Allir klárir fyrir aldamótatónleikana og Hreimur ætlar að aflita á sér hárið Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2019 10:30 Gunnar, Birgitta og Hreimur verða öll á sviðinu. Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira