Lífið

Þurftu að þagga niður í Brad Pitt á nefndarfundi

Birgir Olgeirsson skrifar
Lét sér ekki segjast.
Lét sér ekki segjast.
Embættismenn neyddust til að þagga niður í leikaranum Brad Pitt þegar hann mælti fyrir áætlun vegna framkvæmda við Listasafnið í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum. Pitt var einn þeirra sem mætti fyrir skipulagsnefnd í Los Angeles til að hvetja nefndarmenn til að greiða atkvæði með fjármögnun framkvæmdanna.

Meðmæli hópsins höfðu tilætluð áhrif en um er að ræða hönnun svissneska arkitektsins Peter Zumthor sem samþykkt var einróma innan nefndarinnar.

Þegar Pitt mælti fyrir hönnun Zumthor hélt hann orðinu alltof lengi sem varð til þess að formaður nefndarinnar, Janiche Hahn, fékk nóg og sagði: „Það veldur mér gífurlegum sársauka að segja þér að ljúka máli þínu, herra Pitt.“

Hahn benti Pitt á að áætluðum ræðutíma hans væri lokið, líkt og verið væri að drekkja ræðu hans á verðlaunahátíð í tónlist, við mikinn hlátur viðstaddra. 

Pitt lét sér ekki segjast og hélt áfram en varð að lokum að játa sig sigraðan. 

„Það er bara ein taka hér,“ sagði Hahn í kjölfarið.

Hahn birti mynd af sér og Pitt síðar meir og sagði að það hefði verið afar erfitt að þagga niður í þessum fræga leikara. „En reglur eru reglur,“ skrifaði hún að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×