Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og þar af leiðandi Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Valsmenn fóru hægt af stað í fyrra og voru í fimmta sæti eftir fimm umferðir en var komið á toppinn skömmu síðar og var í öðru hvoru af efstu tveimur sætunum þar til að liðið gekk frá mótinu undir lokin. Valsmenn hafa ekki verið jafnöflugir á undirbúningstímabilinu núna eins og í fyrra og unnu hvorki Reykjavíkurmótið né Lengjubikarinn en liðið komst ekki í úrslit Reykjavíkurmótsins né komst það í undanúrslit Lengjubikarsins. Valsmenn hafa verið að glíma við mikil meiðsli í vetur en liðið er allt að komast í betra stand og er klárlega liðið sem þarf að vinna í sumar. Þjálfari Vals er hinn ótrúlegi Ólafur Jóhannesson sem er búinn að vinna stóran titil fjögur ár í röð með Valsmenn en hann er búinn að vinna deild eða bikar átta ár í röð sem þjálfari í efstu deild með FH og Val. Hann og Sigurbjörn Hreiðarsson mynda fullkomið teymi sem virðist ráða við að vera með 25 manna leikmannahóp þar sem flestir kæmust í byrjunarlið allra annarra liða deildarinnar.Baksýnisspegillinn Það mátti ekki miklu muna að Valsmenn hefðu komist ansi langt í Evrópu en stóra stundin var að sjálfsögðu þegar að Hlíðarendapiltar lyftu Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð. Valsmenn gerðu ótrúlega vel í að halda dampi í deildinni þrátt fyrir fínasta gengi í Evrópu en þar hjálpar til að vera með virkilega stóran og sterkan leikmannahóp. Liðið og leikmenngrafík/gvendurÞetta Valslið talar fyrir sig sjálft þó það muni auðvitað sakna markahróksins Patricks Pedersen. Þarna má sjá tvo leikmenn sem eru fastamenn í íslenska landsliðinu. Annar gerði lítið úr Ángel di María á HM í fyrra og hinn varði vítaspyrnu frá Messi. Valsmenn geta stillt upp öðru álíka góðu liði sem gæti hæglega barist um sæti í Evrópukeppni en í besta liði Vals eru margir af allra bestu leikmönnum deildarinnar.HryggjarstykkiðHannes Þór Halldórsson (f. 1984): Landsliðsmarkvörðurinn er kominn heim og valdi Val frekar en KR. Valsmenn voru með alveg nógu góðan markvörð áður en Hannes kom þannig ekki veikir þetta liðið. Með Hannes í rammanum gerir Valur klárlega tilkall til að fara lengra í Evrópu enda Breiðhyltingurinn með mun meiri reynslu úr stórum leikjum bæði í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu.Eiður Aron Sigurbjörnsson (f. 1990): Vestmannaeyingurinn í hjarta varnarinnar er hálfgerður svindlkarl því hann er í raun alltof góður til að spila í Pepsi Max-deildinni en vegna persónulegra ástæðna valdi hann að koma heim og vill ekki fara aftur út nema spennandi tilboð dettur inn. Eiður var í öðru sæti yfir unna bolta á vallarhelmingi mótherjans á síðustu leiktíð og komst inn í næst flestar sendingar en mönnum er alveg óhætt að kalla hann besta miðvörð deildarinnar.Haukur Páll Sigurðsson (f. 1987): Fyrirliðinn sem allt vinnur á miðjunni er hjartað í meistaraliðinu og fær það til að slá. Haukur var einfaldlega besti leikmaður deildarinnar í fyrra samkvæmt InStat Index-inu sem gefur stig fyrir alla tölfræðiþætti. Hann er ekki bara öflugur skallamaður heldur hefur hann bætt allan sinn leik á undanförnum árum og er einn besti miðjumaður deildarinnar. Markaðurinngrafík/gvendurÞað er búið að vera meira en nóg að gera hjá Valsmönnum á markaðnum í vetur en liðið er búið að sanka að sér hreint ótrúlegum hópi manna. Þetta er einn magnaðasti félagaskiptagluggi í manna minnum og verður seint toppaður. Gary Martin er kominn til að leysa Pedersen af hólmi og hann fær aðstoð frá Garðari Gunnlaugssyni sem hefur litið hreint ágætlega út í vetur. Þeir fá svo þjónustu frá manni eins og Kaj Leó sem var stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar. Orri Sigurður er kominn aftur sem veikir ekki vörnina og frábærir sóknarmenn sem geta spilað nokkrar stöður eru mættir til að styrkja hópinn eins og Birnir Snær Ingason og Emil Lyng. Valur getur stillt upp rúmlega tveimur liðum í sumar og gæti í raun sent B-liðið til leiks í Pepsi Max-deildina.Markaðseinkunn: A+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Valsmenn eru með frábært lið og frábæra þjálfara. Meira að segja marga þjálfara,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Það verður spennandi að sjá svona stóran og öflugan leikmannahóp í íslensku deildinni. Margir óttast um að Valur stingi bara af en það er hinna liðanna að stíga upp og berjast við Val.“ „Auðvitað segi ég að Valur er með besta hópinn og að mörgu leyti bestu leikmennina líka. Krafan er að liðið verði meistari og ég býst við því.“ „Spurningin í fyrra hvernig þetta færi að vera með svona stóran hóp en þjálfararnir leystu það vel á síðustu leiktíð. Þeir héldu öllum heitum og mikilli samkeppni í hópnum. Það verður stórslys ef Valur verður ekki Íslandsmeistari,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurValsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í 22. skiptið frá upphafi síðasta sumar. Valsmenn urðu fyrst meistarar sumarið 1930. Valsmenn hafa einnig unnið bikarinn ellefu sinnum, síðast tvö ár í röð frá 2015 til 2016.Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins í dag, á leikjamet félagsins í efstu deild en hann spilaði á sínum tíma 240 leiki. Bjarni Ólafur Eiríkssyni vantar fjórtán leiki til að jafna hann en Sigurbjörn tók metið af Sævari Jónssyni sumarið 2009.Ingi Björn Albertsson er markahæsti Valsmaðurinn í efstu deild en hann skoraði á sínum tíma 109 mörk í 160 leikjum fyrir Val. Ingi Björn er með 28 marka forskot á næsta mann sem er Hermann Gunnarsson.Guðmundur Benediktsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Val síðan farið var að taka saman stoðsendingar sumarið 1992. Guðmundur gaf 35 stoðsendingar í búningi Vals en Bjarni Ólafur Eiríksson er kominn með 33 stoðsendingar og Kristinn Freyr Sigurðsson er með 30 stoðsendingar. Vinsælasta sæti Valsmanna í nútímafótbolta (1977-2018) er fimmta sætið sem liðið hefur lent í ellefu sinnum. Valur varð síðast í fimmta sætinu fjögur ár í röð frá 2013 til 2016. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Þar sem að mesti markaskorari Vals í seinni tíð, Patrick Pedersen, er farinn hefðu Valsmenn ekkert á móti einum Inga Birni Albertssyni, mesta markaskorara í sögu Vals. Ingi Björn er næst markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en aðeins Tryggvi Guðmundsson hefur skorað meira en Valsmaðurinn. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Komið að skuldadögum í Krikanum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lifnar yfir Vesturbænum með toppbaráttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Vænn biti á lokametrunum skiptir sköpum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 4. sæti í Pepsi Max-deildinni. 23. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og þar af leiðandi Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Valsmenn fóru hægt af stað í fyrra og voru í fimmta sæti eftir fimm umferðir en var komið á toppinn skömmu síðar og var í öðru hvoru af efstu tveimur sætunum þar til að liðið gekk frá mótinu undir lokin. Valsmenn hafa ekki verið jafnöflugir á undirbúningstímabilinu núna eins og í fyrra og unnu hvorki Reykjavíkurmótið né Lengjubikarinn en liðið komst ekki í úrslit Reykjavíkurmótsins né komst það í undanúrslit Lengjubikarsins. Valsmenn hafa verið að glíma við mikil meiðsli í vetur en liðið er allt að komast í betra stand og er klárlega liðið sem þarf að vinna í sumar. Þjálfari Vals er hinn ótrúlegi Ólafur Jóhannesson sem er búinn að vinna stóran titil fjögur ár í röð með Valsmenn en hann er búinn að vinna deild eða bikar átta ár í röð sem þjálfari í efstu deild með FH og Val. Hann og Sigurbjörn Hreiðarsson mynda fullkomið teymi sem virðist ráða við að vera með 25 manna leikmannahóp þar sem flestir kæmust í byrjunarlið allra annarra liða deildarinnar.Baksýnisspegillinn Það mátti ekki miklu muna að Valsmenn hefðu komist ansi langt í Evrópu en stóra stundin var að sjálfsögðu þegar að Hlíðarendapiltar lyftu Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð. Valsmenn gerðu ótrúlega vel í að halda dampi í deildinni þrátt fyrir fínasta gengi í Evrópu en þar hjálpar til að vera með virkilega stóran og sterkan leikmannahóp. Liðið og leikmenngrafík/gvendurÞetta Valslið talar fyrir sig sjálft þó það muni auðvitað sakna markahróksins Patricks Pedersen. Þarna má sjá tvo leikmenn sem eru fastamenn í íslenska landsliðinu. Annar gerði lítið úr Ángel di María á HM í fyrra og hinn varði vítaspyrnu frá Messi. Valsmenn geta stillt upp öðru álíka góðu liði sem gæti hæglega barist um sæti í Evrópukeppni en í besta liði Vals eru margir af allra bestu leikmönnum deildarinnar.HryggjarstykkiðHannes Þór Halldórsson (f. 1984): Landsliðsmarkvörðurinn er kominn heim og valdi Val frekar en KR. Valsmenn voru með alveg nógu góðan markvörð áður en Hannes kom þannig ekki veikir þetta liðið. Með Hannes í rammanum gerir Valur klárlega tilkall til að fara lengra í Evrópu enda Breiðhyltingurinn með mun meiri reynslu úr stórum leikjum bæði í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu.Eiður Aron Sigurbjörnsson (f. 1990): Vestmannaeyingurinn í hjarta varnarinnar er hálfgerður svindlkarl því hann er í raun alltof góður til að spila í Pepsi Max-deildinni en vegna persónulegra ástæðna valdi hann að koma heim og vill ekki fara aftur út nema spennandi tilboð dettur inn. Eiður var í öðru sæti yfir unna bolta á vallarhelmingi mótherjans á síðustu leiktíð og komst inn í næst flestar sendingar en mönnum er alveg óhætt að kalla hann besta miðvörð deildarinnar.Haukur Páll Sigurðsson (f. 1987): Fyrirliðinn sem allt vinnur á miðjunni er hjartað í meistaraliðinu og fær það til að slá. Haukur var einfaldlega besti leikmaður deildarinnar í fyrra samkvæmt InStat Index-inu sem gefur stig fyrir alla tölfræðiþætti. Hann er ekki bara öflugur skallamaður heldur hefur hann bætt allan sinn leik á undanförnum árum og er einn besti miðjumaður deildarinnar. Markaðurinngrafík/gvendurÞað er búið að vera meira en nóg að gera hjá Valsmönnum á markaðnum í vetur en liðið er búið að sanka að sér hreint ótrúlegum hópi manna. Þetta er einn magnaðasti félagaskiptagluggi í manna minnum og verður seint toppaður. Gary Martin er kominn til að leysa Pedersen af hólmi og hann fær aðstoð frá Garðari Gunnlaugssyni sem hefur litið hreint ágætlega út í vetur. Þeir fá svo þjónustu frá manni eins og Kaj Leó sem var stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar. Orri Sigurður er kominn aftur sem veikir ekki vörnina og frábærir sóknarmenn sem geta spilað nokkrar stöður eru mættir til að styrkja hópinn eins og Birnir Snær Ingason og Emil Lyng. Valur getur stillt upp rúmlega tveimur liðum í sumar og gæti í raun sent B-liðið til leiks í Pepsi Max-deildina.Markaðseinkunn: A+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Valsmenn eru með frábært lið og frábæra þjálfara. Meira að segja marga þjálfara,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Það verður spennandi að sjá svona stóran og öflugan leikmannahóp í íslensku deildinni. Margir óttast um að Valur stingi bara af en það er hinna liðanna að stíga upp og berjast við Val.“ „Auðvitað segi ég að Valur er með besta hópinn og að mörgu leyti bestu leikmennina líka. Krafan er að liðið verði meistari og ég býst við því.“ „Spurningin í fyrra hvernig þetta færi að vera með svona stóran hóp en þjálfararnir leystu það vel á síðustu leiktíð. Þeir héldu öllum heitum og mikilli samkeppni í hópnum. Það verður stórslys ef Valur verður ekki Íslandsmeistari,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurValsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í 22. skiptið frá upphafi síðasta sumar. Valsmenn urðu fyrst meistarar sumarið 1930. Valsmenn hafa einnig unnið bikarinn ellefu sinnum, síðast tvö ár í röð frá 2015 til 2016.Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins í dag, á leikjamet félagsins í efstu deild en hann spilaði á sínum tíma 240 leiki. Bjarni Ólafur Eiríkssyni vantar fjórtán leiki til að jafna hann en Sigurbjörn tók metið af Sævari Jónssyni sumarið 2009.Ingi Björn Albertsson er markahæsti Valsmaðurinn í efstu deild en hann skoraði á sínum tíma 109 mörk í 160 leikjum fyrir Val. Ingi Björn er með 28 marka forskot á næsta mann sem er Hermann Gunnarsson.Guðmundur Benediktsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Val síðan farið var að taka saman stoðsendingar sumarið 1992. Guðmundur gaf 35 stoðsendingar í búningi Vals en Bjarni Ólafur Eiríksson er kominn með 33 stoðsendingar og Kristinn Freyr Sigurðsson er með 30 stoðsendingar. Vinsælasta sæti Valsmanna í nútímafótbolta (1977-2018) er fimmta sætið sem liðið hefur lent í ellefu sinnum. Valur varð síðast í fimmta sætinu fjögur ár í röð frá 2013 til 2016. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Þar sem að mesti markaskorari Vals í seinni tíð, Patrick Pedersen, er farinn hefðu Valsmenn ekkert á móti einum Inga Birni Albertssyni, mesta markaskorara í sögu Vals. Ingi Björn er næst markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en aðeins Tryggvi Guðmundsson hefur skorað meira en Valsmaðurinn.
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að skuldadögum í Krikanum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lifnar yfir Vesturbænum með toppbaráttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Vænn biti á lokametrunum skiptir sköpum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 4. sæti í Pepsi Max-deildinni. 23. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00