Duran Duran á leið til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2019 07:47 Simon le Bon og John Taylor. Vísir/Vilhelm Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15 Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15
Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira