Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 10:44 Samtökin Sniððgöngum Eurovision í Ísrael telja Hatara tannhjól í áróðursmaskínu Ísrael, hvað sem hver segir. Póstkortið sem ávallt er framleitt til að kynna sérstaklega lögin sem keppa í Eurovision söngvakeppninni kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. Þar á bæ er talið að meðlimir hljómsveitarinnar Hatari, sem er framlag Íslands í ár og stíga á svið í Tel aviv í næsta mánuði, séu nytsamir sakleysingjar í áróðursvél Ísraelríkis.Fagurt andlit Ísrael „Ísrael hefur lagt mikla vinnu í póstkortin í ár, en formaður Kan sjónvarpsstöðvarinnar hefur kallað þau fullkomið tækifæri til að sýna 200 milljón áhorfendum „fagurt andlit Ísrael“. Þema póstkortanna í ár er „dansandi Ísrael“, en þau eru tekin upp á völdum stöðum sem Ísrael vill sýna áhorfendum, meðal annars í Golan-hæðum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu samtakanna sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Við sjáum þannig með skýrum hætti hvernig Eurovision skapar tækifæri til að sýna ólöglega innlimuð og/eða hernumin svæði á borð við Golan-hæðir og palestínsku Austur-Jerúsalem sem hluta af Ísrael. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um hvernig keppnin er notuð í áróðursskyni og í pólitískum tilgangi af Ísrael.“ Hatari virkir þátttakendur í ímyndarherferð Ísraelríkis Sniðgöngum Eurovison í Ísrael telja fyrirliggjandi að Ísrael vilji nota keppnina óspart í áróðursskyni. Og Íslendingarnir séu þátttakendur í því, hvað sem tautar og raular. „Hatari, sem telja sig hafa einhvers konar sérstöðu vegna óljósra yfirlýsinga um mótmæli, taka þannig með beinum þætti í áróðursmaskínunni.“ Meðlimir Hatari hafa verið í fjölmiðlabanni eftir að þeir sigruðu í undankeppninni á Íslandi og hefur hvorki heyrst í þeim hósti né stuna í fjölmiðlum eftir það. Fyrir liggur að þeir höfðu hugsað sér að nota tækifærið og vekja athygli á deilum Palestínumanna og Ísraelríkis, og þá sér í lagi gagnrýniverðri framgöngu Ísraelríkis. Og víst er að einhverjir kusu þá til sigurs á þeim forsendum. Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision. En, ef marka má samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael, þá þurfa Shurat HaDin ekki að hafa miklar áhyggjur af Hatara. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Ísraelsku samtökin Shurat HaDin telja framgöngu sveitarinnar vera tilefni til þess að meina þeim að koma til landins. 10. mars 2019 18:52 Hatari í viðtali við Independent: „Við erum bleiki fíllinn í herberginu“ Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 12. mars 2019 12:30 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Póstkortið sem ávallt er framleitt til að kynna sérstaklega lögin sem keppa í Eurovision söngvakeppninni kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. Þar á bæ er talið að meðlimir hljómsveitarinnar Hatari, sem er framlag Íslands í ár og stíga á svið í Tel aviv í næsta mánuði, séu nytsamir sakleysingjar í áróðursvél Ísraelríkis.Fagurt andlit Ísrael „Ísrael hefur lagt mikla vinnu í póstkortin í ár, en formaður Kan sjónvarpsstöðvarinnar hefur kallað þau fullkomið tækifæri til að sýna 200 milljón áhorfendum „fagurt andlit Ísrael“. Þema póstkortanna í ár er „dansandi Ísrael“, en þau eru tekin upp á völdum stöðum sem Ísrael vill sýna áhorfendum, meðal annars í Golan-hæðum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu samtakanna sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Við sjáum þannig með skýrum hætti hvernig Eurovision skapar tækifæri til að sýna ólöglega innlimuð og/eða hernumin svæði á borð við Golan-hæðir og palestínsku Austur-Jerúsalem sem hluta af Ísrael. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um hvernig keppnin er notuð í áróðursskyni og í pólitískum tilgangi af Ísrael.“ Hatari virkir þátttakendur í ímyndarherferð Ísraelríkis Sniðgöngum Eurovison í Ísrael telja fyrirliggjandi að Ísrael vilji nota keppnina óspart í áróðursskyni. Og Íslendingarnir séu þátttakendur í því, hvað sem tautar og raular. „Hatari, sem telja sig hafa einhvers konar sérstöðu vegna óljósra yfirlýsinga um mótmæli, taka þannig með beinum þætti í áróðursmaskínunni.“ Meðlimir Hatari hafa verið í fjölmiðlabanni eftir að þeir sigruðu í undankeppninni á Íslandi og hefur hvorki heyrst í þeim hósti né stuna í fjölmiðlum eftir það. Fyrir liggur að þeir höfðu hugsað sér að nota tækifærið og vekja athygli á deilum Palestínumanna og Ísraelríkis, og þá sér í lagi gagnrýniverðri framgöngu Ísraelríkis. Og víst er að einhverjir kusu þá til sigurs á þeim forsendum. Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision. En, ef marka má samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael, þá þurfa Shurat HaDin ekki að hafa miklar áhyggjur af Hatara.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Ísraelsku samtökin Shurat HaDin telja framgöngu sveitarinnar vera tilefni til þess að meina þeim að koma til landins. 10. mars 2019 18:52 Hatari í viðtali við Independent: „Við erum bleiki fíllinn í herberginu“ Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 12. mars 2019 12:30 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Ísraelsku samtökin Shurat HaDin telja framgöngu sveitarinnar vera tilefni til þess að meina þeim að koma til landins. 10. mars 2019 18:52
Hatari í viðtali við Independent: „Við erum bleiki fíllinn í herberginu“ Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 12. mars 2019 12:30
Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00
Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30