Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það sem gerðist í fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Spennuspillir og allt það. Ekki lesa þetta ef þið eigið eftir að horfa á þáttinn. Bara alls ekki. Jæja. Ég er með nokkrar pælingar sem standa upp úr eftir þennan þátt. Sú fyrsta er: HVAR ER GHOST?!?! Hvernig í ósköpunum stendur á því að við fengum ekki að sjá Ghost hitta „bræður“ sína Drogon og Rhaegal? Hvað er málið með þetta tákn sem Næturkonungurinn er alltaf að teikna með dauðu fólki og dýrum? Reynum að skoða það aðeins hér að neðan.Bran. Af hverju er ekki verið að nota hann almennilega? Hann virðist bara rúnta um fyrir utan aðalbygginguna og bíða eftir tækifærum til að koma fólki á óvart. Jon/Aegon, Daenerys, Sansa og þau öll, ættu að vera að spyrja hann spjörunum úr: Hvar eru hinir dauðu? Hvar er Næturkonungurinn? Er Cersei að svíkja okkur? Hvar eru lyklarnir sem ég týndi árið 2012? Hvar finnum við mat? HVAR ER GHOST? AAARGH Þetta eru allt spurningar sem Bran gæti svarað. Annað. Af hverju í ósköpunum er Cersei ekki komin með bumbu? Á þessum tímapunkti ættu minnst þrír eða fjórir mánuðir að vera liðnir og það sér ekki henni. Ef ég er ekki í ruglinu þá var þetta í fyrsta sinn sem við fengum að sjá Winterfell almennilega úr lofti, sem mér fannst mjög áhugavert.En eins og svo oft áður er réttast að byrja á byrjuninni. Það var ekki mikið um hasar og læti í fyrsta þættinum en þó er ekki hægt að segja annað en að það hafi mikið gengið á. Kynna þurfti persónur þáttanna aftur til leiks og fór mikið af þættinum í það. Það hefur verið lenskan að hafa fyrsta þátt þáttaraða í rólegri kantinum. Þátturinn byrjaði, eins og glöggir lesendur muna ef til vill eftir, á því að Jon Snow og Daenerys Targaryen mættu til Winterfell ásamt öllu þeirra föruneyti. Sem er umtalsvert. Þeim var þó ekki tekið mjög vel, sem mér þykir hálf undarlegt. Sansa og lávarðar norðursins eru reiðir út í Jon fyrir að gefa frá sér krúnuna og erkitussan Robett Glover virðist hafa farið í sérstaklega mikla fýlu. Hann ætlar að halda til í Deepwood Motte, kastala sínum, og ætlar ekki að hjálpa til við að verjast hinum dauðu. Glover neitaði að styðja Jon og Sönsu gegn Ramsay Bolton en var þrátt fyrir það einn af þeim fyrstu til að kalla eftir því að Jon yrði gerður konungur. Nú var hann fyrstur til að snúa bakinu við þeim aftur. Dick.Lyanna Mormont hélt áfram að vera Lyanna Mormont og lét Jon heyra það. Sem var gott, fyrir utan hvað það er pirrandi að þau séu öll í fýlu.Ég á í rauninni smá erfitt með að skilja af hverju þau eru að rífa kjaft, því það er rétt hjá Jon að án hjálpar áttu þau ekki séns gegn hinum dauðu. Norðanmenn ollu mér í raun miklum vonbrigðum í þessum þætti. Þeir virðast ekki geta litið fram hjá því sem gerðist fyrir mörgum árum og hunsa fordóma sína, jafnvel þó dauðinn sjálfur standi yfir þeim. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um að alla síðustu þáttaröð þar sem nánast öllum þáttunum var varið í að plata okkur til að halda að Sansa og Arya væru að fara að drepa hvora aðra. Nei, ég meina: Að Arya væri að fara að drepa Sönsu og alla hennar bandamenn. Það gerðist þó ekki og saman drápu þær drullusokkinn Littlefinger, AKA Petyr Baelish. Þetta sé gert til að mynda gervi-spennu á milli aðila og fylkinga. Jon virtist þó hafa tekist að létta á fýlunni hjá Sönsu undir lok þáttarins. Við fengum það þó ekki alveg á hreint þar sem þau voru trufluð.Stóra spurningin er samt án efa hvað þetta lið gerir þegar/ef það verður opinberað hverjir foreldrar Jon/Aegon eru í alvörunni og hvað Daenerys gerir þegar hún kemst að því. Tæknilega séð er Jon með sterkari kröfu á krúnuna en hún. Beinn karlleggur og allt það.Samwell Tarly komst að því að Daenerys hefði tekið föður hans og bróður af lífi og varð, skiljanlega, miður sín. Þetta stuðaði mig samt smá. Það þarf einhver að segja honum að eina ástæða þess að bróðir hans dó, var bróðir hans sjálfur. Dickon (Tíhí) Tarly tók sjálfur þá ákvörðun að deyja, jafnvel þó Daenerys hafi í raun boðið honum góða leið hjá því að deyja. Í kjölfar þess þrýsti Sam á Jon/Aegon að hann væri réttmætur konungur. Mun Jon/Aegon vilja krúnuna? Hann hefur ekki verið mikið fyrir titla hingað til. Daenerys aftur á móti hefur litið á sjálfa sig sem drottningu um árabil og mér þykir ólíklegt að hún sé tilbúin til að gefa eftir. Þeim Tyrion, Varys og Davos Seaworth virðist hafa dottið í hug að lægja öldurnar í norðrinu með því að boða til brúðkaups. Þarna voru komnir saman þrír af vitrustu mönnum Game of Thrones og þeim fannst það góð hugmynd! Síðan hvenær hefur það verið góð hugmynd að halda brúðkaup í þessum söguheimi?Það gæti samt virkað, ef það verða ekki allir drepnir, en ég stórefa að þeir nái að halda brúðkaup áður en hinir dauðu mæta í partíið.Krípí dreki Jon fékk að fara í smá flugferð á baki Rhaegal, sem var að mestu leyti frábært. Rhaegal er einmitt skírður í höfuðið á föður Jon/Aegon. Það stuðaði mig smá við drekaflug Jon/Aegon að það var gert á einhvern skondinn og goofy hátt. Þetta átti að vera epískt (ofnotað orð) en varð einhvern veginn kjánalegt líka. Þetta var undarlegt. Mér fannst einnig undarlegt að Daenerys hafi bara fundist eðlilegt að Rhaegal hafi hleypt Jon á bak. Þar að auki virtust íbúar Winterfell ekkert svo hissa þegar hann flaug yfir þau. Þetta var allt saman undarlegt. Ekki skánaði það þegar þau lentu og fóru að kela. Það var reyndar ekkert kjánalegt eða slíkt. Það var bara stórkostlega undarlegt hvað Rhaegal var krípí þegar Jon var að kyssa mömmu hans.Mikið um endurfundi Það var mjög áhugavert að sjá hjónakornin Sönsu og Tyrion hittast aftur. Er hún ekki ennþá gift Tyrion, tæknilega séð? Hún var reyndar gift Ramsay Bolton líka en hann er dauður. Hún skildi aldrei við Tyrion eða neitt slíkt, heldur stakk hún bara af frá Kings Landing eftir þegar Joffrey var myrtur í brúðkaupi hans og Margaery Tyrell.Mér fannst Sansa hálf leiðinleg við Tyrion, því hann gerði sitt besta til að vernda hana í Kings Landing og kom vel fram við hana. Hún sagði hann vera vitlausan fyrir að trúa því að Cersei ætlaði að koma og hjálpa þeim, sem eru nú reyndar rétt viðbrögð. Öll sú sögulína, þegar þeir fóru norður fyrir Vegginn og náðu í uppvakning til að sýna Cersei og fá hana til að hjálpa þeim, var asnaleg og eingöngu hönnuð til þess að láta Næturkonunginn fá dreka. Tyrion er líka búinn að vera í ruglinu og Cersei hefur ítrekað séð við honum og platað hann. Ég samt skil ekki hvað málið er með Sönsu. Hvað hefur hún gert til að vera eitthvað merkileg? Hún hefur gengið í gegnum töluvert harðræði og verið fangi mismunandi manna í einhver ár. Það gerir hana ekki að einhverjum snillingi.Talandi um CerseiGullna herdeildin er komin til Westeros. Tuttugu þúsund menn en engir fílar. Cersei virtist vonsvikin þegar hún heyrði þær fregnir. Við sáum samt ekki mikið af Cersei í þessum þætti. Sem er fínt, því ég get ekki hætt að spá í því hvar óléttubumban hennar sé og af hverju það sjái ekkert á henni. Þetta er stórundarlegt allt saman. Nema hún hafi misst fóstrið. Það gæti svo sem verið en þetta mun án efa koma í ljós. Ég á erfitt með að sjá hvað hún ætlar sér með Euron Greyjoy. Hvort hún haldi að hún geti spilað með hann eða eitthvað slíkt, því hann virðist algerlega óútreiknanlegur. Ég veit ekki af hverju en mér finnst einhvern veginn ólíklegt að hún geti stjórnað honum á einhvern hátt.Það verður líka mjög forvitnilegt að sjá hvað hún muni gera með Gullnu herdeildina. Enn sem komið er, er þó erfitt að segja til um hvað mun gerast í suðrinu, þar sem við sáum lítið sem ekkert í þættinum. Ég held þó enn í vonina að Gullna herdeildin muni snúast gegn henni. Cersei á ekkert gott skilið en einhvern veginn tekst höfundum þáttanna að gera hana verri og verri með hverri þáttaröðinni.Et tu, Bronn? Nú er hún að senda Bronn of the Fucking Blackwater, sem var að reyna að gera það við þrjár vændiskonur, norður til að drepa bræður sína, þá Tyrion og Jaime og það með lásboganum sem Tyrion myrti Tywin Lannister, föður þeirra, með. Mér finnst einhvern veginn hæpið að hann muni láta verða að því að drepa þá bræður og þá sérstaklega með tilliti til þess að þeir eru svo til gott sem einu vinir Bronn.Burtséð frá því. Hefur enginn heyrt um forleik í Westeros og það að banka. Það getur þó allt gerst í Game of Thrones. Bronn er Bronn og Cersei er að bjóða honum fjölmarga peninga fyrir morðin. Þetta mun mögulega leiða til þess að Jaime sjái loksins í gegnum Cersei og framfylgja spádóminum sem Cersei heyrði þegar hún var yngri. En áður en við förum út í þennan spádóm þarf að benda á eitt sem kom fram í atriðinu þegar Bronn var að reyna að sænga hjá vændiskonunum þremur. Þar fengum við nefnilega að heyra örlög persónu tónlistarmannsins Ed Sheeran sem hann lék í síðustu þáttaröð. Vændiskonurnar ræddu Drogon og orrustu síðustu þáttaraðar af miklum ákafa og sérstaklega um einn rauðhærðan hermann Lannister ættarinnar sem kom illa út úr orrustunni. Sá hermaður hét einmitt Eddie. Sá hermaður brenndist víst voðalega illa í framan og er ekki lengur með augnlok. Greyið Ed Sheeran.En aftur að spádómnum. Þegar Cersei var ung fór hún til nornar sem einhverra hluta vegna hét Maggy froskur. Sú norn beitti blóðgöldrum og spáði fyrir Cersei. Cersei spurði hvenær hún myndi giftast prinsinum. Maggy sagði að það myndi ekki gerast. Þess í stað myndi hún giftast konungnum. Cersei var mega skotin í Rhaegar Targaryen á sínum yngri árum og stóð til að hún myndi giftast honum. Eftir uppreisn Robert Baratheon giftist Cersei honum, en hann var þá orðinn konungur. Cersei spurði einnig: „Munum við eignast börn?“ Svarið var: „Ójá. Hann mun eignast sextán og þú þrjú.“ Við það bætti nornin að öll börnin hennar þrjú myndu deyja.Joffrey, Myrcella og Tommen eru öll dáin. Þau voru ekki börn Robert og Cersei heldur Cersei og Jaime. Robert eignaðist einnig heilan haug af bastörðum. Froskurinn sagði einnig að yngri drottning myndi velta Cersei úr sessi. Það kom ekki fram í þáttunum en það kom fram í bókunum að Maggy sagði Cersei að „The Valonqar“ myndi drepa hana. Valonqar er valíríska og þýðir „litli bróðir“. Tæknilega séð fæddist Cersei á undan Jaime, þó þau séu tvíburar, og því er hann litli bróðir hennar. Ég hef alltaf vonast til þess að Jaime drepi Cersei. Það verður allavega einhver að gera það!Fleiri endurfundir Okkar allra besta Arya Stark hitti nokkrar persónur aftur í þættinum í fyrsta sinn í langan tíma. Hún hitti Jon, sem var mjög hjartnæmt. Hún skammaði Jon þó aðeins fyrir nýju drottninguna eins og allir aðrir og gaf í skyn að hann væri á einhvern hátt að svíkja þær systur. Sem er óþolandi. Hún hitti einnig Sandor Clegane, eða Hundinn. Þau vörðu dágóðum tíma saman í þriðju þáttaröð og lengur, þar sem þau fóru myrðandi um The Riverlands. Ferðalag þeirra endaði þó með því að Brienne reyndi að „bjarga henni“ frá Sandor og henti honum fram af kletti. Arya rændi hann, skyldi hann eftir og fór til Braavos þar sem hún lærði að vera badass. Þá áttu alltaf í áhugaverðu sambandi og ég var að vonast til þess að þau myndu ræða saman. Það varð þó ekki að því. Arya rakst einnig á gamla vin sinn Gendry, sem er bastarður Robert Baratheon og járnsmiður. Þannig að hann heitir væntanlega Gendry Waters, þó það hafi aldrei komið fram. Ég er ekki frá því að þarna hafi smá daður átt sér stað á milli þeirra og bað hún hann um að búa til vopn fyrir sig. Vopnið er áhugavert.Á myndinni sjáum við að þetta er einhverskonar spjót og á öðrum enda þess má finna hrafntinnu (Dragonglass). Það er notað til að endur-drepa hina ódauðu og Hvítgengla. Vanity Fair ræddi við „vopnameistara“ Game of Thrones og er niðurstaða þeirra að vopnið sé spjót sem hægt sé að taka í tvennt og breyta í tvo hnífa, eða eitthvað slíkt.Á öðrum endanum sé hrafntinna en mögulega geti hún komið rýtingi sínum, sem er úr valírsku stáli og hentar því vel gegn Hvítgenglum. Þá má sjá í einni stiklunni að Arya sveiflar einhverju vopni sem virðist vera spjót. Það yrði alls ekki í fyrsta sinn sem Arya beitir spjóti enda lærði hún að berjast með slíkum vopnum hjá Andlitslausu mönnunum í Braavos.Umber ættin öll Þá komum við að Tormund Giantsbane, Beric Dondarrion og félögum þeirra sem sluppu frá Veggnum þegar Næturkonungurinn rústaði honum við Eastwatch By the Sea. Þeir voru komnir til The Last Hearth, sem er kastali Umber ættarinnar. Sansa sendi hinn unga Ned Umber aftur til Last Hearth með vagna og hesta til að sækja fólk sitt. Það virðist þó ekki hafa gengið eftir. Lesendur muna ef til vill eftir Jon Umber, sem var gekk til liðs við Robb Stark í stríði hans við Tywin Lannister í fyrstu og annarri þáttaröð. Hann var kallaður Greatjon og dó í stríðinu. Næst sáum við Smalljon Umber, son Greatjon, í sjöttu þáttaröð. Sá drullusokkur gaf Ramsay Rickon Stark. Tormund drap hann í Battle of the Bastards.Þá var bara Ned Umber eftir. Jon gerði frið við hann eftir að hann tók Winterfell aftur af Ramsay Bolton. Ned litla virðist þó hafa mistekist ætlunarverk sitt. Þegar Tormund og Beric gengu um Last Hearth fundu þeir mikið blóð en engin lík. Næturkonungurinn hafði kíkt í heimsókn. Tormund og Beric rákust á Eddison Tollett og aðra meðlimi The Nights Watch sem voru einnig að taka stöðuna á kastalanum.Þeir fundu lík Ned Umber sem hafði verið fest á vegg kastalans. Í kringum líkið var búið að raða fót- og handleggjum til að mynda ákveðið merki sem við höfum séð áður.Hvað er eiginlega málið með þetta merki eða mynstur? Beric sagði þetta vera skilaboð frá Næturkonungnum en það segir okkur andskotann ekki neitt. Við höfum séð þetta áður, nánar tiltekið þegar Næturkonungurinn var skapaður, eftir að her hinna dauðu sigraði Næturvaktina á Fist of the First Men og í hellinum þar sem Jon sýndi Daenerys myndir af Hvítgenglunum. Auðvitað er til haugar af kenningum um hvað þetta er. Einhverjir telja þetta vera tungumál. Aðrir segja mynstrið tengjast göldrum Hvítgenglanna og aðrir segja það koma að veðrinu með einhverjum hætti. Staðreyndin er sú að það hefur líklegast enginn hugmynd um hvað þetta er. Það eina sem við vitum er að David Benioff, annar forsvarsmanna Game of Thrones, sagði einu sinni að Börn skógarins hefðu búið þetta mynstur til og að Hvítgenglarnir hefðu lært það af þeim. Það segir okkur heldur andskotann ekki neitt.Æi já, svo tókst Theon að frelsa systur sína af skipi Euron. Hún er á leið til Járneyjanna og hann til Winterfell. Who cares.Spurningar/nokkrir punktar -Í lok þáttarins sagði ég upphátt við sjónvarpið mitt: „Ekki vera búinn“. Það hlýddi hins vegar ekki. Jaime hafði þá séð Bran og áttað sig á því að hann væri að horfa á barnið sem hann kastaði úr turni mörgum árum áður og drap næstum því. Jaime er sum sé mættur til Winterfell og það verður gaman að sjá hvað Daenerys mun gera í því. Hann drap pabba hennar, svo hún verður eflaust ekkert fegin við að sjá hann, og það ekki með einn hermann með sér. Mig grunar að Bran muni koma Jaime til varnar. Tyrion mun pottþétt gera það og jafnvel Jon líka. -Án gríns. Hvar er Ghost? -Mun Jon/Aegon segja fólki frá uppruna sínum? Ef hann gerir það, hvað gerist þá? Munu lávarðar norðursins snúast gegn honum, meira? Hvað gerir Daenerys? Þetta verður áhugavert en það er spurning hvort þau hafi tíma til að standa í einhverju drama. Hinir dauðu eru á leiðinni. -Það er stóra spurningin sem situr eftir. Hvernig mun fólk bregðast við? -Ef við munum aldrei komast að það hvað þessi mynstur eru, verð ég brjálaður. -Af hverju eru drekarnir ekki að borða og hvað þýðir það? -Mun Bronn reyna að drepa þá Tyrion og Jaime? Það kæmi mér í rauninni ekkert á óvart. Hann langar rosalega mikið í kastala og hann er algjör málaliði. Shit hvað það verður pirrandi. -Hvar er Brienne? Við sáum hana ekki í þættinum. Hún mun þó án efa koma Jaime til varnar í næsta þætti.Hér má sjá þá David Benioff og D.B. Weiss ræða þáttinn og helstu vendingar hans.Hér er skyggnst á bakvið tjöldin í fyrsta þættinum. Þarna er farið yfir hvernig tökurnar gengu fyrir sig og hve mikil vinna fer í að gera einn svona þátt. Það er gaman að horfa á þetta. Eftir um tólf mínútur er farið yfir tökurnar hér á Íslandi. Það er skemmtilegt að sjá. Svo segir Kit Harrington einstaklega skemmtilega sögu um punginn á sér, annað eistað allavega, eftir fjórtán og hálfa mínútu.Hér má svo sjá stikluna fyrir næsta þátt. Game of Thrones Kafað dýpra Menning Tengdar fréttir Ný stikla: Winterfell rústir einar HBO hefur birt nýja stiklu fyrir Gama of Thrones sem hefjast eftir tvær vikur. 2. apríl 2019 14:30 Leikarar GOT fara yfir minningar: „Ég hafði aldrei komið á fallegri stað,“ sagði Harrington um Ísland HBO hefur birt hugljúft myndband þar sem leikarar Game of Thrones rifja upp sín uppáhalds atriði og ræða framleiðsluferlið frá upphafi til enda. 8. apríl 2019 19:42 Game of Thrones upprifjun: Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Nú eru tæpar tvær vikur í frumsýningu fyrsta þáttar síðustu þáttaraðar Game of Thrones. Þökk sé gömlu guðunum og hinum nýju. 3. apríl 2019 08:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það sem gerðist í fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Spennuspillir og allt það. Ekki lesa þetta ef þið eigið eftir að horfa á þáttinn. Bara alls ekki. Jæja. Ég er með nokkrar pælingar sem standa upp úr eftir þennan þátt. Sú fyrsta er: HVAR ER GHOST?!?! Hvernig í ósköpunum stendur á því að við fengum ekki að sjá Ghost hitta „bræður“ sína Drogon og Rhaegal? Hvað er málið með þetta tákn sem Næturkonungurinn er alltaf að teikna með dauðu fólki og dýrum? Reynum að skoða það aðeins hér að neðan.Bran. Af hverju er ekki verið að nota hann almennilega? Hann virðist bara rúnta um fyrir utan aðalbygginguna og bíða eftir tækifærum til að koma fólki á óvart. Jon/Aegon, Daenerys, Sansa og þau öll, ættu að vera að spyrja hann spjörunum úr: Hvar eru hinir dauðu? Hvar er Næturkonungurinn? Er Cersei að svíkja okkur? Hvar eru lyklarnir sem ég týndi árið 2012? Hvar finnum við mat? HVAR ER GHOST? AAARGH Þetta eru allt spurningar sem Bran gæti svarað. Annað. Af hverju í ósköpunum er Cersei ekki komin með bumbu? Á þessum tímapunkti ættu minnst þrír eða fjórir mánuðir að vera liðnir og það sér ekki henni. Ef ég er ekki í ruglinu þá var þetta í fyrsta sinn sem við fengum að sjá Winterfell almennilega úr lofti, sem mér fannst mjög áhugavert.En eins og svo oft áður er réttast að byrja á byrjuninni. Það var ekki mikið um hasar og læti í fyrsta þættinum en þó er ekki hægt að segja annað en að það hafi mikið gengið á. Kynna þurfti persónur þáttanna aftur til leiks og fór mikið af þættinum í það. Það hefur verið lenskan að hafa fyrsta þátt þáttaraða í rólegri kantinum. Þátturinn byrjaði, eins og glöggir lesendur muna ef til vill eftir, á því að Jon Snow og Daenerys Targaryen mættu til Winterfell ásamt öllu þeirra föruneyti. Sem er umtalsvert. Þeim var þó ekki tekið mjög vel, sem mér þykir hálf undarlegt. Sansa og lávarðar norðursins eru reiðir út í Jon fyrir að gefa frá sér krúnuna og erkitussan Robett Glover virðist hafa farið í sérstaklega mikla fýlu. Hann ætlar að halda til í Deepwood Motte, kastala sínum, og ætlar ekki að hjálpa til við að verjast hinum dauðu. Glover neitaði að styðja Jon og Sönsu gegn Ramsay Bolton en var þrátt fyrir það einn af þeim fyrstu til að kalla eftir því að Jon yrði gerður konungur. Nú var hann fyrstur til að snúa bakinu við þeim aftur. Dick.Lyanna Mormont hélt áfram að vera Lyanna Mormont og lét Jon heyra það. Sem var gott, fyrir utan hvað það er pirrandi að þau séu öll í fýlu.Ég á í rauninni smá erfitt með að skilja af hverju þau eru að rífa kjaft, því það er rétt hjá Jon að án hjálpar áttu þau ekki séns gegn hinum dauðu. Norðanmenn ollu mér í raun miklum vonbrigðum í þessum þætti. Þeir virðast ekki geta litið fram hjá því sem gerðist fyrir mörgum árum og hunsa fordóma sína, jafnvel þó dauðinn sjálfur standi yfir þeim. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um að alla síðustu þáttaröð þar sem nánast öllum þáttunum var varið í að plata okkur til að halda að Sansa og Arya væru að fara að drepa hvora aðra. Nei, ég meina: Að Arya væri að fara að drepa Sönsu og alla hennar bandamenn. Það gerðist þó ekki og saman drápu þær drullusokkinn Littlefinger, AKA Petyr Baelish. Þetta sé gert til að mynda gervi-spennu á milli aðila og fylkinga. Jon virtist þó hafa tekist að létta á fýlunni hjá Sönsu undir lok þáttarins. Við fengum það þó ekki alveg á hreint þar sem þau voru trufluð.Stóra spurningin er samt án efa hvað þetta lið gerir þegar/ef það verður opinberað hverjir foreldrar Jon/Aegon eru í alvörunni og hvað Daenerys gerir þegar hún kemst að því. Tæknilega séð er Jon með sterkari kröfu á krúnuna en hún. Beinn karlleggur og allt það.Samwell Tarly komst að því að Daenerys hefði tekið föður hans og bróður af lífi og varð, skiljanlega, miður sín. Þetta stuðaði mig samt smá. Það þarf einhver að segja honum að eina ástæða þess að bróðir hans dó, var bróðir hans sjálfur. Dickon (Tíhí) Tarly tók sjálfur þá ákvörðun að deyja, jafnvel þó Daenerys hafi í raun boðið honum góða leið hjá því að deyja. Í kjölfar þess þrýsti Sam á Jon/Aegon að hann væri réttmætur konungur. Mun Jon/Aegon vilja krúnuna? Hann hefur ekki verið mikið fyrir titla hingað til. Daenerys aftur á móti hefur litið á sjálfa sig sem drottningu um árabil og mér þykir ólíklegt að hún sé tilbúin til að gefa eftir. Þeim Tyrion, Varys og Davos Seaworth virðist hafa dottið í hug að lægja öldurnar í norðrinu með því að boða til brúðkaups. Þarna voru komnir saman þrír af vitrustu mönnum Game of Thrones og þeim fannst það góð hugmynd! Síðan hvenær hefur það verið góð hugmynd að halda brúðkaup í þessum söguheimi?Það gæti samt virkað, ef það verða ekki allir drepnir, en ég stórefa að þeir nái að halda brúðkaup áður en hinir dauðu mæta í partíið.Krípí dreki Jon fékk að fara í smá flugferð á baki Rhaegal, sem var að mestu leyti frábært. Rhaegal er einmitt skírður í höfuðið á föður Jon/Aegon. Það stuðaði mig smá við drekaflug Jon/Aegon að það var gert á einhvern skondinn og goofy hátt. Þetta átti að vera epískt (ofnotað orð) en varð einhvern veginn kjánalegt líka. Þetta var undarlegt. Mér fannst einnig undarlegt að Daenerys hafi bara fundist eðlilegt að Rhaegal hafi hleypt Jon á bak. Þar að auki virtust íbúar Winterfell ekkert svo hissa þegar hann flaug yfir þau. Þetta var allt saman undarlegt. Ekki skánaði það þegar þau lentu og fóru að kela. Það var reyndar ekkert kjánalegt eða slíkt. Það var bara stórkostlega undarlegt hvað Rhaegal var krípí þegar Jon var að kyssa mömmu hans.Mikið um endurfundi Það var mjög áhugavert að sjá hjónakornin Sönsu og Tyrion hittast aftur. Er hún ekki ennþá gift Tyrion, tæknilega séð? Hún var reyndar gift Ramsay Bolton líka en hann er dauður. Hún skildi aldrei við Tyrion eða neitt slíkt, heldur stakk hún bara af frá Kings Landing eftir þegar Joffrey var myrtur í brúðkaupi hans og Margaery Tyrell.Mér fannst Sansa hálf leiðinleg við Tyrion, því hann gerði sitt besta til að vernda hana í Kings Landing og kom vel fram við hana. Hún sagði hann vera vitlausan fyrir að trúa því að Cersei ætlaði að koma og hjálpa þeim, sem eru nú reyndar rétt viðbrögð. Öll sú sögulína, þegar þeir fóru norður fyrir Vegginn og náðu í uppvakning til að sýna Cersei og fá hana til að hjálpa þeim, var asnaleg og eingöngu hönnuð til þess að láta Næturkonunginn fá dreka. Tyrion er líka búinn að vera í ruglinu og Cersei hefur ítrekað séð við honum og platað hann. Ég samt skil ekki hvað málið er með Sönsu. Hvað hefur hún gert til að vera eitthvað merkileg? Hún hefur gengið í gegnum töluvert harðræði og verið fangi mismunandi manna í einhver ár. Það gerir hana ekki að einhverjum snillingi.Talandi um CerseiGullna herdeildin er komin til Westeros. Tuttugu þúsund menn en engir fílar. Cersei virtist vonsvikin þegar hún heyrði þær fregnir. Við sáum samt ekki mikið af Cersei í þessum þætti. Sem er fínt, því ég get ekki hætt að spá í því hvar óléttubumban hennar sé og af hverju það sjái ekkert á henni. Þetta er stórundarlegt allt saman. Nema hún hafi misst fóstrið. Það gæti svo sem verið en þetta mun án efa koma í ljós. Ég á erfitt með að sjá hvað hún ætlar sér með Euron Greyjoy. Hvort hún haldi að hún geti spilað með hann eða eitthvað slíkt, því hann virðist algerlega óútreiknanlegur. Ég veit ekki af hverju en mér finnst einhvern veginn ólíklegt að hún geti stjórnað honum á einhvern hátt.Það verður líka mjög forvitnilegt að sjá hvað hún muni gera með Gullnu herdeildina. Enn sem komið er, er þó erfitt að segja til um hvað mun gerast í suðrinu, þar sem við sáum lítið sem ekkert í þættinum. Ég held þó enn í vonina að Gullna herdeildin muni snúast gegn henni. Cersei á ekkert gott skilið en einhvern veginn tekst höfundum þáttanna að gera hana verri og verri með hverri þáttaröðinni.Et tu, Bronn? Nú er hún að senda Bronn of the Fucking Blackwater, sem var að reyna að gera það við þrjár vændiskonur, norður til að drepa bræður sína, þá Tyrion og Jaime og það með lásboganum sem Tyrion myrti Tywin Lannister, föður þeirra, með. Mér finnst einhvern veginn hæpið að hann muni láta verða að því að drepa þá bræður og þá sérstaklega með tilliti til þess að þeir eru svo til gott sem einu vinir Bronn.Burtséð frá því. Hefur enginn heyrt um forleik í Westeros og það að banka. Það getur þó allt gerst í Game of Thrones. Bronn er Bronn og Cersei er að bjóða honum fjölmarga peninga fyrir morðin. Þetta mun mögulega leiða til þess að Jaime sjái loksins í gegnum Cersei og framfylgja spádóminum sem Cersei heyrði þegar hún var yngri. En áður en við förum út í þennan spádóm þarf að benda á eitt sem kom fram í atriðinu þegar Bronn var að reyna að sænga hjá vændiskonunum þremur. Þar fengum við nefnilega að heyra örlög persónu tónlistarmannsins Ed Sheeran sem hann lék í síðustu þáttaröð. Vændiskonurnar ræddu Drogon og orrustu síðustu þáttaraðar af miklum ákafa og sérstaklega um einn rauðhærðan hermann Lannister ættarinnar sem kom illa út úr orrustunni. Sá hermaður hét einmitt Eddie. Sá hermaður brenndist víst voðalega illa í framan og er ekki lengur með augnlok. Greyið Ed Sheeran.En aftur að spádómnum. Þegar Cersei var ung fór hún til nornar sem einhverra hluta vegna hét Maggy froskur. Sú norn beitti blóðgöldrum og spáði fyrir Cersei. Cersei spurði hvenær hún myndi giftast prinsinum. Maggy sagði að það myndi ekki gerast. Þess í stað myndi hún giftast konungnum. Cersei var mega skotin í Rhaegar Targaryen á sínum yngri árum og stóð til að hún myndi giftast honum. Eftir uppreisn Robert Baratheon giftist Cersei honum, en hann var þá orðinn konungur. Cersei spurði einnig: „Munum við eignast börn?“ Svarið var: „Ójá. Hann mun eignast sextán og þú þrjú.“ Við það bætti nornin að öll börnin hennar þrjú myndu deyja.Joffrey, Myrcella og Tommen eru öll dáin. Þau voru ekki börn Robert og Cersei heldur Cersei og Jaime. Robert eignaðist einnig heilan haug af bastörðum. Froskurinn sagði einnig að yngri drottning myndi velta Cersei úr sessi. Það kom ekki fram í þáttunum en það kom fram í bókunum að Maggy sagði Cersei að „The Valonqar“ myndi drepa hana. Valonqar er valíríska og þýðir „litli bróðir“. Tæknilega séð fæddist Cersei á undan Jaime, þó þau séu tvíburar, og því er hann litli bróðir hennar. Ég hef alltaf vonast til þess að Jaime drepi Cersei. Það verður allavega einhver að gera það!Fleiri endurfundir Okkar allra besta Arya Stark hitti nokkrar persónur aftur í þættinum í fyrsta sinn í langan tíma. Hún hitti Jon, sem var mjög hjartnæmt. Hún skammaði Jon þó aðeins fyrir nýju drottninguna eins og allir aðrir og gaf í skyn að hann væri á einhvern hátt að svíkja þær systur. Sem er óþolandi. Hún hitti einnig Sandor Clegane, eða Hundinn. Þau vörðu dágóðum tíma saman í þriðju þáttaröð og lengur, þar sem þau fóru myrðandi um The Riverlands. Ferðalag þeirra endaði þó með því að Brienne reyndi að „bjarga henni“ frá Sandor og henti honum fram af kletti. Arya rændi hann, skyldi hann eftir og fór til Braavos þar sem hún lærði að vera badass. Þá áttu alltaf í áhugaverðu sambandi og ég var að vonast til þess að þau myndu ræða saman. Það varð þó ekki að því. Arya rakst einnig á gamla vin sinn Gendry, sem er bastarður Robert Baratheon og járnsmiður. Þannig að hann heitir væntanlega Gendry Waters, þó það hafi aldrei komið fram. Ég er ekki frá því að þarna hafi smá daður átt sér stað á milli þeirra og bað hún hann um að búa til vopn fyrir sig. Vopnið er áhugavert.Á myndinni sjáum við að þetta er einhverskonar spjót og á öðrum enda þess má finna hrafntinnu (Dragonglass). Það er notað til að endur-drepa hina ódauðu og Hvítgengla. Vanity Fair ræddi við „vopnameistara“ Game of Thrones og er niðurstaða þeirra að vopnið sé spjót sem hægt sé að taka í tvennt og breyta í tvo hnífa, eða eitthvað slíkt.Á öðrum endanum sé hrafntinna en mögulega geti hún komið rýtingi sínum, sem er úr valírsku stáli og hentar því vel gegn Hvítgenglum. Þá má sjá í einni stiklunni að Arya sveiflar einhverju vopni sem virðist vera spjót. Það yrði alls ekki í fyrsta sinn sem Arya beitir spjóti enda lærði hún að berjast með slíkum vopnum hjá Andlitslausu mönnunum í Braavos.Umber ættin öll Þá komum við að Tormund Giantsbane, Beric Dondarrion og félögum þeirra sem sluppu frá Veggnum þegar Næturkonungurinn rústaði honum við Eastwatch By the Sea. Þeir voru komnir til The Last Hearth, sem er kastali Umber ættarinnar. Sansa sendi hinn unga Ned Umber aftur til Last Hearth með vagna og hesta til að sækja fólk sitt. Það virðist þó ekki hafa gengið eftir. Lesendur muna ef til vill eftir Jon Umber, sem var gekk til liðs við Robb Stark í stríði hans við Tywin Lannister í fyrstu og annarri þáttaröð. Hann var kallaður Greatjon og dó í stríðinu. Næst sáum við Smalljon Umber, son Greatjon, í sjöttu þáttaröð. Sá drullusokkur gaf Ramsay Rickon Stark. Tormund drap hann í Battle of the Bastards.Þá var bara Ned Umber eftir. Jon gerði frið við hann eftir að hann tók Winterfell aftur af Ramsay Bolton. Ned litla virðist þó hafa mistekist ætlunarverk sitt. Þegar Tormund og Beric gengu um Last Hearth fundu þeir mikið blóð en engin lík. Næturkonungurinn hafði kíkt í heimsókn. Tormund og Beric rákust á Eddison Tollett og aðra meðlimi The Nights Watch sem voru einnig að taka stöðuna á kastalanum.Þeir fundu lík Ned Umber sem hafði verið fest á vegg kastalans. Í kringum líkið var búið að raða fót- og handleggjum til að mynda ákveðið merki sem við höfum séð áður.Hvað er eiginlega málið með þetta merki eða mynstur? Beric sagði þetta vera skilaboð frá Næturkonungnum en það segir okkur andskotann ekki neitt. Við höfum séð þetta áður, nánar tiltekið þegar Næturkonungurinn var skapaður, eftir að her hinna dauðu sigraði Næturvaktina á Fist of the First Men og í hellinum þar sem Jon sýndi Daenerys myndir af Hvítgenglunum. Auðvitað er til haugar af kenningum um hvað þetta er. Einhverjir telja þetta vera tungumál. Aðrir segja mynstrið tengjast göldrum Hvítgenglanna og aðrir segja það koma að veðrinu með einhverjum hætti. Staðreyndin er sú að það hefur líklegast enginn hugmynd um hvað þetta er. Það eina sem við vitum er að David Benioff, annar forsvarsmanna Game of Thrones, sagði einu sinni að Börn skógarins hefðu búið þetta mynstur til og að Hvítgenglarnir hefðu lært það af þeim. Það segir okkur heldur andskotann ekki neitt.Æi já, svo tókst Theon að frelsa systur sína af skipi Euron. Hún er á leið til Járneyjanna og hann til Winterfell. Who cares.Spurningar/nokkrir punktar -Í lok þáttarins sagði ég upphátt við sjónvarpið mitt: „Ekki vera búinn“. Það hlýddi hins vegar ekki. Jaime hafði þá séð Bran og áttað sig á því að hann væri að horfa á barnið sem hann kastaði úr turni mörgum árum áður og drap næstum því. Jaime er sum sé mættur til Winterfell og það verður gaman að sjá hvað Daenerys mun gera í því. Hann drap pabba hennar, svo hún verður eflaust ekkert fegin við að sjá hann, og það ekki með einn hermann með sér. Mig grunar að Bran muni koma Jaime til varnar. Tyrion mun pottþétt gera það og jafnvel Jon líka. -Án gríns. Hvar er Ghost? -Mun Jon/Aegon segja fólki frá uppruna sínum? Ef hann gerir það, hvað gerist þá? Munu lávarðar norðursins snúast gegn honum, meira? Hvað gerir Daenerys? Þetta verður áhugavert en það er spurning hvort þau hafi tíma til að standa í einhverju drama. Hinir dauðu eru á leiðinni. -Það er stóra spurningin sem situr eftir. Hvernig mun fólk bregðast við? -Ef við munum aldrei komast að það hvað þessi mynstur eru, verð ég brjálaður. -Af hverju eru drekarnir ekki að borða og hvað þýðir það? -Mun Bronn reyna að drepa þá Tyrion og Jaime? Það kæmi mér í rauninni ekkert á óvart. Hann langar rosalega mikið í kastala og hann er algjör málaliði. Shit hvað það verður pirrandi. -Hvar er Brienne? Við sáum hana ekki í þættinum. Hún mun þó án efa koma Jaime til varnar í næsta þætti.Hér má sjá þá David Benioff og D.B. Weiss ræða þáttinn og helstu vendingar hans.Hér er skyggnst á bakvið tjöldin í fyrsta þættinum. Þarna er farið yfir hvernig tökurnar gengu fyrir sig og hve mikil vinna fer í að gera einn svona þátt. Það er gaman að horfa á þetta. Eftir um tólf mínútur er farið yfir tökurnar hér á Íslandi. Það er skemmtilegt að sjá. Svo segir Kit Harrington einstaklega skemmtilega sögu um punginn á sér, annað eistað allavega, eftir fjórtán og hálfa mínútu.Hér má svo sjá stikluna fyrir næsta þátt.
Ný stikla: Winterfell rústir einar HBO hefur birt nýja stiklu fyrir Gama of Thrones sem hefjast eftir tvær vikur. 2. apríl 2019 14:30
Leikarar GOT fara yfir minningar: „Ég hafði aldrei komið á fallegri stað,“ sagði Harrington um Ísland HBO hefur birt hugljúft myndband þar sem leikarar Game of Thrones rifja upp sín uppáhalds atriði og ræða framleiðsluferlið frá upphafi til enda. 8. apríl 2019 19:42
Game of Thrones upprifjun: Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Nú eru tæpar tvær vikur í frumsýningu fyrsta þáttar síðustu þáttaraðar Game of Thrones. Þökk sé gömlu guðunum og hinum nýju. 3. apríl 2019 08:45