Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 85-69 | Keflvíkingar í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2019 21:30 Sara Rún skoraði átta stig í kvöld. vísir/vilhelm Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 85-69, í oddaleik í Keflavíkí kvöld. Keflavík lenti 2-0 undir í einvíginu en kom til baka og vann þrjá leiki í röð með bakið upp að veggnum fræga. Keflavík mætir Val í úrslitaeinvíginu. Keflavík var lengst af með undirtökin í leiknum og leiddi nær allan tímann. Munurinn var aldrei mikill en Keflvíkingar voru jafnan skrefi á undan Stjörnukonum. Í 4. leikhluta skildu svo leiðir þar sem tankur Stjörnunnar virtist tómur. Heimakonur byrjuðu miklu betur og komust í 13-6. En gestirnir komust inn í leikinn með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot í röð. Það voru jafnframt einu þristar Stjörnunnar í í fyrri hálfleik. Um miðbik 2. leikhluta kom frábær 10-0 kafli hjá Keflavík sem breytti stöðunni úr 27-27 í 37-27. Varamenn Keflvíkinga voru öflugir á þessum kafla og skiluðu góðu framlagi. Staðan í hálfleik var 41-35, Keflavík í vil. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og eftir þrista frá Veroniku Dzhikovu og Jóhönnu Björk Sveinsdóttur komust Garðbæingar yfir í fyrsta sinn í leiknum, 43-45. Þriðji leikhlutinn var afar jafn en Keflavík leiddi með fjórum stigum, 59-55, fyrir lokaleikhlutann, þökk sé góðum endaspretti í þeim þriðja. Í 4. leikhluta skiptu Keflvíkingar um gír og Stjörnukonur gátu ekki fylgt þeim eftir. Það dró hressilega af gestunum á meðan heimakonur áttu nóg eftir. Á endanum munaði 16 stigum á liðunum, 85-69. Munurinn gefur ekki rétta mynd af leiknum en Keflavík er líklega slétt sama. Sigur Keflvíkinga var sanngjarn og þeirra bíður spennandi verkefni gegn ofurliði Vals í úrslitunum.Af hverju vann Keflavík? Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum en aðeins sex leikmenn Stjörnunnar. Varamenn Keflvíkinga skiluðu frábæru framlagi; 28 stigum og meira til. Á meðan þurfti Danielle að bera ansi þungar byrðar í Stjörnuliðinu, og á endanum of þungar. Liðsheild Keflavík var sterkari þegar uppi var staðið. Það sést kannski best á því að Keflavík var með 28 stoðsendingar í leiknum en Stjarnan aðeins tíu.Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Guðmundsdóttir byrjaði leikinn af miklum krafti og gaf tóninn fyrir Keflavík. Hún skoraði 13 stig í 1. leikhluta og var með 100% skotnýtingu. Bryndís endaði með 19 stig, líkt og Brittanny Dinkins. Sú síðarnefnda hitti illa en bætti það upp með 18 fráköstum og átta stoðsendingum. Birna Valgerður Benónýsdóttir átti frábæra spretti hjá Keflavík og Þóranna Kika Hodge-Carr átti öfluga innkomu af bekknum. Danielle var allt í öllu hjá Stjörnunni með 31 stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar. Veronika átti líka fínan leik; skoraði 17 stig og setti niður fimm þrista.Hvað gekk illa? Danielle getur gert margt en ekki allt. Hún átti frábæran leik en Stjörnuna vantaði framlag frá íslensku leikmönnunum sínum. Þær voru ískaldar í leiknum og skot þeirra rötuðu ekki rétta leið. Keflavík hitti skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna (19%) en það kom ekki að sök.Hvað gerist næst? Keflavík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í 19. sinn. Þar mæta Keflvíkingar Valskonum sem eru ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Fyrsti leikurinn fer fram á Hlíðarenda á mánudaginn. Stjörnukonur eru hins vegar komnir í sumarfrí. Þær áttu gott tímabil, enduðu í 3. sæti Domino's deildarinnar og komust í bikarúrslit, en eru væntanlega svekktar að hafa kastað frá sér 2-0 forystu í einvíginu gegn Keflavík.Jón: Lykilmenn komu ferskir inn á undir lokin „Þetta var takmarkið og hefur verið í allan vetur, þrátt fyrir að við höfum ekki fengið „kredit“ frá mjög mörgum,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á Stjörnunni í oddaleik suður með sjó í kvöld. Með sigrinum komst Keflavík í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í 19. sinn. Leikurinn var lengst af jafn en Keflvíkingar stungu af undir lokin og unnu á endanum 16 stiga sigur, 85-69. „Þótt Brittanny [Dinkins] hafi ekki fengið hvíld náði ég að hvíla lykilmenn sem komu ferskir inn á undir lokin. Það skilaði okkur klárlega þessum sigri,“ sagði Jón. Keflavík hitti skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum, allt þar til undir lokin þegar skotin rötuðu loksins rétta leið. „Leikurinn var í járnum og þær komust yfir tvisvar eða þrisvar. Við hittum illa en ég vissi að við myndum ekki hitta svona illa allan leikinn. Það hlaut að koma að því skotin færu ofan í,“ sagði Jón. Í úrslitaeinvíginu mætir Keflavík deildar- og bikarmeisturum Vals. „Þið munuð sjá baráttu. Því get ég lofað. Valsliðið hefur verið ólseigt síðan Helena [Sverrisdóttir] en KR sýndi öðrum liðum að það er hægt að standa í þeim og vinna þær,“ sagði Jón að lokum.Danielle: Líður vel hérna Danielle Rodriguez skoraði 31 stig og tók tíu fráköst þegar Stjarnan tapaði fyrir Keflavík, 85-69, í oddaleik í kvöld. „Það er erfitt að tapa í oddaleik en við höfum tekið stór skref fram á við að undanförnu og getum verið ánægðar með framfarirnar sem við höfum sýnt,“ sagði Danielle eftir leik. Þetta var hennar þriðja tímabil hér á landi. Fáum við að sjá hana í Stjörnubúningnum á næsta tímabili? „Ég fæ þessa spurningu alltaf. Ég tek alltaf eitt ár í einu og fer svo heim og tala við fjölskylduna og hvaða kostir standa mér til boða. En mér líður vel hérna,“ sagði Danielle. Hún kvaðst nokkuð ánægð með sína frammistöðu á tímabilinu. „Mér finnst leikmennirnir í kringum líka alltaf verða betri og betri. Það gerir mitt starf auðveldara,“ sagði Danielle. Dominos-deild kvenna
Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 85-69, í oddaleik í Keflavíkí kvöld. Keflavík lenti 2-0 undir í einvíginu en kom til baka og vann þrjá leiki í röð með bakið upp að veggnum fræga. Keflavík mætir Val í úrslitaeinvíginu. Keflavík var lengst af með undirtökin í leiknum og leiddi nær allan tímann. Munurinn var aldrei mikill en Keflvíkingar voru jafnan skrefi á undan Stjörnukonum. Í 4. leikhluta skildu svo leiðir þar sem tankur Stjörnunnar virtist tómur. Heimakonur byrjuðu miklu betur og komust í 13-6. En gestirnir komust inn í leikinn með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot í röð. Það voru jafnframt einu þristar Stjörnunnar í í fyrri hálfleik. Um miðbik 2. leikhluta kom frábær 10-0 kafli hjá Keflavík sem breytti stöðunni úr 27-27 í 37-27. Varamenn Keflvíkinga voru öflugir á þessum kafla og skiluðu góðu framlagi. Staðan í hálfleik var 41-35, Keflavík í vil. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og eftir þrista frá Veroniku Dzhikovu og Jóhönnu Björk Sveinsdóttur komust Garðbæingar yfir í fyrsta sinn í leiknum, 43-45. Þriðji leikhlutinn var afar jafn en Keflavík leiddi með fjórum stigum, 59-55, fyrir lokaleikhlutann, þökk sé góðum endaspretti í þeim þriðja. Í 4. leikhluta skiptu Keflvíkingar um gír og Stjörnukonur gátu ekki fylgt þeim eftir. Það dró hressilega af gestunum á meðan heimakonur áttu nóg eftir. Á endanum munaði 16 stigum á liðunum, 85-69. Munurinn gefur ekki rétta mynd af leiknum en Keflavík er líklega slétt sama. Sigur Keflvíkinga var sanngjarn og þeirra bíður spennandi verkefni gegn ofurliði Vals í úrslitunum.Af hverju vann Keflavík? Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum en aðeins sex leikmenn Stjörnunnar. Varamenn Keflvíkinga skiluðu frábæru framlagi; 28 stigum og meira til. Á meðan þurfti Danielle að bera ansi þungar byrðar í Stjörnuliðinu, og á endanum of þungar. Liðsheild Keflavík var sterkari þegar uppi var staðið. Það sést kannski best á því að Keflavík var með 28 stoðsendingar í leiknum en Stjarnan aðeins tíu.Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Guðmundsdóttir byrjaði leikinn af miklum krafti og gaf tóninn fyrir Keflavík. Hún skoraði 13 stig í 1. leikhluta og var með 100% skotnýtingu. Bryndís endaði með 19 stig, líkt og Brittanny Dinkins. Sú síðarnefnda hitti illa en bætti það upp með 18 fráköstum og átta stoðsendingum. Birna Valgerður Benónýsdóttir átti frábæra spretti hjá Keflavík og Þóranna Kika Hodge-Carr átti öfluga innkomu af bekknum. Danielle var allt í öllu hjá Stjörnunni með 31 stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar. Veronika átti líka fínan leik; skoraði 17 stig og setti niður fimm þrista.Hvað gekk illa? Danielle getur gert margt en ekki allt. Hún átti frábæran leik en Stjörnuna vantaði framlag frá íslensku leikmönnunum sínum. Þær voru ískaldar í leiknum og skot þeirra rötuðu ekki rétta leið. Keflavík hitti skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna (19%) en það kom ekki að sök.Hvað gerist næst? Keflavík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í 19. sinn. Þar mæta Keflvíkingar Valskonum sem eru ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Fyrsti leikurinn fer fram á Hlíðarenda á mánudaginn. Stjörnukonur eru hins vegar komnir í sumarfrí. Þær áttu gott tímabil, enduðu í 3. sæti Domino's deildarinnar og komust í bikarúrslit, en eru væntanlega svekktar að hafa kastað frá sér 2-0 forystu í einvíginu gegn Keflavík.Jón: Lykilmenn komu ferskir inn á undir lokin „Þetta var takmarkið og hefur verið í allan vetur, þrátt fyrir að við höfum ekki fengið „kredit“ frá mjög mörgum,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á Stjörnunni í oddaleik suður með sjó í kvöld. Með sigrinum komst Keflavík í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í 19. sinn. Leikurinn var lengst af jafn en Keflvíkingar stungu af undir lokin og unnu á endanum 16 stiga sigur, 85-69. „Þótt Brittanny [Dinkins] hafi ekki fengið hvíld náði ég að hvíla lykilmenn sem komu ferskir inn á undir lokin. Það skilaði okkur klárlega þessum sigri,“ sagði Jón. Keflavík hitti skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum, allt þar til undir lokin þegar skotin rötuðu loksins rétta leið. „Leikurinn var í járnum og þær komust yfir tvisvar eða þrisvar. Við hittum illa en ég vissi að við myndum ekki hitta svona illa allan leikinn. Það hlaut að koma að því skotin færu ofan í,“ sagði Jón. Í úrslitaeinvíginu mætir Keflavík deildar- og bikarmeisturum Vals. „Þið munuð sjá baráttu. Því get ég lofað. Valsliðið hefur verið ólseigt síðan Helena [Sverrisdóttir] en KR sýndi öðrum liðum að það er hægt að standa í þeim og vinna þær,“ sagði Jón að lokum.Danielle: Líður vel hérna Danielle Rodriguez skoraði 31 stig og tók tíu fráköst þegar Stjarnan tapaði fyrir Keflavík, 85-69, í oddaleik í kvöld. „Það er erfitt að tapa í oddaleik en við höfum tekið stór skref fram á við að undanförnu og getum verið ánægðar með framfarirnar sem við höfum sýnt,“ sagði Danielle eftir leik. Þetta var hennar þriðja tímabil hér á landi. Fáum við að sjá hana í Stjörnubúningnum á næsta tímabili? „Ég fæ þessa spurningu alltaf. Ég tek alltaf eitt ár í einu og fer svo heim og tala við fjölskylduna og hvaða kostir standa mér til boða. En mér líður vel hérna,“ sagði Danielle. Hún kvaðst nokkuð ánægð með sína frammistöðu á tímabilinu. „Mér finnst leikmennirnir í kringum líka alltaf verða betri og betri. Það gerir mitt starf auðveldara,“ sagði Danielle.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti