Chelsea áfram eftir ótrúlegan leik á Brúnni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. apríl 2019 21:00 Leikmenn Chelsea fagna vísir/getty Chelsea slapp með skrekkinn gegn Slavia Prag eftir ótrúlegan markaleik á Stamford Bridge og spilar til undanúrslita í Evrópudeildinni. Það tók Chelsea aðeins örfáar mínútur að komast yfir en það gerði Pedro eftir listilegt samspil þeirra bláklæddu. Á níundu mínútu kom svo annað mark Chelsea sem virtist ætla að valta yfir gestina. Þriðja mark Chelsea gerði Olivier Giroud á 17. mínútu eftir sendingu frá Pedro. Þetta var hans tíunda mark í Evrópudeildinni í ellefu leikjum. Gegn gangi leiksins settu gestirnir mark, Tomas Soucek skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Stuðningsmenn Slavia Prag gátu samt varla fagnað markinu því Pedro svaraði mínútu seinna með sínu öðru marki. Pedro var því kominn með tvö mörk og stoðsendingu á fyrsta hálftímanum. Staðan var 4-1 fyrir Chelsea í hálfleik og samtals 5-1 í einvíginu. Í upphafi seinni hálfleiks átti Slavia hins vegar ótrúlegar þrjár mínútur. Petr Sevcik skoraði með langskoti á 51. mínútu þar sem mátti setja spurningamerki við Kepa Arrizabalaga hvort hann ætti ekki að gera betur. Sevcik bætti svo við þjáningar Arrizabalaga þremur mínútum seinna þegar hann skoraði með glæsiskoti rétt fyrir utan vítateiginn. Tékknesku gestirnir gátu látið sig dreyma um ótrúlega endurkomu en það komu þó ekki fleiri mörk frá þeim og lauk leiknum 4-3, 5-3 samanlagt. Chelsea fer því í undanúrslit en Slavia Prag er úr leik. Evrópudeild UEFA
Chelsea slapp með skrekkinn gegn Slavia Prag eftir ótrúlegan markaleik á Stamford Bridge og spilar til undanúrslita í Evrópudeildinni. Það tók Chelsea aðeins örfáar mínútur að komast yfir en það gerði Pedro eftir listilegt samspil þeirra bláklæddu. Á níundu mínútu kom svo annað mark Chelsea sem virtist ætla að valta yfir gestina. Þriðja mark Chelsea gerði Olivier Giroud á 17. mínútu eftir sendingu frá Pedro. Þetta var hans tíunda mark í Evrópudeildinni í ellefu leikjum. Gegn gangi leiksins settu gestirnir mark, Tomas Soucek skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Stuðningsmenn Slavia Prag gátu samt varla fagnað markinu því Pedro svaraði mínútu seinna með sínu öðru marki. Pedro var því kominn með tvö mörk og stoðsendingu á fyrsta hálftímanum. Staðan var 4-1 fyrir Chelsea í hálfleik og samtals 5-1 í einvíginu. Í upphafi seinni hálfleiks átti Slavia hins vegar ótrúlegar þrjár mínútur. Petr Sevcik skoraði með langskoti á 51. mínútu þar sem mátti setja spurningamerki við Kepa Arrizabalaga hvort hann ætti ekki að gera betur. Sevcik bætti svo við þjáningar Arrizabalaga þremur mínútum seinna þegar hann skoraði með glæsiskoti rétt fyrir utan vítateiginn. Tékknesku gestirnir gátu látið sig dreyma um ótrúlega endurkomu en það komu þó ekki fleiri mörk frá þeim og lauk leiknum 4-3, 5-3 samanlagt. Chelsea fer því í undanúrslit en Slavia Prag er úr leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti