Allir klárir fyrir aldamótatónleikana og Hreimur ætlar að aflita á sér hárið Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2019 10:30 Gunnar, Birgitta og Hreimur verða öll á sviðinu. Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira