkuð döpur sumur en fær tækifæri í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í sumar. Hann er nú þegar búinn að hrista vel upp í leikmannahópnum en Pedro bíður ærið verkefni í sumar.Baksýnisspegillinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði skóna á hilluna síðasta sumar en markahrókurinn magnaði kvaddi með stæl og skoraði þrennu í 5-2 sigri á Grindavík sem á endanum tryggði Eyjamönnum sjötta sætið. Gunnar Heiðar sagðist ætla að kveðja ÍBV með titli en hann var allt í öllu í ferðinni að bikarúrslitunum fyrir tveimur árum en hann skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu tveimur tímabilum og sýndi að það lifði svo sannarlega í gömlum glæðum. Liðið og leikmenngrafvík/gvendurÍBV-liðið kemur töluvert breytt til leiks en það missti fjöldann allan af lykilmönnum í vetur og hafa að mestu leyti fyllt í skarðið með erlendum leikmönnum sem eiga eftir að sanna sig í deildinni. Byrjunarliðið er töluvert veikara á pappír heldur en í fyrra en auðvitað þarf að setja ansi mörg spurningamerki við Eyjaliðið fyrir þessa leiktíð eins og oft áður. Pedro er búinn að vera með allt liðið nánast á Eyjunni í allan vetur og munar um minna og ætti því að vera meið nokkuð heilsteypta hugmynd um liðið þegar kemur inn í fyrsta leik.HryggjarstykkiðHalldór Páll Geirsson (f. 1994): Markvörðurinn stóri og stæðilegi henti El Salvadoranum skemmtilega Derby Carillo úr markinu á síðustu leiktíð og það sama gerði hann sumarið 2017. Aftur er búið að finna erlendan markvörð sem heldur líklega að hann eigi að byrja en Halldór er traustur og Eyjaliðinu gengur einfaldlega betur með heimamanninn í rammanum. Halldór er öflugur á milli stanganna, sterkur í teignum og gerir ekki mikið af mistökum fyrir utan að vera með Eyjahjarta sem hjálpar alltaf til.Matt Garner (f. 1984): Enski Íslendingurinn er búinn að vera hér á landi í fimmtán ár og snýr nú aftur í Pepsi Max-deildina eftir að spila með KFS í 4. Deildinni á síðustu leiktíð. Honum er ætlað að binda saman varnarleikinn og koma með sinn mikla og sterka karakter inn í liðið en hann hefur borið fyrirliðabandið oft í vetur. Garner er hvað þekktastur fyrir að vera öflugur bakvörður en með árunum hefur hann fært sig í miðvörðinn og er gæðaleikmaður á sínum degi.Sindri Snær Magnússon (f. 1992): Breiðhyltingurinn kom til ÍBV fyrir sumarið 2016 og halda margir að hann sé á leiðinni burt af Eyjunni á hverju hausti en alltaf mætir miðjumaðurinn með permanentið til leiks og er lykilmaður. Eftir svona miklar breytingar á leikmannahópnum er enn mikilvægara að Sindri sýni hvað í honum býr jafnt innan sem utan vallar en þessi sterki leikmaður dúkkar líka upp með góð mörk og skoraði því til vitnis fimm í 22 leikjum í fyrra. Markaðurinngrafík/gvendurFarnir-listinn hjá ÍBV er hræðilegur í einu orði sagt. Liðið er búið að missa Instat-stoðsendingakóng deildarinnar í Kaj Leo, sinn mesta markaskorara í Gunnari Heiðari, frábæran miðjumann í Atla Arnarsyni, öflugan miðvörð í David Atkinson og tvo ljómandi fína erlenda leikmenn. Það er gott fyrir ÍBV að fá fyrrverandi U21 árs landsliðsmanninn Felix Örn Friðriksson heim úr láni en svo tekur Pedro sénsinn á Guðmundi Magnússyni í framlínunni. Framarinn raðaði inn fyrir Safamýrarliðið undir stjórn Portúgalans í Inkasso-deildinni í fyrra en hann á enn eftir að sanna sig í deild þeirra bestu. Erlendu leikmennirnir eru óskrifað blað eins og svo oft áður en ÍBV hefur oftast verið ólseigt í því að finna fína útlendinga. Miðað við hvaða sumir þeirra koma hefur Pedro augljóslega fengið að velja þá sjálfur og er því enn meiri ábyrgð á hans höndum að leysa frábæra leikmenn af hólmi með mönnum sem hann einn þekkir og treystir.Markaðseinkunn: C Hvað segir sérfræðingurinn? „Mér finnst ÍBV vera með eitt forvitnilegasta liðið í deildinni í dag. Það eru gríðarlega miklar breytingar á leikmannahópnum og nýjan þjálfara - Pedro, sem hefur verið hjá Fram síðustu tvö ár en gerði enga sérstaka hluti þar. Það er pressa á honum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. „Svo hafa verið miklar breytingar á leikmannahópnum og lykilmenn frá því í fyrra eru farnir. Ég hef áhyggjur af ÍBV og ekki síst vegna þess að maður hefur heyrt að það sé ekki mikil stemning í bænum og lítil umræða um liðið. Þessi fræga Eyjastemning þarf að vera til staðar ef það á að ganga vel.“ Hann segir erfitt að fylla í skarð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem lagði skóna á hilluna í lok síðasta tímabils. „Hann skoraði ekki bara fullt af mörkum heldur fékk hann líka menn upp á tærnar og bætti alla í kringum sig. Ég held að það sé erfitt sumar fram undan í Vestmannaeyjum.“ Í ljósi sögunnargrafík/gvendurEyjamenn hafa þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistarar, fyrst sumarið 1979 og síðast árið 1998 en ÍBV-liðið vann þá annað árið í röð. Eyjamenn unnu síðan bikarkeppnina í fimmta sinn haustið 2017.Ingi Sigurðsson er leikjahæstur Eyjamanna í efstu deild en hann spilaði 206 leiki fyrir ÍBV í efstu deild frá 1986 til 2003. Ingi tók leikjametið af Þórði Hallgrímssyni (189 leikir) um mitt sumar 2002.Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild en hann skoraði á sínum tíma 75 mörk eða þremur mörkum fleira en Steingrímur Jóhannesson. Tryggvi jafnaði metið sumarið 2011 og bætti það síðan sumarið eftir en hann sló um leið markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild. Ingi Sigurðsson hefur gefið langflestar stoðsendingar fyrir ÍBV í efstu deild síðan farið var að tæka þær saman sumarið 1992. Ingi Sigurðsson gaf alls 53 stoðsendingar, 19 fleiri en næsti maður og var stoðsendingakóngur deildarinnar sumarið 1998.Vinsælasta sæti ÍBV í nútímafótbolta (1977-2018) er þriðja sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast sumarið 2012 þegar Eyjamenn tóku þriðja sætið þriðja árið í röð. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Ef Eyjamenn mættu velja einn leikmann til að koma í liðið sama hvað ár og sama í hvaða stöðu það er þá hlýtur svarið alltaf að vera Tryggvi Guðmundsson. Sérstaklega þegar að markamaskína á borð við Gunnar Heiðar Þorvaldsson er farin þá þarf mann sem getur skorað. Væri þá eitthvað betra en að geta nýtt krafta markahæstamanns efstu deildar frá upphafi sem var með svo mikið svægi að hann skoraði tímamótamarkið beint úr aukaspyrnu?
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00